Kaaberhúsið er skemmtilegt hús 24. maí 2005 00:01 "Þetta hús hefur aldrei áður verið notað fyrir sýningar. Hér var áður kaffibrennsla en húsið hefur staðið lengi autt og er í hálfgerðri niðurníðslu sem er synd því að þetta er ákaflega fallegt hús," segir Matthías sem fer iðulega ótroðnar slóðir þegar hann sýnir listaverkin sín. "Ég vinn þannig að ég reyni að finna óhefðbundna staði til að sýna á. Hef til dæmis sýnt í fatabúðum, leikhúsum og skólum. Sýningarnar eru þá þess eðlis að þær eru ekki auglýstar neitt sérstaklega. Fólki er komið skemmtilega á óvart því það fer kannski í leikhús eða í verslunarmiðstöð og sér þá sýningu í leiðinni." Matthías er mjög ánægður með húsið og segir það henta vel undir sýningar. "Þetta er skemmtilegt hús og hér þurfti ekki að breyta miklu. Ég þurfti að laga til og þrífa en annars hentaði húsið fullkomlega. Það þarf til að mynda varla lýsingu hér inni því gluggarnir eru svo stórir og fallegir." Matthías hefur mikinn áhuga á gömlum byggingum og lítur á þau sem listaverk og menningararf sem eigi að fylgja næstu kynslóð. "Gamall arkitektúr þarf allt of oft að víkja og við erum of fljót að rífa gömul hús til að byggja ný. Þetta er pólitískt vandamál og allt of algengt hér á landi. Þetta er eins og að brenna gamlar bækur eða fara inn á listasafn og mála yfir gömlu myndirnar þar því litirnir þeirra passa ekki lengur. Þess vegna sæki ég eftir því að fá að sýna á svona stöðum og stundum getur slíkt vakið fólk til umhugsunar og orðið til þess að húsið öðlist nýtt líf í stað þess að verða rifið," segir Matthías sem bjargaði meðal annars gamalli eldspýtnaverksmiðju í Svíþjóð sem átti að rífa en er nú notuð sem sýningarrými. Sýningin gekk vel og Matthías efast ekki um að húsið hafi haft eitthvað með það að segja. "Hér er allt önnur stemmning en á hefðbundnum söfnum eða galleríum og gestirnir voru ánægðir með það. Margir sem komu á sýninguna voru vegfarendur sem áttu leið hjá og vildu fá að skoða þetta fallega hús sem hefur staðið autt svo lengi. Margir þeirra vildu sjá einhverja starfsemi í húsinu og ég vona að því verði fundið nýtt hlutverk. Þannig má segja að húsið hafi hjálpað mér og ég reyni að hjálpa húsinu." Hús og heimili Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Sjá meira
"Þetta hús hefur aldrei áður verið notað fyrir sýningar. Hér var áður kaffibrennsla en húsið hefur staðið lengi autt og er í hálfgerðri niðurníðslu sem er synd því að þetta er ákaflega fallegt hús," segir Matthías sem fer iðulega ótroðnar slóðir þegar hann sýnir listaverkin sín. "Ég vinn þannig að ég reyni að finna óhefðbundna staði til að sýna á. Hef til dæmis sýnt í fatabúðum, leikhúsum og skólum. Sýningarnar eru þá þess eðlis að þær eru ekki auglýstar neitt sérstaklega. Fólki er komið skemmtilega á óvart því það fer kannski í leikhús eða í verslunarmiðstöð og sér þá sýningu í leiðinni." Matthías er mjög ánægður með húsið og segir það henta vel undir sýningar. "Þetta er skemmtilegt hús og hér þurfti ekki að breyta miklu. Ég þurfti að laga til og þrífa en annars hentaði húsið fullkomlega. Það þarf til að mynda varla lýsingu hér inni því gluggarnir eru svo stórir og fallegir." Matthías hefur mikinn áhuga á gömlum byggingum og lítur á þau sem listaverk og menningararf sem eigi að fylgja næstu kynslóð. "Gamall arkitektúr þarf allt of oft að víkja og við erum of fljót að rífa gömul hús til að byggja ný. Þetta er pólitískt vandamál og allt of algengt hér á landi. Þetta er eins og að brenna gamlar bækur eða fara inn á listasafn og mála yfir gömlu myndirnar þar því litirnir þeirra passa ekki lengur. Þess vegna sæki ég eftir því að fá að sýna á svona stöðum og stundum getur slíkt vakið fólk til umhugsunar og orðið til þess að húsið öðlist nýtt líf í stað þess að verða rifið," segir Matthías sem bjargaði meðal annars gamalli eldspýtnaverksmiðju í Svíþjóð sem átti að rífa en er nú notuð sem sýningarrými. Sýningin gekk vel og Matthías efast ekki um að húsið hafi haft eitthvað með það að segja. "Hér er allt önnur stemmning en á hefðbundnum söfnum eða galleríum og gestirnir voru ánægðir með það. Margir sem komu á sýninguna voru vegfarendur sem áttu leið hjá og vildu fá að skoða þetta fallega hús sem hefur staðið autt svo lengi. Margir þeirra vildu sjá einhverja starfsemi í húsinu og ég vona að því verði fundið nýtt hlutverk. Þannig má segja að húsið hafi hjálpað mér og ég reyni að hjálpa húsinu."
Hús og heimili Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Sjá meira