Kaaberhúsið er skemmtilegt hús 24. maí 2005 00:01 "Þetta hús hefur aldrei áður verið notað fyrir sýningar. Hér var áður kaffibrennsla en húsið hefur staðið lengi autt og er í hálfgerðri niðurníðslu sem er synd því að þetta er ákaflega fallegt hús," segir Matthías sem fer iðulega ótroðnar slóðir þegar hann sýnir listaverkin sín. "Ég vinn þannig að ég reyni að finna óhefðbundna staði til að sýna á. Hef til dæmis sýnt í fatabúðum, leikhúsum og skólum. Sýningarnar eru þá þess eðlis að þær eru ekki auglýstar neitt sérstaklega. Fólki er komið skemmtilega á óvart því það fer kannski í leikhús eða í verslunarmiðstöð og sér þá sýningu í leiðinni." Matthías er mjög ánægður með húsið og segir það henta vel undir sýningar. "Þetta er skemmtilegt hús og hér þurfti ekki að breyta miklu. Ég þurfti að laga til og þrífa en annars hentaði húsið fullkomlega. Það þarf til að mynda varla lýsingu hér inni því gluggarnir eru svo stórir og fallegir." Matthías hefur mikinn áhuga á gömlum byggingum og lítur á þau sem listaverk og menningararf sem eigi að fylgja næstu kynslóð. "Gamall arkitektúr þarf allt of oft að víkja og við erum of fljót að rífa gömul hús til að byggja ný. Þetta er pólitískt vandamál og allt of algengt hér á landi. Þetta er eins og að brenna gamlar bækur eða fara inn á listasafn og mála yfir gömlu myndirnar þar því litirnir þeirra passa ekki lengur. Þess vegna sæki ég eftir því að fá að sýna á svona stöðum og stundum getur slíkt vakið fólk til umhugsunar og orðið til þess að húsið öðlist nýtt líf í stað þess að verða rifið," segir Matthías sem bjargaði meðal annars gamalli eldspýtnaverksmiðju í Svíþjóð sem átti að rífa en er nú notuð sem sýningarrými. Sýningin gekk vel og Matthías efast ekki um að húsið hafi haft eitthvað með það að segja. "Hér er allt önnur stemmning en á hefðbundnum söfnum eða galleríum og gestirnir voru ánægðir með það. Margir sem komu á sýninguna voru vegfarendur sem áttu leið hjá og vildu fá að skoða þetta fallega hús sem hefur staðið autt svo lengi. Margir þeirra vildu sjá einhverja starfsemi í húsinu og ég vona að því verði fundið nýtt hlutverk. Þannig má segja að húsið hafi hjálpað mér og ég reyni að hjálpa húsinu." Hús og heimili Mest lesið Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Fékk veipeitrun Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Tíska og hönnun Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Fleiri fréttir Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Sjá meira
"Þetta hús hefur aldrei áður verið notað fyrir sýningar. Hér var áður kaffibrennsla en húsið hefur staðið lengi autt og er í hálfgerðri niðurníðslu sem er synd því að þetta er ákaflega fallegt hús," segir Matthías sem fer iðulega ótroðnar slóðir þegar hann sýnir listaverkin sín. "Ég vinn þannig að ég reyni að finna óhefðbundna staði til að sýna á. Hef til dæmis sýnt í fatabúðum, leikhúsum og skólum. Sýningarnar eru þá þess eðlis að þær eru ekki auglýstar neitt sérstaklega. Fólki er komið skemmtilega á óvart því það fer kannski í leikhús eða í verslunarmiðstöð og sér þá sýningu í leiðinni." Matthías er mjög ánægður með húsið og segir það henta vel undir sýningar. "Þetta er skemmtilegt hús og hér þurfti ekki að breyta miklu. Ég þurfti að laga til og þrífa en annars hentaði húsið fullkomlega. Það þarf til að mynda varla lýsingu hér inni því gluggarnir eru svo stórir og fallegir." Matthías hefur mikinn áhuga á gömlum byggingum og lítur á þau sem listaverk og menningararf sem eigi að fylgja næstu kynslóð. "Gamall arkitektúr þarf allt of oft að víkja og við erum of fljót að rífa gömul hús til að byggja ný. Þetta er pólitískt vandamál og allt of algengt hér á landi. Þetta er eins og að brenna gamlar bækur eða fara inn á listasafn og mála yfir gömlu myndirnar þar því litirnir þeirra passa ekki lengur. Þess vegna sæki ég eftir því að fá að sýna á svona stöðum og stundum getur slíkt vakið fólk til umhugsunar og orðið til þess að húsið öðlist nýtt líf í stað þess að verða rifið," segir Matthías sem bjargaði meðal annars gamalli eldspýtnaverksmiðju í Svíþjóð sem átti að rífa en er nú notuð sem sýningarrými. Sýningin gekk vel og Matthías efast ekki um að húsið hafi haft eitthvað með það að segja. "Hér er allt önnur stemmning en á hefðbundnum söfnum eða galleríum og gestirnir voru ánægðir með það. Margir sem komu á sýninguna voru vegfarendur sem áttu leið hjá og vildu fá að skoða þetta fallega hús sem hefur staðið autt svo lengi. Margir þeirra vildu sjá einhverja starfsemi í húsinu og ég vona að því verði fundið nýtt hlutverk. Þannig má segja að húsið hafi hjálpað mér og ég reyni að hjálpa húsinu."
Hús og heimili Mest lesið Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Fékk veipeitrun Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Tíska og hönnun Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Fleiri fréttir Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Sjá meira