Aukin samkeppni á skipaolíumarkaði

Samkeppni í olíusölu til skipa eykst í dag þegar Íslensk olíumiðlun hefur starfsemi. Norska olíuflutningaskipið Havstraum kom með fyrsta farm félagsins í birgðastöð þess í Neskaupstað í gær og hefst olíusalan í dag. Í tilkynningu frá Íslenskri olíumiðlun er því lofað að útgerðum standi til boða olía á hagstæðu verði.