Burðarás keypti 4,11% af Steinunni 8. júní 2005 00:01 Burðarás keypti í dag 4,11% hlut Steinunnar Jónsdóttur í Íslandsbanka. Nafnvirði hlutanna var tæpar 540 milljónir króna en keypt var á genginu 13,6. Söluverðið er því tæpir 7,4 milljarðar króna. Kaupin breyta valdahlutföllum innan bankans verulega. Burðarás á 7,46% hlut í Íslandsbanka eftir viðskiptin í dag en Steinunn, eða eignarhaldsfélag hennar, Arkur ehf., var fyrir viðskiptin fjórði stærsti hluthafinn í bankanum. Fjárfestingarbankinn Straumur er enn langstærsti hluthafinn með rúmlega 21% hlut og Milestone ehf., eignarhaldsfélag Wernersbarna, á 7,88%. Burðarás er því orðinn þriðji stærsti hluthafinn með sín 7,46%. Samkvæmt öruggum heimildum fréttastofu náði Steinunn upphaflega samkomulagi við hóp tengdum Straumi um kaup á hlut sínum. Síðan ákvað hún að gefa fylkingu bankastjóra og stjórnarformanns einnig möguleika á kaupum á hlutnum. Báðum fylkingum var því gefinn frestur til klukkan hálfníu á mánudagsmorgun til að bjóða um átta milljarða í hlutinn en engin tilboð bárust. Eftir því sem fréttastofan kemst næst er hagnaður Steinunnar ríflega tveir og hálfur milljarður og hefur hún því grætt tæpar þrjú hundruð milljónir á mánuði frá því að hún keypti bréfin. Valdahlutföll í bankanum breytast verulega við kaupin í dag, Straumsfylkingunni í vil. Undanfarið hefur staðið yfir allt að því blóðug barátta á milli hennar og fylkingar stjórnarformanns bankans og forstjóra. Hlutur Straums og Burðaráss er nú um 28,9%. Leitt hefur verið líkum að því að kaupin gætu leitt til yfirtöku Landsbankans á Íslandsbanka en fyrirtæki í eigu Björgólfsfeðga eiga stóran hlut í Straumi. Friðrik Jóhannsson, forstjóri Burðaráss, harðneitar því hins vegar að nokkuð slíkt sé uppi á teningnum: kaupin tengist Straumi ekki á nokkurn hátt. Þá verði ekki boðið til hluthafafundar og yfirtaka sé alls ekki í burðarliðnum. Innlent Viðskipti Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Burðarás keypti í dag 4,11% hlut Steinunnar Jónsdóttur í Íslandsbanka. Nafnvirði hlutanna var tæpar 540 milljónir króna en keypt var á genginu 13,6. Söluverðið er því tæpir 7,4 milljarðar króna. Kaupin breyta valdahlutföllum innan bankans verulega. Burðarás á 7,46% hlut í Íslandsbanka eftir viðskiptin í dag en Steinunn, eða eignarhaldsfélag hennar, Arkur ehf., var fyrir viðskiptin fjórði stærsti hluthafinn í bankanum. Fjárfestingarbankinn Straumur er enn langstærsti hluthafinn með rúmlega 21% hlut og Milestone ehf., eignarhaldsfélag Wernersbarna, á 7,88%. Burðarás er því orðinn þriðji stærsti hluthafinn með sín 7,46%. Samkvæmt öruggum heimildum fréttastofu náði Steinunn upphaflega samkomulagi við hóp tengdum Straumi um kaup á hlut sínum. Síðan ákvað hún að gefa fylkingu bankastjóra og stjórnarformanns einnig möguleika á kaupum á hlutnum. Báðum fylkingum var því gefinn frestur til klukkan hálfníu á mánudagsmorgun til að bjóða um átta milljarða í hlutinn en engin tilboð bárust. Eftir því sem fréttastofan kemst næst er hagnaður Steinunnar ríflega tveir og hálfur milljarður og hefur hún því grætt tæpar þrjú hundruð milljónir á mánuði frá því að hún keypti bréfin. Valdahlutföll í bankanum breytast verulega við kaupin í dag, Straumsfylkingunni í vil. Undanfarið hefur staðið yfir allt að því blóðug barátta á milli hennar og fylkingar stjórnarformanns bankans og forstjóra. Hlutur Straums og Burðaráss er nú um 28,9%. Leitt hefur verið líkum að því að kaupin gætu leitt til yfirtöku Landsbankans á Íslandsbanka en fyrirtæki í eigu Björgólfsfeðga eiga stóran hlut í Straumi. Friðrik Jóhannsson, forstjóri Burðaráss, harðneitar því hins vegar að nokkuð slíkt sé uppi á teningnum: kaupin tengist Straumi ekki á nokkurn hátt. Þá verði ekki boðið til hluthafafundar og yfirtaka sé alls ekki í burðarliðnum.
Innlent Viðskipti Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira