Bankamenn óttast um störf sín 13. október 2005 19:18 Bankamenn hafa áhyggjur af starfsöryggi sínu ef Straumur nær yfirráðum í Íslandsbanka og ítök Landsbankans aukast. Viðskiptafræðingur við Háskóla Íslands segir Landsbankann reyna að ná yfirráðum í bankanum í gegnum Straum. Þar á bæ segja menn hins vegar ítök Landsbankans einungis grýlu sem núverandi meirihluti Íslandsbanka noti til að tryggja eigin hagsmuni. Eigendur Landsbankans eru áhrifamiklir i í Straumi og þótt ekki yrði að eiginlegri sameiningu bankanna tveggja telja margir að áhrifa Landsbanka komi til með að gæta mikið við stjórn Íslandsbanka, nái Straumur undirtökunum, og það dregið úr samkeppni. Bent er á að KB banki hafi orðið sterka stöðu í Spron og eigi auk þess óbeint stóran hlut í Sparisjóði Keflavíkur gegnum Keflavíkurverktaka. Minni samkeppni þýði hærri gjöld fyrir almenning, meðan stærri fyrirtæki geti leitað annað. Vilhjálmur Bjarnason, viðkiptafræðingur við Háskóla Íslands, segir Landsbanakann fyrst og fremst heilann á bak við þessi kaup og að með þeim verði samþjöppun á bankamarkaði. Straumur sé nefnilega framhandleggurinn á Landsbankanum og hann muni því stækka. Heimildarmaður innan Straums sem ekki vildi láta nafn síns getið sagði að Landsbankinn hefði aldrei skipt sér af Straumi og það stæði ekki til. Áhrif Landsbankans í Straumi væru eingöngu notuð sem grýla af núverandi meirihluta bankans til að verja hendur sínar og eigin hagsmuni. Helga Jónsdóttir, varaformaður Sambands íslenskra bankamanna, segist hafa miklar áhyggjur af því að störfum úti á landi fækki mikið og sumstaðar í Reykjavík, ef samþjöppun verður meiri. Útibúastarfsemi hafi dregist saman á undanförnum árum og Landsbankinn hafi lokað mörgum af afgreiðslustöðvum sínum. Á móti komi ný störf vegna nýrra verkefna og útrásar en bankamönnum hafi fjölgað aftur frá því sem var þegar hagræðingin stóð sem hæst. Forstjóri og stjórnarformaður Íslandsbanka og fimm aðrir stjórnendur gerðu í vikunni framvirkan samning við Jón Helga Guðmundsson um ríflega þriggja milljarða hlut í Íslandsbanka til að styrkja stöðu núverandi meirihluta. Heimildarmenn fréttastofu fullyrða að það hafi átt að fjármagna með láni frá bankanum, hver sem endanleg niðurstaða verði. Lánið hefur ekki verið borið undir bankaráð en það kemur saman 4. júlí, sama dag og greiðslan fyrir bréfin verður innt að hendi. Fyrirhuguð sala Steinunnar Jónsdóttur á rúmlega fjögurra prósenta hlut í bankanum gæti styrkt stöðu Straums, og fjárfesta sem eru hliðhollir þeim, verulega og breytt valdahlutföllum í bankanum. Innlent Viðskipti Mest lesið Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Viðskipti erlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Fleiri fréttir Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Sjá meira
Bankamenn hafa áhyggjur af starfsöryggi sínu ef Straumur nær yfirráðum í Íslandsbanka og ítök Landsbankans aukast. Viðskiptafræðingur við Háskóla Íslands segir Landsbankann reyna að ná yfirráðum í bankanum í gegnum Straum. Þar á bæ segja menn hins vegar ítök Landsbankans einungis grýlu sem núverandi meirihluti Íslandsbanka noti til að tryggja eigin hagsmuni. Eigendur Landsbankans eru áhrifamiklir i í Straumi og þótt ekki yrði að eiginlegri sameiningu bankanna tveggja telja margir að áhrifa Landsbanka komi til með að gæta mikið við stjórn Íslandsbanka, nái Straumur undirtökunum, og það dregið úr samkeppni. Bent er á að KB banki hafi orðið sterka stöðu í Spron og eigi auk þess óbeint stóran hlut í Sparisjóði Keflavíkur gegnum Keflavíkurverktaka. Minni samkeppni þýði hærri gjöld fyrir almenning, meðan stærri fyrirtæki geti leitað annað. Vilhjálmur Bjarnason, viðkiptafræðingur við Háskóla Íslands, segir Landsbanakann fyrst og fremst heilann á bak við þessi kaup og að með þeim verði samþjöppun á bankamarkaði. Straumur sé nefnilega framhandleggurinn á Landsbankanum og hann muni því stækka. Heimildarmaður innan Straums sem ekki vildi láta nafn síns getið sagði að Landsbankinn hefði aldrei skipt sér af Straumi og það stæði ekki til. Áhrif Landsbankans í Straumi væru eingöngu notuð sem grýla af núverandi meirihluta bankans til að verja hendur sínar og eigin hagsmuni. Helga Jónsdóttir, varaformaður Sambands íslenskra bankamanna, segist hafa miklar áhyggjur af því að störfum úti á landi fækki mikið og sumstaðar í Reykjavík, ef samþjöppun verður meiri. Útibúastarfsemi hafi dregist saman á undanförnum árum og Landsbankinn hafi lokað mörgum af afgreiðslustöðvum sínum. Á móti komi ný störf vegna nýrra verkefna og útrásar en bankamönnum hafi fjölgað aftur frá því sem var þegar hagræðingin stóð sem hæst. Forstjóri og stjórnarformaður Íslandsbanka og fimm aðrir stjórnendur gerðu í vikunni framvirkan samning við Jón Helga Guðmundsson um ríflega þriggja milljarða hlut í Íslandsbanka til að styrkja stöðu núverandi meirihluta. Heimildarmenn fréttastofu fullyrða að það hafi átt að fjármagna með láni frá bankanum, hver sem endanleg niðurstaða verði. Lánið hefur ekki verið borið undir bankaráð en það kemur saman 4. júlí, sama dag og greiðslan fyrir bréfin verður innt að hendi. Fyrirhuguð sala Steinunnar Jónsdóttur á rúmlega fjögurra prósenta hlut í bankanum gæti styrkt stöðu Straums, og fjárfesta sem eru hliðhollir þeim, verulega og breytt valdahlutföllum í bankanum.
Innlent Viðskipti Mest lesið Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Viðskipti erlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Fleiri fréttir Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Sjá meira