Sameining kemur ekki til greina 9. júní 2005 00:01 Einar Sveinsson, stjórnarformaður Íslandsbanka, telur sína blokk í bankanum enn hafa meirihluta, þrátt fyrir að Burðarás sé orðinn þriðji stærsti hluthafinn í bankanum eftir stórviðskipti í gær. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra segir valdasamþjöppun í bankageiranum slæm tíðindi og telur ekki koma til greina að Landsbanki og Íslandsbanki sameinist. Svo virðist sem mönnum beri ekki saman um það hvort Straumsmenn, og þar með Landsbankinn, sé kominn með undirtökin í Íslandsbanka eftir kaup Burðaráss á fjögurra prósenta hlut í bankanum í gær. Einar Sveinsson, stjórnarformaður Íslandsbanka, er hins vegar ekki í vafa. Hann segir valdahlutföll ekki hafa breyst. Aðspurður hvort átökin milli þessara tveggja meginblokka hluthafa í Íslandsbanka séu jafn hörð og af er látið segist Einar telja að meira sé gert úr þeim en efni standi til. Ef allt væri logandi þá hefði bankinn ekki náð þeim árangri sem hann hefði náð. „Síðastliðið ár var besta ár í sögu bankans nokkurn tíma og það er áframhaldandi góður árangur. Menn geta ekki bæði unnið vinnuna sína og staðið í slagsmálum. Ég held að það liggi í augum uppi,“ segir Einar. Það verður þó ekki fram hjá því horft að eigendur Landsbankans hafa styrkt stöðu sína verulega innan Íslandsbanka. Spurður hvort komi til greina að sameina þessa tvo banka segir Einar það hæpið. „Þá myndi virkilega eiga sér stað blóðbað. En það er alveg ljóst að Björgólfsfeðgar hafa verið að styrkja stöðu sína,“ segir Einar. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra hefur áhyggjur af valdasamþjöppun í bankakerfinu. Hún segir það ekki góð tíðindi ef sömu aðilar eigi Íslandsbanka og Landsbanka, kannski með það í huga að sameina þá. Þegar rætt hafi verið um hugsanlega sameiningu tveggja banka fyrir nokkrum árum hafi svör samkeppnisyfirvalda verið þau að slíkt samræmdist ekki samkeppnislögum. Innlent Viðskipti Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Sjá meira
Einar Sveinsson, stjórnarformaður Íslandsbanka, telur sína blokk í bankanum enn hafa meirihluta, þrátt fyrir að Burðarás sé orðinn þriðji stærsti hluthafinn í bankanum eftir stórviðskipti í gær. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra segir valdasamþjöppun í bankageiranum slæm tíðindi og telur ekki koma til greina að Landsbanki og Íslandsbanki sameinist. Svo virðist sem mönnum beri ekki saman um það hvort Straumsmenn, og þar með Landsbankinn, sé kominn með undirtökin í Íslandsbanka eftir kaup Burðaráss á fjögurra prósenta hlut í bankanum í gær. Einar Sveinsson, stjórnarformaður Íslandsbanka, er hins vegar ekki í vafa. Hann segir valdahlutföll ekki hafa breyst. Aðspurður hvort átökin milli þessara tveggja meginblokka hluthafa í Íslandsbanka séu jafn hörð og af er látið segist Einar telja að meira sé gert úr þeim en efni standi til. Ef allt væri logandi þá hefði bankinn ekki náð þeim árangri sem hann hefði náð. „Síðastliðið ár var besta ár í sögu bankans nokkurn tíma og það er áframhaldandi góður árangur. Menn geta ekki bæði unnið vinnuna sína og staðið í slagsmálum. Ég held að það liggi í augum uppi,“ segir Einar. Það verður þó ekki fram hjá því horft að eigendur Landsbankans hafa styrkt stöðu sína verulega innan Íslandsbanka. Spurður hvort komi til greina að sameina þessa tvo banka segir Einar það hæpið. „Þá myndi virkilega eiga sér stað blóðbað. En það er alveg ljóst að Björgólfsfeðgar hafa verið að styrkja stöðu sína,“ segir Einar. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra hefur áhyggjur af valdasamþjöppun í bankakerfinu. Hún segir það ekki góð tíðindi ef sömu aðilar eigi Íslandsbanka og Landsbanka, kannski með það í huga að sameina þá. Þegar rætt hafi verið um hugsanlega sameiningu tveggja banka fyrir nokkrum árum hafi svör samkeppnisyfirvalda verið þau að slíkt samræmdist ekki samkeppnislögum.
Innlent Viðskipti Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent