Átök í vændum um Íslandsbanka 1. júní 2005 00:01 Átök eru í vændum um yfirráð í Íslandsbanka og talið víst að Straumur búi sig undir lokaslaginn. Þetta er mat viðmælenda fréttastofunnar í ljósi hlutafjárkaupa æðstu yfirstjórnenda bankans í gær. Átök hafa verið innan Íslandsbanka um hríð og hefur armur tengdur Bjarna Ármannssyni forstjóra reynt að halda yfirráðum. Síðast í gær keyptu Bjarni og Einar Sveinsson stjórnarformaður, ásamt fimm framkvæmdastjórum bankans, hlut í bankanum fyrir 3,2 milljarða króna, en fyrir þá fjárhæð fékkst 1,8 prósent hlutafjárins í Íslandsbanka. Bjarni Ármannsson keypti fyrir ríflega 1300 milljónir og Einar Sveinsson fyrir ríflega 500 milljónir. Aðrir lykilstjórnendur keyptu fyrir um 226 milljónir hver. Greiningardeild KB banka benti í hálffimm fréttum sínum á að Þorgils Óttar Mathiesen, forstjóri Sjóvar, væri einnig í hópi kaupendanna og þótti það athyglisvert í ljósi þess að Sjóvá er nú aðeins í um þriðjungs eigu Íslandsbanka. Frank Öve Reite hjá Íslandsbanka í Noregi er annar kaupandi hlutafjár en hann var lengi vel einn nánasti samstarfsmaður norska auðmannsins Kjell Inge Rökke. Viðmælendur fréttastofunnar voru á því að kaupin væru til marks um að senn drægi til tíðinda í Íslandsbanka og töldu kaupin ýmist hluta af varnaraðgerðum Bjarna og núverandi stjórnenda, sem er næsta víst að héldu ekki vinnunni yrðu breytingar á meirihlutanum, eða að Bjarni og félagar teldu sig nú þegar hafa tapað og hefðu keypt í vissu um að gengið hækkaði þegar átökin hæfust. Þá gætu þeir haft eitthvað upp úr krafsinu. Íslandsbanki veitir lán fyrir kaupunum og því eru þau nokkuð áhættusöm þar sem gengi getur bæði hækkað og lækkað. Einn viðmælendi fréttastofunnar nefndi þann möguleika að Straumur lýsti því yfir að hafa misst áhugann. Þá gæti gengið lækkað og stjórnendur Íslandsbanka staðið illa að vígi með hlutabréf sem keypt voru á gengi sem talið er óraunhæft. Viðmælendur fréttastofunnar voru sammála um að Straumur, fjárfestingafélag sem Björgólfsfeðgarnir eiga stóran hlut í, sé í þeirri stöðu að geta ekki snúið aftur og muni því innan skamms hefja lokaslaginn um yfirráðin yfir Íslandsbanka, með það að markmiði að sameina hann Landsbankanum. Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, er í fríi en sagði í samtali við fréttastofuna að hann og aðrir meðfjárfestar litu á Íslandsbanka sem áhugaverða langtímafjárfestingu. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Átök eru í vændum um yfirráð í Íslandsbanka og talið víst að Straumur búi sig undir lokaslaginn. Þetta er mat viðmælenda fréttastofunnar í ljósi hlutafjárkaupa æðstu yfirstjórnenda bankans í gær. Átök hafa verið innan Íslandsbanka um hríð og hefur armur tengdur Bjarna Ármannssyni forstjóra reynt að halda yfirráðum. Síðast í gær keyptu Bjarni og Einar Sveinsson stjórnarformaður, ásamt fimm framkvæmdastjórum bankans, hlut í bankanum fyrir 3,2 milljarða króna, en fyrir þá fjárhæð fékkst 1,8 prósent hlutafjárins í Íslandsbanka. Bjarni Ármannsson keypti fyrir ríflega 1300 milljónir og Einar Sveinsson fyrir ríflega 500 milljónir. Aðrir lykilstjórnendur keyptu fyrir um 226 milljónir hver. Greiningardeild KB banka benti í hálffimm fréttum sínum á að Þorgils Óttar Mathiesen, forstjóri Sjóvar, væri einnig í hópi kaupendanna og þótti það athyglisvert í ljósi þess að Sjóvá er nú aðeins í um þriðjungs eigu Íslandsbanka. Frank Öve Reite hjá Íslandsbanka í Noregi er annar kaupandi hlutafjár en hann var lengi vel einn nánasti samstarfsmaður norska auðmannsins Kjell Inge Rökke. Viðmælendur fréttastofunnar voru á því að kaupin væru til marks um að senn drægi til tíðinda í Íslandsbanka og töldu kaupin ýmist hluta af varnaraðgerðum Bjarna og núverandi stjórnenda, sem er næsta víst að héldu ekki vinnunni yrðu breytingar á meirihlutanum, eða að Bjarni og félagar teldu sig nú þegar hafa tapað og hefðu keypt í vissu um að gengið hækkaði þegar átökin hæfust. Þá gætu þeir haft eitthvað upp úr krafsinu. Íslandsbanki veitir lán fyrir kaupunum og því eru þau nokkuð áhættusöm þar sem gengi getur bæði hækkað og lækkað. Einn viðmælendi fréttastofunnar nefndi þann möguleika að Straumur lýsti því yfir að hafa misst áhugann. Þá gæti gengið lækkað og stjórnendur Íslandsbanka staðið illa að vígi með hlutabréf sem keypt voru á gengi sem talið er óraunhæft. Viðmælendur fréttastofunnar voru sammála um að Straumur, fjárfestingafélag sem Björgólfsfeðgarnir eiga stóran hlut í, sé í þeirri stöðu að geta ekki snúið aftur og muni því innan skamms hefja lokaslaginn um yfirráðin yfir Íslandsbanka, með það að markmiði að sameina hann Landsbankanum. Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, er í fríi en sagði í samtali við fréttastofuna að hann og aðrir meðfjárfestar litu á Íslandsbanka sem áhugaverða langtímafjárfestingu.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira