Hugsanlega engin niðursveifla 24. maí 2005 00:01 Niðursveiflan sem spáð hafði verið í efnahagslífinu kemur alls ekki eða seinkar að minnsta kosti um nokkur ár. Þetta telur fjármálaráðherra að gæti gerst í ljósi mikils áhuga á frekari stóriðjuframkvæmdum. Íslenska krónan hafði verið að veikjast um nokkra vikna skeið þar til fregnir bárust af áhuga erlendra fyrirtækja á enn frekari álversuppbyggingu. Þær fregnir sneru þróuninni við og krónan hefur nú á rúmri viku styrkst um fjögur prósent. Greiningardeild Íslandsbanka rekur gengishækkunina beint til væntinga um frekari stórðiðjuframkvæmdir sem myndu hafa umtalsverð áhrif á þróun efnahagsmála hér á landi á næstu árum. Hagvaxtarskeiðið haldi áfram en efnahagssérfræðingar hafa almennt gert ráð fyrir niðursveiflu þegar stóriðjuframkvæmdum lýkur á Austurlandi. Aðspurður hvort einhver niðursveifla verði segir Geir H. Haarde fjármálaráðherra að ólíklegt sé að svo verði. Rætt sé um heilmiklar framkvæmdir sem taki við af núverandi fjárfestingum fyrir austan og vonandi rætist eitthvað af því þannig að Íslendingar sjái fram á það að hin svokallaða niðursveifla eða samdráttarskeið annaðhvort komi ekki eða seinki um þónokkur ár. Það teldi hann ánægjuefni og það sé vissulega keppikefli ríkisstjórnarinnar. Raunar er efnahagsuppsveiflan á Íslandi farin að vekja verulega athygli á alþjóðavettvangi og má nefna sem dæmi heilsíðugrein í Newsweek þar sem Íslandi er lýst sem nýjasta tígrisdýri Evrópu. Geir segir að markmið ríkisstjórnarinnar sé að halda uppi hagvexti hér á landi með framkvæmdum og fjárfestingum sem skili svo arði í þjóðarbúið og bæti kaupmáttinn og lífskjörin í landinu. Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, hefur enn lýst áhyggjum af því að íslenskt efnahagslíf sé að ofhitna. Fjármálaráðherra segir þetta engin ný tíðindi og telur ekki ástæðu til að óttast. Verðbólgan sé nú 2,9 prósent, atvinnuleysi sé lítið og bullandi kaupmáttaraukning hafi verið í meira en tíu ár. Hann telji það nokkuð góðan árangur en gæta verði þess að mál fari ekki úr böndunum. Svo þurfi að tryggja að þetta haldi áfram. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Niðursveiflan sem spáð hafði verið í efnahagslífinu kemur alls ekki eða seinkar að minnsta kosti um nokkur ár. Þetta telur fjármálaráðherra að gæti gerst í ljósi mikils áhuga á frekari stóriðjuframkvæmdum. Íslenska krónan hafði verið að veikjast um nokkra vikna skeið þar til fregnir bárust af áhuga erlendra fyrirtækja á enn frekari álversuppbyggingu. Þær fregnir sneru þróuninni við og krónan hefur nú á rúmri viku styrkst um fjögur prósent. Greiningardeild Íslandsbanka rekur gengishækkunina beint til væntinga um frekari stórðiðjuframkvæmdir sem myndu hafa umtalsverð áhrif á þróun efnahagsmála hér á landi á næstu árum. Hagvaxtarskeiðið haldi áfram en efnahagssérfræðingar hafa almennt gert ráð fyrir niðursveiflu þegar stóriðjuframkvæmdum lýkur á Austurlandi. Aðspurður hvort einhver niðursveifla verði segir Geir H. Haarde fjármálaráðherra að ólíklegt sé að svo verði. Rætt sé um heilmiklar framkvæmdir sem taki við af núverandi fjárfestingum fyrir austan og vonandi rætist eitthvað af því þannig að Íslendingar sjái fram á það að hin svokallaða niðursveifla eða samdráttarskeið annaðhvort komi ekki eða seinki um þónokkur ár. Það teldi hann ánægjuefni og það sé vissulega keppikefli ríkisstjórnarinnar. Raunar er efnahagsuppsveiflan á Íslandi farin að vekja verulega athygli á alþjóðavettvangi og má nefna sem dæmi heilsíðugrein í Newsweek þar sem Íslandi er lýst sem nýjasta tígrisdýri Evrópu. Geir segir að markmið ríkisstjórnarinnar sé að halda uppi hagvexti hér á landi með framkvæmdum og fjárfestingum sem skili svo arði í þjóðarbúið og bæti kaupmáttinn og lífskjörin í landinu. Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, hefur enn lýst áhyggjum af því að íslenskt efnahagslíf sé að ofhitna. Fjármálaráðherra segir þetta engin ný tíðindi og telur ekki ástæðu til að óttast. Verðbólgan sé nú 2,9 prósent, atvinnuleysi sé lítið og bullandi kaupmáttaraukning hafi verið í meira en tíu ár. Hann telji það nokkuð góðan árangur en gæta verði þess að mál fari ekki úr böndunum. Svo þurfi að tryggja að þetta haldi áfram.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira