Skiptir álit annarra máli? 12. maí 2005 00:01 Áður en þáttur Opruh um Ísland var sýndur hér á landi varð uppi fótur og fit vegna innihalds hans. Tvær íslenskar konur búsettar erlendis skrifuðu harðorðar greinar í Morgunblaðið þar sem þær skömmuðust yfir þeim íslensku konum sem voru í þættinum og það sem meira var, þá eyðilagði þátturinn fyrir þeim það stolt sem þær höfðu yfir því að vera Íslendingar. Önnur þeirra gekk meira segja svo langt að hún ætlaði að segjast vera frá Finnlandi hér eftir, og hin sagðist ætla að hugsa sig tvisvar um áður en hún léti fólk vita að dóttir hennar væri íslensk. Það sem fór svona fyrir brjóstið á þeim, var sú mynd sem dregin var upp af íslenskum konum sem lauslátum skemmtanafíklum. Svanhildur Hólm sem hafði setið í sófanum hjá Opruh þurfti nú að mæta í sófa íslenskra fjölmiðla og svara fyrir þá skömm sem hún virðist hafa kallað yfir íslenskar konur. Hún gerði sitt besta til að útskýra að hún hafi viljað draga fram sanngjarna mynd af íslenskum konum en í raun hafði Oprah ekki áhuga á öðru en kyn- og skemmtanalífi íslenskra kvenna og svo hinum ógeðslega þorramat, hákarli og hrútspungum þrátt fyrir að Svanhildur hafi viljað bjóða upp á grafinn lax og lamb. Nú þegar þátturinn hefur verið sýndur hér á landi sjá flestir að þetta var kannski ekki eins mikið mál og var talið í upphafi, því það leyndist sannleikskorn í því sem þarna kom fram. Það var þó fjarri því að vera allur sannleikurinn, því þegar þjóð er kynnt í stuttu innslagi sem þessi snýst kynningin bara um klisjur. En auðvitað eru margir ósáttir við að sömu klisjurnar eru bornar fram aftur og aftur. Ekki má gleyma því að miklar væntingar voru fyrir þennan þátt en nokkru áður en þátturinn varð að veruleika fóru að birtast fréttir um það í fjölmiðlum að Oprah Winfrey sjálf hefði áhuga á okkar litla sæta Íslandi og vangaveltur voru um hvaða íslensku konur myndu fá þann heiður að setjast í sófann hjá spjalldrottningunni sjálfri. Okkur var nefnilega ekki sama - Íslendingar vildu fá góða umfjöllun um hvað við erum æðisleg og flott og meiriháttar og best í heimi. En hver vill það svo sem ekki? Vilja ekki allir láta dást að sér? Við gerum mikið grín af okkum sjálfum fyrir að grobba okkur af landi og þjóð, finnast við svo sérstök og frábær og okkur er mikið í mun um að kynna okkur erlendis. Við viljum að allir átti sig á sérstöðu okkar, og ef til vill er það vegna þess hve við erum svo lítil og í raun og veru með minnimáttarkennd. En það sem kom í ljós í þessum ágæta þætti hennar Opruh er að hún virtist líka þjást af þessari einkennilegu áráttu að láta dást að sér. Hún var mjög upptekin af því að fá gesti sína til að segja sér hvað þeim þætti um bandarískar konur og þegar ein stúlkan frá Belgíu tók af skarið og sagði að hún teldi ameríska drauminn ekki eins æðislegan og af er látið, móðgaðist Oprah gífurlega og sagði "í alvörunni, en ég tel að við séum heppnustu konur í heimi hérna í Bandaríkjunum". Og sýndi svo innslag frá einum eða tveimur löndum til viðbótar þar sem líf kvenna annarsstaðar í heiminum var og sagði svo aftur, "sjáið þið við erum heppnustu konur í heimi," og með þessari einu setningu gerði hún lítið úr öllum þeim konum sem hún hafði rætt við í þættinum. Þar lá hundurinn grafinn, hún hafði í raun engan áhuga á konum í öðrum löndum. Þegar upp var staðið, var það ekki mannorð okkar sem skaðaðist heldur mannorð Opruh, allavegana á Íslandi. Og þó álit annara skipti okkur máli, höfum við kannski lært það að við eigum ekki að vera að reyna að eltast við það hjá fólki sem hefur í raun engan áhuga. Þá er betra heima setið en af stað farið, og við verðum að bíta í það súra að það finnst ekki öllum í heiminum við áhugaverðasta þjóð í heimi. Hinsvegar getum við áfram borið höfuðið hátt þrátt fyrir að einhverjar konur í Ameríku haldi að við séum lauslátar, drykkfelldar og étum hrútspunga í öll mál. Fínt, þær hafa þá eitthvað að tala um.... við vitum betur. Kristín Eva Þórhallsdóttir kristineva@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Kristín Eva Þórhallsdóttir Mest lesið Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Áður en þáttur Opruh um Ísland var sýndur hér á landi varð uppi fótur og fit vegna innihalds hans. Tvær íslenskar konur búsettar erlendis skrifuðu harðorðar greinar í Morgunblaðið þar sem þær skömmuðust yfir þeim íslensku konum sem voru í þættinum og það sem meira var, þá eyðilagði þátturinn fyrir þeim það stolt sem þær höfðu yfir því að vera Íslendingar. Önnur þeirra gekk meira segja svo langt að hún ætlaði að segjast vera frá Finnlandi hér eftir, og hin sagðist ætla að hugsa sig tvisvar um áður en hún léti fólk vita að dóttir hennar væri íslensk. Það sem fór svona fyrir brjóstið á þeim, var sú mynd sem dregin var upp af íslenskum konum sem lauslátum skemmtanafíklum. Svanhildur Hólm sem hafði setið í sófanum hjá Opruh þurfti nú að mæta í sófa íslenskra fjölmiðla og svara fyrir þá skömm sem hún virðist hafa kallað yfir íslenskar konur. Hún gerði sitt besta til að útskýra að hún hafi viljað draga fram sanngjarna mynd af íslenskum konum en í raun hafði Oprah ekki áhuga á öðru en kyn- og skemmtanalífi íslenskra kvenna og svo hinum ógeðslega þorramat, hákarli og hrútspungum þrátt fyrir að Svanhildur hafi viljað bjóða upp á grafinn lax og lamb. Nú þegar þátturinn hefur verið sýndur hér á landi sjá flestir að þetta var kannski ekki eins mikið mál og var talið í upphafi, því það leyndist sannleikskorn í því sem þarna kom fram. Það var þó fjarri því að vera allur sannleikurinn, því þegar þjóð er kynnt í stuttu innslagi sem þessi snýst kynningin bara um klisjur. En auðvitað eru margir ósáttir við að sömu klisjurnar eru bornar fram aftur og aftur. Ekki má gleyma því að miklar væntingar voru fyrir þennan þátt en nokkru áður en þátturinn varð að veruleika fóru að birtast fréttir um það í fjölmiðlum að Oprah Winfrey sjálf hefði áhuga á okkar litla sæta Íslandi og vangaveltur voru um hvaða íslensku konur myndu fá þann heiður að setjast í sófann hjá spjalldrottningunni sjálfri. Okkur var nefnilega ekki sama - Íslendingar vildu fá góða umfjöllun um hvað við erum æðisleg og flott og meiriháttar og best í heimi. En hver vill það svo sem ekki? Vilja ekki allir láta dást að sér? Við gerum mikið grín af okkum sjálfum fyrir að grobba okkur af landi og þjóð, finnast við svo sérstök og frábær og okkur er mikið í mun um að kynna okkur erlendis. Við viljum að allir átti sig á sérstöðu okkar, og ef til vill er það vegna þess hve við erum svo lítil og í raun og veru með minnimáttarkennd. En það sem kom í ljós í þessum ágæta þætti hennar Opruh er að hún virtist líka þjást af þessari einkennilegu áráttu að láta dást að sér. Hún var mjög upptekin af því að fá gesti sína til að segja sér hvað þeim þætti um bandarískar konur og þegar ein stúlkan frá Belgíu tók af skarið og sagði að hún teldi ameríska drauminn ekki eins æðislegan og af er látið, móðgaðist Oprah gífurlega og sagði "í alvörunni, en ég tel að við séum heppnustu konur í heimi hérna í Bandaríkjunum". Og sýndi svo innslag frá einum eða tveimur löndum til viðbótar þar sem líf kvenna annarsstaðar í heiminum var og sagði svo aftur, "sjáið þið við erum heppnustu konur í heimi," og með þessari einu setningu gerði hún lítið úr öllum þeim konum sem hún hafði rætt við í þættinum. Þar lá hundurinn grafinn, hún hafði í raun engan áhuga á konum í öðrum löndum. Þegar upp var staðið, var það ekki mannorð okkar sem skaðaðist heldur mannorð Opruh, allavegana á Íslandi. Og þó álit annara skipti okkur máli, höfum við kannski lært það að við eigum ekki að vera að reyna að eltast við það hjá fólki sem hefur í raun engan áhuga. Þá er betra heima setið en af stað farið, og við verðum að bíta í það súra að það finnst ekki öllum í heiminum við áhugaverðasta þjóð í heimi. Hinsvegar getum við áfram borið höfuðið hátt þrátt fyrir að einhverjar konur í Ameríku haldi að við séum lauslátar, drykkfelldar og étum hrútspunga í öll mál. Fínt, þær hafa þá eitthvað að tala um.... við vitum betur. Kristín Eva Þórhallsdóttir kristineva@frettabladid.is
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar