Kærum Kers og Olís vísað frá 27. maí 2005 00:01 Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur vísað frá kærum Kers og Olís vegna þeirrar ákvörðunar Samkeppnisstofnunar að veita Landssambandi íslenskra útvegsmanna aðgang að upplýsingum tengdum samráði olíufélaganna sem áður höfðu verið felldar úr úrskurði samkeppnisráðs vegna trúnaðar. Fosvarsmenn Kers og Olís bentu m.a. á að Samkeppnisstofnun skorti vald til að taka ákvörðun um hvort verða ætti við beiðni LÍÚ og því hefði landssambandið frekar átt að snúa sér beint til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með beiðni sína. Auk þess hefðu samkeppnisyfirvöld sjálf tekið þá ákvörðun að fella út upplýsingar vegna trúnaðar. Áfrýjunarnefndin segir m.a. að beiðni LÍÚ hafi einkum verið byggð á upplýsingalögum og sömuleiðis ákvörðun Samkeppnisstofnunar. Samkvæmt þeim lögum sé heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir sérstaka úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn. Þar sé hins vegar ekki minnst á kæruheimild þess sem kann að eiga andstæða hagsmuni ef stjórnvald heimilar aðgang að upplýsingum. Í því tilviki gildi því almennar reglur um stjórnsýslukærur og stjórnsýslukæra fresti ekki réttaráhrifum upphaflegrar ákvörðunar. Enn fremur segir í úrskurði áfrýjundarnefndar að samkvæmt samkeppnislögum skuli ákvarðanir samkeppnisyfirvalda sæta kærum til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Áfrýjunarnefndin telji ljóst að synjun samkeppnisyfirvalda um aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum yrði ekki borin undir nefndina heldur undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Í því verði einnig talið felast að ákvörðun um að veita aðgang að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum fari eftir þeim lögum og stjórnsýslulögum ef því er að skipta. Þá segir í úrskurðinum að ekki verði séð að samkeppnisleg rök leiði til þess að ólík málsmeðferð skuli gilda um aðgang almennings að upplýsingum í samkeppnismálum fremur en í öðrum málum sem upplýsingalög taki til. Því eigi grein samkeppnislaga um málskot til áfrýjunarnefndar ekki við hér og málinu því vísað frá henni. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Sjá meira
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur vísað frá kærum Kers og Olís vegna þeirrar ákvörðunar Samkeppnisstofnunar að veita Landssambandi íslenskra útvegsmanna aðgang að upplýsingum tengdum samráði olíufélaganna sem áður höfðu verið felldar úr úrskurði samkeppnisráðs vegna trúnaðar. Fosvarsmenn Kers og Olís bentu m.a. á að Samkeppnisstofnun skorti vald til að taka ákvörðun um hvort verða ætti við beiðni LÍÚ og því hefði landssambandið frekar átt að snúa sér beint til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með beiðni sína. Auk þess hefðu samkeppnisyfirvöld sjálf tekið þá ákvörðun að fella út upplýsingar vegna trúnaðar. Áfrýjunarnefndin segir m.a. að beiðni LÍÚ hafi einkum verið byggð á upplýsingalögum og sömuleiðis ákvörðun Samkeppnisstofnunar. Samkvæmt þeim lögum sé heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir sérstaka úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn. Þar sé hins vegar ekki minnst á kæruheimild þess sem kann að eiga andstæða hagsmuni ef stjórnvald heimilar aðgang að upplýsingum. Í því tilviki gildi því almennar reglur um stjórnsýslukærur og stjórnsýslukæra fresti ekki réttaráhrifum upphaflegrar ákvörðunar. Enn fremur segir í úrskurði áfrýjundarnefndar að samkvæmt samkeppnislögum skuli ákvarðanir samkeppnisyfirvalda sæta kærum til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Áfrýjunarnefndin telji ljóst að synjun samkeppnisyfirvalda um aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum yrði ekki borin undir nefndina heldur undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Í því verði einnig talið felast að ákvörðun um að veita aðgang að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum fari eftir þeim lögum og stjórnsýslulögum ef því er að skipta. Þá segir í úrskurðinum að ekki verði séð að samkeppnisleg rök leiði til þess að ólík málsmeðferð skuli gilda um aðgang almennings að upplýsingum í samkeppnismálum fremur en í öðrum málum sem upplýsingalög taki til. Því eigi grein samkeppnislaga um málskot til áfrýjunarnefndar ekki við hér og málinu því vísað frá henni.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent