Innlent

Skjálftahrina gengin niður

Jarðskjálftahrinan sem hófst á Reykjaneshrygg er að mestu gengin niður þótt þar finnist enn stöku skjálfti, að sögn Steinunnar S. Jakobsdóttur, deildarstjóra eftirlitsdeildar Veðurstofunnar. Upptök skjálftanna voru um 2-3 hundruð kílómetra suður af Reykjanestá, en stærstu skjálftarnir voru um 4 til 4,5 á Richter. Steinunn segir Veðurstofuna fylgjast grannt með skjálftunum en taldi þá ekki merki um væntanleg umbrot í landi. Að hrinunni lokinni sagði hún að Veðurstofan myndi taka saman yfirlit um stærð og tíðni skjálftanna sem í henni mældust.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×