Fer vel af stað 31. maí 2005 00:01 Íslenski fótboltinn er farinn af stað þetta árið og eins og vanalega eru viðbrigðin talsverð fyrir hinn almenna boltafíkil sem hefur verið límdur fyrir framan skjáinn nánast hverja einustu helgi í vetur. Maður er búinn að dvelja mikið í sófanum og fylgjast grannt með bestu knattspyrnumönnum heims undanfarna mánuði, svo skyndilega fer maður að mæta á leiki í kulda og roki á völlum þar sem áhorfendur (oft fáir) virðast halda að þeir séu staddir í leikhúsi. Það er samt alltaf viss sjarmi yfir íslenska fótboltanum og skemmtilegt andrúmsloft sem skapast þennan stutta tíma á ári sem fótboltamenn landsins hópast á grasvellina og sparka eins og þeir eigi lífið að leysa. Svona gengur þetta fyrir sig ár eftir ár, það eru alltaf svipað mikil viðbrigði að skipta frá Meistaradeildinni og stærstu deildum Evrópu yfir í íslenska fótboltann. Maður hélt að þetta myndi aldrei venjast. Þetta árið virðist þó farið að birta ansi mikið til og viðbrigðin eru ekki nærri því jafn mikil og oft áður. Íslandsmótið í fyrra olli mörgum manninum miklum vonbrigðum, varnarleikurinn var oft í hávegum hafður og lið voru ekkert mikið fyrir að spila fótbolta. Að þessu sinni fer mótið þó bara mjög vel af stað og mun fleiri mörk líta dagsins ljós. Liðin koma vel undan vetri, leikirnir eru opnari og skemmtilegri, nýjar "stjörnur" hafa fæðst og liðin virðast njóta þess til hins ítrasta að spila fótbolta... flest þeirra að minnsta kosti. Flæði erlendra leikmanna hefur sett sinn svip á Íslandsmótið en deila má um hvort það er af hinu góða eða slæma. Ef réttu leikmennirnir fást setja þeir mjög skemmtilegan lit á mótið en ljóst er að sum lið þurfa að líta í eigin barm og vanda valið þegar kemur að þessum málum. Þessir erlendu leikmenn verða að vera betri en þeir leikmenn sem fyrir eru en ekki hindra það að ungir íslenskir leikmenn geti sýnt sig og sannað. Borgvardt og Nielsen hjá FH hafa verið meðal allra bestu leikmanna Íslandsmótsins síðustu ár og eru önnur lið í örvæntingarfullri tilraun til að fá sama happdrættisvinning og Fimleikafélagið fékk. Eftir fyrstu umferðir mótsins eru nokkrir erlendir leikmenn sem standa upp úr, þriðji Daninn hjá FH er feikilega öflugur leikmaður með frábærar spyrnur og Framarar virðast hafa náð í góða útlendinga svo einhverjir séu nefndir. Á móti er hægt að nefna fjölda leikmanna sem virðast lítið geta til að bæta þau lið sem þeir eru hjá. Til að mynda var Þróttur með tvo erlenda leikmenn á varamannabekk sínum í síðasta leik meðan allir byrjunarliðsmennirnir voru íslenskir. Mótið er stutt, aðeins átján leikir. Lítið má út af bregða til að lenda í ógöngum og virðast íslenskir þjálfarar ekki þora að tefla fram ungum leikmönnum með litla sem enga reynslu af meistaraflokki. Á þessu eru þó til undantekningar og hafa ungir leikmenn látið til sín taka í byrjun móts. Gunnar Kristjánsson hjá KR skapar mikla hættu með hraða sínum og hefur heillað marga stuðningsmenn liðsins, Heiðar Geir Júlíusson hefur átt góðar innkomur hjá Fram með baráttuvilja og hraða og þá hefur Ragnar Sigurðsson, leikmaður Fylkis, varla stigið feilspor það sem af er móti svo einhverjir séu nefndir. Já, það er gaman, eftir vonbrigðin síðasta sumar er íslenski boltinn risinn aftur upp af krafti og fullt af ljósum punktum. Ekkert markalaust jafntefli hefur enn litið dagsins ljós þegar þessi orð eru skrifuð og skulum við bara vona að þetta haldi áfram á þessari braut. Það eina sem gæti skemmt eitthvað gamanið væri það ef spennan um dolluna góðu yrði einfaldlega ekki til staðar. Eins og þetta fer af stað þá óttast ég það... eða ég er eiginlega viss um það! FH-ingar bera höfuð og herðar yfir önnur lið og eru líklegir til að rúlla þessu upp, hafa feikilega sterkan leikmannahóp og spila oft á tíðum glimrandi bolta. Þó þeir stingi líklegast af á maður bara að njóta þess að horfa á skemmtilegan sóknarfótbolta hér á landi meðan hann er til staðar. Ég vonast eftir að þetta haldi áfram á sömu braut, við munum eiga von á enn fleiri mörkum og toppknattspyrnusumar er nýfarið af stað. Elvar Geir Magnússon -elvar@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íslenski fótboltinn er farinn af stað þetta árið og eins og vanalega eru viðbrigðin talsverð fyrir hinn almenna boltafíkil sem hefur verið límdur fyrir framan skjáinn nánast hverja einustu helgi í vetur. Maður er búinn að dvelja mikið í sófanum og fylgjast grannt með bestu knattspyrnumönnum heims undanfarna mánuði, svo skyndilega fer maður að mæta á leiki í kulda og roki á völlum þar sem áhorfendur (oft fáir) virðast halda að þeir séu staddir í leikhúsi. Það er samt alltaf viss sjarmi yfir íslenska fótboltanum og skemmtilegt andrúmsloft sem skapast þennan stutta tíma á ári sem fótboltamenn landsins hópast á grasvellina og sparka eins og þeir eigi lífið að leysa. Svona gengur þetta fyrir sig ár eftir ár, það eru alltaf svipað mikil viðbrigði að skipta frá Meistaradeildinni og stærstu deildum Evrópu yfir í íslenska fótboltann. Maður hélt að þetta myndi aldrei venjast. Þetta árið virðist þó farið að birta ansi mikið til og viðbrigðin eru ekki nærri því jafn mikil og oft áður. Íslandsmótið í fyrra olli mörgum manninum miklum vonbrigðum, varnarleikurinn var oft í hávegum hafður og lið voru ekkert mikið fyrir að spila fótbolta. Að þessu sinni fer mótið þó bara mjög vel af stað og mun fleiri mörk líta dagsins ljós. Liðin koma vel undan vetri, leikirnir eru opnari og skemmtilegri, nýjar "stjörnur" hafa fæðst og liðin virðast njóta þess til hins ítrasta að spila fótbolta... flest þeirra að minnsta kosti. Flæði erlendra leikmanna hefur sett sinn svip á Íslandsmótið en deila má um hvort það er af hinu góða eða slæma. Ef réttu leikmennirnir fást setja þeir mjög skemmtilegan lit á mótið en ljóst er að sum lið þurfa að líta í eigin barm og vanda valið þegar kemur að þessum málum. Þessir erlendu leikmenn verða að vera betri en þeir leikmenn sem fyrir eru en ekki hindra það að ungir íslenskir leikmenn geti sýnt sig og sannað. Borgvardt og Nielsen hjá FH hafa verið meðal allra bestu leikmanna Íslandsmótsins síðustu ár og eru önnur lið í örvæntingarfullri tilraun til að fá sama happdrættisvinning og Fimleikafélagið fékk. Eftir fyrstu umferðir mótsins eru nokkrir erlendir leikmenn sem standa upp úr, þriðji Daninn hjá FH er feikilega öflugur leikmaður með frábærar spyrnur og Framarar virðast hafa náð í góða útlendinga svo einhverjir séu nefndir. Á móti er hægt að nefna fjölda leikmanna sem virðast lítið geta til að bæta þau lið sem þeir eru hjá. Til að mynda var Þróttur með tvo erlenda leikmenn á varamannabekk sínum í síðasta leik meðan allir byrjunarliðsmennirnir voru íslenskir. Mótið er stutt, aðeins átján leikir. Lítið má út af bregða til að lenda í ógöngum og virðast íslenskir þjálfarar ekki þora að tefla fram ungum leikmönnum með litla sem enga reynslu af meistaraflokki. Á þessu eru þó til undantekningar og hafa ungir leikmenn látið til sín taka í byrjun móts. Gunnar Kristjánsson hjá KR skapar mikla hættu með hraða sínum og hefur heillað marga stuðningsmenn liðsins, Heiðar Geir Júlíusson hefur átt góðar innkomur hjá Fram með baráttuvilja og hraða og þá hefur Ragnar Sigurðsson, leikmaður Fylkis, varla stigið feilspor það sem af er móti svo einhverjir séu nefndir. Já, það er gaman, eftir vonbrigðin síðasta sumar er íslenski boltinn risinn aftur upp af krafti og fullt af ljósum punktum. Ekkert markalaust jafntefli hefur enn litið dagsins ljós þegar þessi orð eru skrifuð og skulum við bara vona að þetta haldi áfram á þessari braut. Það eina sem gæti skemmt eitthvað gamanið væri það ef spennan um dolluna góðu yrði einfaldlega ekki til staðar. Eins og þetta fer af stað þá óttast ég það... eða ég er eiginlega viss um það! FH-ingar bera höfuð og herðar yfir önnur lið og eru líklegir til að rúlla þessu upp, hafa feikilega sterkan leikmannahóp og spila oft á tíðum glimrandi bolta. Þó þeir stingi líklegast af á maður bara að njóta þess að horfa á skemmtilegan sóknarfótbolta hér á landi meðan hann er til staðar. Ég vonast eftir að þetta haldi áfram á sömu braut, við munum eiga von á enn fleiri mörkum og toppknattspyrnusumar er nýfarið af stað. Elvar Geir Magnússon -elvar@frettabladid.is
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar