Nýr framkvæmdastjóri Iceland Express 13. október 2005 19:12 Í kvöld var tilkynnt að Birgir Jónsson, 31 árs rekstrarhagfræðingur hefði verið ráðinn framkvæmdastjóri Iceland Express. Birgir, sem undanfarna mánuði hefur gegnt starfi sölu og markaðsstjóra félagsins, tekur við af Almari Erni Hilmarssyni sem nýlega hóf störf sem forstjóri norræna flugfélagsins Sterling, systurfélags Iceland Express. Á fundi með starfsfólki sagði Birgir að ekki væri að vænta umfangsmikilla breytinga á starfsemi Iceland Express á næstunni. Framtíðin myndi hins vegar mótast af því að félagið væri nú komið í eigu sterkra fjárfesta með alþjóðlegan metnað og væri hluti af vaxandi flugsamsteypu sem þegar flytur fleiri farþega á ári en Icelandair. "Það hefur gengið vel undanfarna mánuði að hagræða í rekstrinum og það sem bíður okkar núna er fyrst og fremst að bæta þjónustu okkar við farþega, efla markaðsstarf okkar í útlöndum, þróa samstarfið við Sterling og halda áfram að skoða nýja áfangastaði," sagði Birgir, en Iceland Express hefur beint flug til Frankfurt Hahn laugardaginn 21. maí. Birgir starfaði áður hjá Össuri hf sem svæðistjóri með aðsetur í Hong Kong. Þar leiddi Birgir ört vaxandi starfsemi Össurar í Austur Evrópu, Rússlandi, Asíu, Ástralíu, Mið- Austurlöndum og Afríku. Áður starfaði Birgir sem forstöðumaður netþróunar hjá Íslandsbanka og framleiðslustjóri hjá RR Donnelley Financial í London. Birgir er með BA próf frá University of the Arts í London, MBA rekstrarhagfræðigráðu frá University of Westminster í London og hefur verið að vinna að doktorsverkefni í rekstrarhagfræði við University of Newcastle í Ástralíu. Hann er tveggja barna faðir, kvæntur Helenu Lind Svansdóttur. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Viðskipti erlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira
Í kvöld var tilkynnt að Birgir Jónsson, 31 árs rekstrarhagfræðingur hefði verið ráðinn framkvæmdastjóri Iceland Express. Birgir, sem undanfarna mánuði hefur gegnt starfi sölu og markaðsstjóra félagsins, tekur við af Almari Erni Hilmarssyni sem nýlega hóf störf sem forstjóri norræna flugfélagsins Sterling, systurfélags Iceland Express. Á fundi með starfsfólki sagði Birgir að ekki væri að vænta umfangsmikilla breytinga á starfsemi Iceland Express á næstunni. Framtíðin myndi hins vegar mótast af því að félagið væri nú komið í eigu sterkra fjárfesta með alþjóðlegan metnað og væri hluti af vaxandi flugsamsteypu sem þegar flytur fleiri farþega á ári en Icelandair. "Það hefur gengið vel undanfarna mánuði að hagræða í rekstrinum og það sem bíður okkar núna er fyrst og fremst að bæta þjónustu okkar við farþega, efla markaðsstarf okkar í útlöndum, þróa samstarfið við Sterling og halda áfram að skoða nýja áfangastaði," sagði Birgir, en Iceland Express hefur beint flug til Frankfurt Hahn laugardaginn 21. maí. Birgir starfaði áður hjá Össuri hf sem svæðistjóri með aðsetur í Hong Kong. Þar leiddi Birgir ört vaxandi starfsemi Össurar í Austur Evrópu, Rússlandi, Asíu, Ástralíu, Mið- Austurlöndum og Afríku. Áður starfaði Birgir sem forstöðumaður netþróunar hjá Íslandsbanka og framleiðslustjóri hjá RR Donnelley Financial í London. Birgir er með BA próf frá University of the Arts í London, MBA rekstrarhagfræðigráðu frá University of Westminster í London og hefur verið að vinna að doktorsverkefni í rekstrarhagfræði við University of Newcastle í Ástralíu. Hann er tveggja barna faðir, kvæntur Helenu Lind Svansdóttur.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Viðskipti erlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira