Félögin bera ábyrgðina 8. maí 2005 00:01 Það er mikið undir hjá handknattleikshreyfingunni næsta vetur. Áhuginn á íþróttinni virðist hafa náð sögulegu lágmarki í vetur og handknattleiksforystan sá sér ekki annað fært en að kollvarpa deildarfyrirkomulaginu á síðasta ársþingi. Það er hætt við að sú ákvörðun skili litlu ef félögin taka sig ekki saman í andlitinu og fara að huga að umgjörðinni hjá sér. Handboltinn stendur á tímamótum því næsta vetur verður boðið upp á nýtt deildarfyrirkomulag og flest lið munu mæta mikið breytt til leiks því fjölmargir leikmenn eru á förum og það verða nánast engar "stjörnur" í deildinni næsta vetur. Við þessu ástandi verða félögin að bregðast með því að bjóða áhorfendum upp á eitthvað annað aðlaðandi. Eitthvað sem fær fólk til þess að vilja fara á völlinn, því það á að vera gaman að fara á völlinn. Því miður er ekkert sérstaklega skemmtilegt að fara á völlinn í dag. Umgjörðin á handboltaleikjum í dag er engin og maður spyr sig að því hvað menn séu að gera. Það er nákvæmlega ekkert gert til þess að laða fólk í íþróttahús landsins og þarf því ekki að koma á óvart að aðsóknin versni með hverju árinu. Einhverra hluta vegna virðist vera í tísku að kenna HSÍ um allt sem miður fer í íslensku handboltalífi en ég blæs á slíkt og skelli skuldinni á forráðamenn félaganna. Það er á þeirra ábyrgð að skapa umgjörð á leikjum en ekki HSÍ. Það þarf í raun ekki að gera mikið til þess að búa til betri stemningu. Til að mynda væri hægt að skipuleggja uppákomur í leikhléi þar sem áhorfendur fá að taka þátt. Það þarf ekki að vera flókið. Svo væri líka metnaður í því að búa til stuðningsmannaklúbb þar sem meðlimir njóta ýmissa fríðinda hjá félaginu. Það er nauðsynlegt að gera vel við þá sem mest láta að sér kveða. Svo má ekki gleyma gamla góða lukkutröllinu sem hefur oft skilað sínu. Það er mikilvægt fyrir félögin að taka á þessum málum á næstu leiktíð því annars er hægt að byrja að moka yfir íslenskan handbolta. Ef félögin finna það ekki hjá sér sjálf að búa til umgjörð sem er sæmandi íslenskum handbolta verður HSÍ að taka málin í sínar hendur og skikka félögin til að vera með lágmarksumgjörð líkt og KKÍ gerir. Ef félögin geta ekki staðið við þær skuldbindingar er hægt að beita refsingum og það hörðum. Félög sem hvorki vilja né nenna að búa til umgjörð hjá sér hafa ekkert að gera í deild þeirra bestu. Aðgerða er þörf og það strax. Framtíð íslensks handbolta liggur hjá forystumönnum íslenskra handknattleiksfélaga. Takið ykkur taki og spýtið í lófana næsta vetur. Henry Birgir Gunnarsson - henry@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það er mikið undir hjá handknattleikshreyfingunni næsta vetur. Áhuginn á íþróttinni virðist hafa náð sögulegu lágmarki í vetur og handknattleiksforystan sá sér ekki annað fært en að kollvarpa deildarfyrirkomulaginu á síðasta ársþingi. Það er hætt við að sú ákvörðun skili litlu ef félögin taka sig ekki saman í andlitinu og fara að huga að umgjörðinni hjá sér. Handboltinn stendur á tímamótum því næsta vetur verður boðið upp á nýtt deildarfyrirkomulag og flest lið munu mæta mikið breytt til leiks því fjölmargir leikmenn eru á förum og það verða nánast engar "stjörnur" í deildinni næsta vetur. Við þessu ástandi verða félögin að bregðast með því að bjóða áhorfendum upp á eitthvað annað aðlaðandi. Eitthvað sem fær fólk til þess að vilja fara á völlinn, því það á að vera gaman að fara á völlinn. Því miður er ekkert sérstaklega skemmtilegt að fara á völlinn í dag. Umgjörðin á handboltaleikjum í dag er engin og maður spyr sig að því hvað menn séu að gera. Það er nákvæmlega ekkert gert til þess að laða fólk í íþróttahús landsins og þarf því ekki að koma á óvart að aðsóknin versni með hverju árinu. Einhverra hluta vegna virðist vera í tísku að kenna HSÍ um allt sem miður fer í íslensku handboltalífi en ég blæs á slíkt og skelli skuldinni á forráðamenn félaganna. Það er á þeirra ábyrgð að skapa umgjörð á leikjum en ekki HSÍ. Það þarf í raun ekki að gera mikið til þess að búa til betri stemningu. Til að mynda væri hægt að skipuleggja uppákomur í leikhléi þar sem áhorfendur fá að taka þátt. Það þarf ekki að vera flókið. Svo væri líka metnaður í því að búa til stuðningsmannaklúbb þar sem meðlimir njóta ýmissa fríðinda hjá félaginu. Það er nauðsynlegt að gera vel við þá sem mest láta að sér kveða. Svo má ekki gleyma gamla góða lukkutröllinu sem hefur oft skilað sínu. Það er mikilvægt fyrir félögin að taka á þessum málum á næstu leiktíð því annars er hægt að byrja að moka yfir íslenskan handbolta. Ef félögin finna það ekki hjá sér sjálf að búa til umgjörð sem er sæmandi íslenskum handbolta verður HSÍ að taka málin í sínar hendur og skikka félögin til að vera með lágmarksumgjörð líkt og KKÍ gerir. Ef félögin geta ekki staðið við þær skuldbindingar er hægt að beita refsingum og það hörðum. Félög sem hvorki vilja né nenna að búa til umgjörð hjá sér hafa ekkert að gera í deild þeirra bestu. Aðgerða er þörf og það strax. Framtíð íslensks handbolta liggur hjá forystumönnum íslenskra handknattleiksfélaga. Takið ykkur taki og spýtið í lófana næsta vetur. Henry Birgir Gunnarsson - henry@frettabladid.is
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun