Kapphlaup um orku fyrir álver 15. maí 2005 00:01 Kapphlaup virðist hafið milli Norðuráls og Alcan, sem á álverið í Straumsvík, um að tryggja sér orku til meiri álframleiðslu Suðvestanlands. Bæði fyrirtækin hafa þreifað fyrir sér um orkukaup hjá Landsvirkjun. Fréttir bárust af því í gær að Suðurnesjamenn hefðu náð samkomulagi við Norðurálsmenn um að undirbúa byggingu álvers í Helguvík. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan, segir að mál Norðuráls hafi komið honum nokkuð á óvart en að forsvarsmenn fyrirtækisins séu þó ekki hræddir um að þetta skref hafi fært Alcan aftar í röðina. Enn standi til að byggja við álverið í Straumsvík og verið sé að skoða orkumálin í því tilliti. Hrannar segir enn fremur að án þess að hann vilji gera lítið úr samkomulaginu sem tilkynnt var um í gær sé aðeins um ræða viljayfirlýsingu um að vinna áfram að málinu. Það sé í sjálfu sér það sem Alcan hafi gert á sínum vettvangi undanfarin ár og það sé langt í land. Álver sé ekki hrist fram úr erminni. Hrannar segir orku ekki einungis frátekna fyrir Norðurál og hefur ekki áhyggjur yfir að Alcan hafi klúðrað sínu tækifæri um stækkun. Kannski þyki sumum Alcan hafa hangsað en félagið sé þeirrar skoðunar að góðir hlutir gerist hægt. Andrés Svanbjörnsson, yfirverkfræðingur hjá viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu, segir að ekki kæmi á óvart að Alcan myndi hraða ferli sínu nú eftir yfirlýsingar Norðuráls. Það sé farið að þrengja um þá raforku sem sé fáanleg í grendinni með góðu móti. Alcan sé komið með umhverfismat og í raun ekkert annað eftir en að taka ákvörðun um fjárfestingu og bjóða verkefnið út. Það taki stuttan tíma. Alcan sé því í raun komið mun lengra en aðrir í ferlinu. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir bæði Norðurál og Alcan hafa verið í sambandi við Landsvirkjun vegna orkumála. Ekki séu þó neinar formlegar samningaviðræður í gangi. Ljóst þyrkir þó að samkeppni milli fyrirtækjanna sé fram undan. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Kapphlaup virðist hafið milli Norðuráls og Alcan, sem á álverið í Straumsvík, um að tryggja sér orku til meiri álframleiðslu Suðvestanlands. Bæði fyrirtækin hafa þreifað fyrir sér um orkukaup hjá Landsvirkjun. Fréttir bárust af því í gær að Suðurnesjamenn hefðu náð samkomulagi við Norðurálsmenn um að undirbúa byggingu álvers í Helguvík. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan, segir að mál Norðuráls hafi komið honum nokkuð á óvart en að forsvarsmenn fyrirtækisins séu þó ekki hræddir um að þetta skref hafi fært Alcan aftar í röðina. Enn standi til að byggja við álverið í Straumsvík og verið sé að skoða orkumálin í því tilliti. Hrannar segir enn fremur að án þess að hann vilji gera lítið úr samkomulaginu sem tilkynnt var um í gær sé aðeins um ræða viljayfirlýsingu um að vinna áfram að málinu. Það sé í sjálfu sér það sem Alcan hafi gert á sínum vettvangi undanfarin ár og það sé langt í land. Álver sé ekki hrist fram úr erminni. Hrannar segir orku ekki einungis frátekna fyrir Norðurál og hefur ekki áhyggjur yfir að Alcan hafi klúðrað sínu tækifæri um stækkun. Kannski þyki sumum Alcan hafa hangsað en félagið sé þeirrar skoðunar að góðir hlutir gerist hægt. Andrés Svanbjörnsson, yfirverkfræðingur hjá viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu, segir að ekki kæmi á óvart að Alcan myndi hraða ferli sínu nú eftir yfirlýsingar Norðuráls. Það sé farið að þrengja um þá raforku sem sé fáanleg í grendinni með góðu móti. Alcan sé komið með umhverfismat og í raun ekkert annað eftir en að taka ákvörðun um fjárfestingu og bjóða verkefnið út. Það taki stuttan tíma. Alcan sé því í raun komið mun lengra en aðrir í ferlinu. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir bæði Norðurál og Alcan hafa verið í sambandi við Landsvirkjun vegna orkumála. Ekki séu þó neinar formlegar samningaviðræður í gangi. Ljóst þyrkir þó að samkeppni milli fyrirtækjanna sé fram undan.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur