Er eftirliti ábótavant? Trausti Hafliðason skrifar 10. maí 2005 00:01 Fréttablaðið greindi frá því í gær að Eftirlitsnefnd Félags fasteignasala hefði lokað fasteignasölunni Remax í Kópavogi vegna þess að enginn löggiltur fasteignasali hefði starfað þar. Lokunin varði reyndar aðeins í tæpan sólarhring því einn starfsmannanna beið löggildingar og fékk hana daginn eftir að sölunni var lokað. Það er því ljóst að Remax í Kópavogi var ekki lokað vegna vafasamra viðskiptahátta eða brota á lögum. Engu að síður vekur þetta mál upp ákveðnar spurningar. Áleitnar spurningar um öryggi fasteignaviðskipta. Reyndar verður að líta það alvarlegum augum ef heil fasteignasala er rekin án þess að starfsmaður með tilskilda menntun starfi þar. Skiptir þá engu máli í hversu stuttan tíma. Fasteignasalar eru í langflestum tilvikum að sýsla með aleigu fólks og því liggur í augum uppi að afar brýnt er að eftirlit með þeim sé skilvirkt. Dæmin sanna að ef sofið er á verðinum getur farið illa. Það þarf ekki að fara lengra aftur í tímann en fjórtán mánuði. Þá var Bjarni Sigurðsson, þáverandi eigandi Fasteignasölunnar Holts í Kópavogi, dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir fjársvik, skjalafals, fjárdrátt og skattalagabrot. Hann sveik út samtals um 160 milljónir - meðal annars frá viðskiptavinum. Svik Bjarna, sem játaði skýlaust öll sín brot fyrir dómi, stóðu yfir í rúmt ár. Holtsmálið var reyndar allt með miklum ólíkindum því margir eftirlitsaðilar, svo ég noti það slæma orð, sváfu á verðinum. Þann 30. janúar árið 2002 kærði byggingaverktaki Bjarna. Nokkru eftir að málið komst upp ritaði ríkissaksóknari sýslumanninum í Kópavogi bréf þar sem óskað var skýringa á meðferð lögreglunnar í Kópavogi á kærunni. Í bréfi sýslumannsins til dómsmálaráðuneytisins sagði að rannsókn málsins hefði tafist vegna þess mikla fjölda mála sem væri til rannsóknar hjá embættinu. Einnig hefði verið litið til þess að fasteignasalinn hefði gert upp skuld sína við kærandann. Þetta var rangt mat hjá sýslumanninum, eins og síðar átti eftir að koma í ljós. Sýslumaðurinn átti strax að senda málið til efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra. Eftir þessi mistök sýslumannsins sendi hann ríkissaksóknara bréf þar sem fram kom að verið væri að vinna að nýjum verklagsreglum um meðferð opinberra mála hjá lögregluembættinu í Kópavogi. Vonandi eru þessar verklagsreglur nú komnar í lag. Það var ekki nóg með að ríkissaksóknari hefði gagnrýnt framgang málsins á sínum tíma. Íbúðalánasjóður gerði það einnig. Hvorki lögreglan né dómsmálaráðuneytið lét Íbúðalánasjóð vita af kærunni fyrr en eigandi Holts í Kópavogi hafði játað. Það var í október árið 2002, átta mánuðum eftir að kæran var lögð fram. Í millitíðinni hafði Bjarni falsað og breytt framsölum á fasteignaveðbréfum. Einnig hafði hann breytt upplýsingum um ráðstöfun andvirðis viðbótarlána á yfirlýsingunum sem hann hafði fengið í hendur frá viðskiptavinum fasteignasölunnar. Eftir Holtsmálið hafa yfirvöld hysjað upp um sig brækurnar. Í október síðastliðnum tóku gildi ný lög um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa. Í kjölfarið skipaði dómsmálaráðherra í ofangreinda eftirlitsnefnd. Samkvæmt lögunum hefur nefndin gríðarlega víðtækum skyldum að gegna, sem og víðtækar heimildir. Það ber að hrósa nefndinni fyrir að vera þegar farin að láta til sín taka, eins og dæmið um Remax í Kópavogi sannar. Hins vegar er nauðsynlegt að allar fasteignasölur sitji við sama borð hjá eftirlitsnefndinni. Það er til hagsmuna fyrir neytendur, því þegar öllu er á botninn hvolft starfar nefndin í umboði þeirra. Þótt hún sé tekin til starfa þýðir það ekki að fólk setji allt sitt traust á hana. Því ráðlegg ég öllum sem eru að fara að kaupa eða selja eign að kanna hvort fasteignasalan sem skipta á við hafi löggiltan fasteignasala innan sinna veggja. trausti@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Trausti Hafliðason Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því í gær að Eftirlitsnefnd Félags fasteignasala hefði lokað fasteignasölunni Remax í Kópavogi vegna þess að enginn löggiltur fasteignasali hefði starfað þar. Lokunin varði reyndar aðeins í tæpan sólarhring því einn starfsmannanna beið löggildingar og fékk hana daginn eftir að sölunni var lokað. Það er því ljóst að Remax í Kópavogi var ekki lokað vegna vafasamra viðskiptahátta eða brota á lögum. Engu að síður vekur þetta mál upp ákveðnar spurningar. Áleitnar spurningar um öryggi fasteignaviðskipta. Reyndar verður að líta það alvarlegum augum ef heil fasteignasala er rekin án þess að starfsmaður með tilskilda menntun starfi þar. Skiptir þá engu máli í hversu stuttan tíma. Fasteignasalar eru í langflestum tilvikum að sýsla með aleigu fólks og því liggur í augum uppi að afar brýnt er að eftirlit með þeim sé skilvirkt. Dæmin sanna að ef sofið er á verðinum getur farið illa. Það þarf ekki að fara lengra aftur í tímann en fjórtán mánuði. Þá var Bjarni Sigurðsson, þáverandi eigandi Fasteignasölunnar Holts í Kópavogi, dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir fjársvik, skjalafals, fjárdrátt og skattalagabrot. Hann sveik út samtals um 160 milljónir - meðal annars frá viðskiptavinum. Svik Bjarna, sem játaði skýlaust öll sín brot fyrir dómi, stóðu yfir í rúmt ár. Holtsmálið var reyndar allt með miklum ólíkindum því margir eftirlitsaðilar, svo ég noti það slæma orð, sváfu á verðinum. Þann 30. janúar árið 2002 kærði byggingaverktaki Bjarna. Nokkru eftir að málið komst upp ritaði ríkissaksóknari sýslumanninum í Kópavogi bréf þar sem óskað var skýringa á meðferð lögreglunnar í Kópavogi á kærunni. Í bréfi sýslumannsins til dómsmálaráðuneytisins sagði að rannsókn málsins hefði tafist vegna þess mikla fjölda mála sem væri til rannsóknar hjá embættinu. Einnig hefði verið litið til þess að fasteignasalinn hefði gert upp skuld sína við kærandann. Þetta var rangt mat hjá sýslumanninum, eins og síðar átti eftir að koma í ljós. Sýslumaðurinn átti strax að senda málið til efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra. Eftir þessi mistök sýslumannsins sendi hann ríkissaksóknara bréf þar sem fram kom að verið væri að vinna að nýjum verklagsreglum um meðferð opinberra mála hjá lögregluembættinu í Kópavogi. Vonandi eru þessar verklagsreglur nú komnar í lag. Það var ekki nóg með að ríkissaksóknari hefði gagnrýnt framgang málsins á sínum tíma. Íbúðalánasjóður gerði það einnig. Hvorki lögreglan né dómsmálaráðuneytið lét Íbúðalánasjóð vita af kærunni fyrr en eigandi Holts í Kópavogi hafði játað. Það var í október árið 2002, átta mánuðum eftir að kæran var lögð fram. Í millitíðinni hafði Bjarni falsað og breytt framsölum á fasteignaveðbréfum. Einnig hafði hann breytt upplýsingum um ráðstöfun andvirðis viðbótarlána á yfirlýsingunum sem hann hafði fengið í hendur frá viðskiptavinum fasteignasölunnar. Eftir Holtsmálið hafa yfirvöld hysjað upp um sig brækurnar. Í október síðastliðnum tóku gildi ný lög um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa. Í kjölfarið skipaði dómsmálaráðherra í ofangreinda eftirlitsnefnd. Samkvæmt lögunum hefur nefndin gríðarlega víðtækum skyldum að gegna, sem og víðtækar heimildir. Það ber að hrósa nefndinni fyrir að vera þegar farin að láta til sín taka, eins og dæmið um Remax í Kópavogi sannar. Hins vegar er nauðsynlegt að allar fasteignasölur sitji við sama borð hjá eftirlitsnefndinni. Það er til hagsmuna fyrir neytendur, því þegar öllu er á botninn hvolft starfar nefndin í umboði þeirra. Þótt hún sé tekin til starfa þýðir það ekki að fólk setji allt sitt traust á hana. Því ráðlegg ég öllum sem eru að fara að kaupa eða selja eign að kanna hvort fasteignasalan sem skipta á við hafi löggiltan fasteignasala innan sinna veggja. trausti@frettabladid.is
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun