Tekst að berja í brestina? 24. maí 2005 00:01 Miklar vangaveltur eru nú uppi um framtíð R-lista samstarfsins í Reykjavík. Flokkarnir þrír sem að samstarfinu standa ásamt óháðum; Samfylkingin, Vinstri grænir og Framsóknarflokkurinn, hafa stjórnað borginni síðan vorið 1994 og ljúka sínu þriðja kjörtímabili næsta vor. Óhætt er að segja að R-lista samstarfið hafi marga fjöruna sopið undanfarin tólf ár og margt hefur breyst á þessum tíma. Ýmislegt bendir þó til þess að óvissan um framtíð listans hafi aldrei verið meiri en nú. Mesta breytingin sem listinn stendur frammi fyrir er skorturinn á afgerandi leiðtoga. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur farið fyrir R-listanum í þrennum undanförnum kosningum. Nú er hún orðinn formaður Samfylkingarinnar og algjör óvissa um hver verði leiðtogi hugsanlegs R-lista framboðs. Alls ekki er víst að það verði núverandi borgarstjóri Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Ingibjörg leiddi listann sem fulltrúi óháðra og það kallar á alls kyns flækjur að oddviti eins flokksins verði leiðtogi listans í kosningabaráttu. Þá er staða óháðra í mikilli óvissu og allt eins líklegt að ekki verði tekin frá sérstök sæti fyrir þá á hugsanlegum lista. Þar með losna tvö sæti sem reikna má með að Samfylkingin geri tilkall til. Reyndar hafa Vistri grænir velt þeiri hugmynd upp að fari svo að oddviti eins flokksins leiði listann fái viðkomandi flokkur tvö sæti á listanum en hinir flokkarnir þrjá. Litlar líkur er þó á því að fulltrúar Samfylkingarinnar gangist inn á þetta. Viðræður um framtíð samstarfsins hafa staðið milli flokkanna undanfarnar vikur en niðurstaða hefur ekki fengist enn. Miðað við að viðræðunefndin gaf sér upphaflega tíma fram til næstu mánaðamóta til að ganga frá málum, má gera því skóna að erfiðar gangi að ná saman en oft áður. Eftir því sem næst verður komist hefur ekki komið upp neinn verulegur málefnaágreiningur í viðræðum flokkanna fram til þessa. Hins vegar eru menn ekki á eitt sáttir um hvaða leið skal fara til að stilla upp sameiginlegum lista. Samfylkingin vill fara prófkjörsleið og vill Stefán Jón Hafstein forseti borgarstjórnar hafa það sem opnast til að hinn almenni óflokksbundni borgari geti haft eitthvað um það að segja hverjir veljist á listann. Hinir flokkarnir útiloka ekki prófkjörsleið en svo er að heyra að þeir hafi meiri áhuga á lokuðu prófkjöri. Þó er því hvíslað að Alfreð Þorsteinssyni oddvita Framsóknarmanna hugnist ekkert sérlega að fara í prófkjör yfirleitt því hann sætir vaxandi gagnrýni innan flokksins í Reykjavík og líklegt að andstæðingar hans muni leggja sig alla fram um að fella hann. Spurningin er hversu fast Samfylkingarmenn ætla að standa á prófkjörskröfunni eða hvort þeir eru tilbúnir til að gefa eftir. Staða þeirra til að gera kröfur er óneitanlega sterk eftir góðan sigur í Reykjavík í síðustu kosningum. Ýmsir innan flokksins telja reyndar tímabært að láta reyna á fylgið í borginni og láta það svo ráðast hvort litlu flokkarnir verði reiðubúnir til samstarfs eftir kosningar. Sigurður Þór Salvarsson -ssal@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Sigurður Þór Salvarsson Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Miklar vangaveltur eru nú uppi um framtíð R-lista samstarfsins í Reykjavík. Flokkarnir þrír sem að samstarfinu standa ásamt óháðum; Samfylkingin, Vinstri grænir og Framsóknarflokkurinn, hafa stjórnað borginni síðan vorið 1994 og ljúka sínu þriðja kjörtímabili næsta vor. Óhætt er að segja að R-lista samstarfið hafi marga fjöruna sopið undanfarin tólf ár og margt hefur breyst á þessum tíma. Ýmislegt bendir þó til þess að óvissan um framtíð listans hafi aldrei verið meiri en nú. Mesta breytingin sem listinn stendur frammi fyrir er skorturinn á afgerandi leiðtoga. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur farið fyrir R-listanum í þrennum undanförnum kosningum. Nú er hún orðinn formaður Samfylkingarinnar og algjör óvissa um hver verði leiðtogi hugsanlegs R-lista framboðs. Alls ekki er víst að það verði núverandi borgarstjóri Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Ingibjörg leiddi listann sem fulltrúi óháðra og það kallar á alls kyns flækjur að oddviti eins flokksins verði leiðtogi listans í kosningabaráttu. Þá er staða óháðra í mikilli óvissu og allt eins líklegt að ekki verði tekin frá sérstök sæti fyrir þá á hugsanlegum lista. Þar með losna tvö sæti sem reikna má með að Samfylkingin geri tilkall til. Reyndar hafa Vistri grænir velt þeiri hugmynd upp að fari svo að oddviti eins flokksins leiði listann fái viðkomandi flokkur tvö sæti á listanum en hinir flokkarnir þrjá. Litlar líkur er þó á því að fulltrúar Samfylkingarinnar gangist inn á þetta. Viðræður um framtíð samstarfsins hafa staðið milli flokkanna undanfarnar vikur en niðurstaða hefur ekki fengist enn. Miðað við að viðræðunefndin gaf sér upphaflega tíma fram til næstu mánaðamóta til að ganga frá málum, má gera því skóna að erfiðar gangi að ná saman en oft áður. Eftir því sem næst verður komist hefur ekki komið upp neinn verulegur málefnaágreiningur í viðræðum flokkanna fram til þessa. Hins vegar eru menn ekki á eitt sáttir um hvaða leið skal fara til að stilla upp sameiginlegum lista. Samfylkingin vill fara prófkjörsleið og vill Stefán Jón Hafstein forseti borgarstjórnar hafa það sem opnast til að hinn almenni óflokksbundni borgari geti haft eitthvað um það að segja hverjir veljist á listann. Hinir flokkarnir útiloka ekki prófkjörsleið en svo er að heyra að þeir hafi meiri áhuga á lokuðu prófkjöri. Þó er því hvíslað að Alfreð Þorsteinssyni oddvita Framsóknarmanna hugnist ekkert sérlega að fara í prófkjör yfirleitt því hann sætir vaxandi gagnrýni innan flokksins í Reykjavík og líklegt að andstæðingar hans muni leggja sig alla fram um að fella hann. Spurningin er hversu fast Samfylkingarmenn ætla að standa á prófkjörskröfunni eða hvort þeir eru tilbúnir til að gefa eftir. Staða þeirra til að gera kröfur er óneitanlega sterk eftir góðan sigur í Reykjavík í síðustu kosningum. Ýmsir innan flokksins telja reyndar tímabært að láta reyna á fylgið í borginni og láta það svo ráðast hvort litlu flokkarnir verði reiðubúnir til samstarfs eftir kosningar. Sigurður Þór Salvarsson -ssal@frettabladid.is
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar