Stór fiskur í lítilli tjörn 2. maí 2005 00:01 Breska verslanakeðjan Mosaic Fashions undirbýr nú skráningu í Kauphöll Íslands, fyrst erlendra fyrirtækja. Valið stóð á milli íslenska markaðarins og þess breska og fannst stjórnendum betra að vera stór fiskur í lítilli tjörn en lítill fiskur í stórri tjörn. Félagið hyggst afla 4,8 milljarða króna í hlutafjárútboði sem verður boðið fagfjárfestum og almenningi til kaups. Fyrirtækið verður síðan skráð í Kauphöllina fyrir júnílok á þessu ári, fyrst erlendra fyrirtækja. Mosaic Fashions verður í hópi stærstu félaga í Kauphöll Íslands en velta þess í fyrra nam um 43 milljörðum íslenskra króna. Félagið er að mestu í eigu Íslendinga, 40% í eigu Baugs Group og 20% í eigu Kaupþings banka. Ýmsir hafa velt því fyrir sér hvers vegna fyrirtækið er ekki sett á breskan markað í stað þess íslenska. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segir félagið áhugavert fyrir íslenska markaðinn og kannski of lítið eins og er fyrir þann breska. Derek Loveluck, forstjóri Mosaic Fashions, segir forsvarsmenn fyrirtækisins hafi auðvitað borið breska markaðinn saman við þann íslenska og litið svo á að miðað við stærð fyrirtækisins, og þá upphæð sem það vilji afla, verði það mikilvægt fyrirtæki í íslensku kauphöllinni. Það verður að líkindum áttunda stærsta fyrirtækið í kauphöllinni að sögn Loveluck og eina smásölufyrirtækið. „Þess vegna verður fylgst með okkur. Það verður áhugi á okkur,“ segir Loveluck. Aðspurður hvort þetta hafi einhver áhrif á íslenska markaðinn segist Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, telja það; þetta sé tímamótaskráning þar sem um erlent félag sé að ræða og gæti rutt brautina fyrir fleiri skráningar af þessu tagi. Fyrirtækjum hefur verið að fækka að undanförnu í Kauphöll Íslands en Þórður segir þó að viðsnúningur verði á þeim málum næstu árin því þetta sé fyrsta nýskráningin af mörgum sem séu í sjónmáli. Mosaic Fashions rekur yfir 600 verslanir og eru flestar þeirra í Bretlandi og á Írlandi. Félagið hefur þó að undanförnu verið að sækja á fleiri markaði, þar á meðal til Norðurlanda og til Kína. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Breska verslanakeðjan Mosaic Fashions undirbýr nú skráningu í Kauphöll Íslands, fyrst erlendra fyrirtækja. Valið stóð á milli íslenska markaðarins og þess breska og fannst stjórnendum betra að vera stór fiskur í lítilli tjörn en lítill fiskur í stórri tjörn. Félagið hyggst afla 4,8 milljarða króna í hlutafjárútboði sem verður boðið fagfjárfestum og almenningi til kaups. Fyrirtækið verður síðan skráð í Kauphöllina fyrir júnílok á þessu ári, fyrst erlendra fyrirtækja. Mosaic Fashions verður í hópi stærstu félaga í Kauphöll Íslands en velta þess í fyrra nam um 43 milljörðum íslenskra króna. Félagið er að mestu í eigu Íslendinga, 40% í eigu Baugs Group og 20% í eigu Kaupþings banka. Ýmsir hafa velt því fyrir sér hvers vegna fyrirtækið er ekki sett á breskan markað í stað þess íslenska. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segir félagið áhugavert fyrir íslenska markaðinn og kannski of lítið eins og er fyrir þann breska. Derek Loveluck, forstjóri Mosaic Fashions, segir forsvarsmenn fyrirtækisins hafi auðvitað borið breska markaðinn saman við þann íslenska og litið svo á að miðað við stærð fyrirtækisins, og þá upphæð sem það vilji afla, verði það mikilvægt fyrirtæki í íslensku kauphöllinni. Það verður að líkindum áttunda stærsta fyrirtækið í kauphöllinni að sögn Loveluck og eina smásölufyrirtækið. „Þess vegna verður fylgst með okkur. Það verður áhugi á okkur,“ segir Loveluck. Aðspurður hvort þetta hafi einhver áhrif á íslenska markaðinn segist Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, telja það; þetta sé tímamótaskráning þar sem um erlent félag sé að ræða og gæti rutt brautina fyrir fleiri skráningar af þessu tagi. Fyrirtækjum hefur verið að fækka að undanförnu í Kauphöll Íslands en Þórður segir þó að viðsnúningur verði á þeim málum næstu árin því þetta sé fyrsta nýskráningin af mörgum sem séu í sjónmáli. Mosaic Fashions rekur yfir 600 verslanir og eru flestar þeirra í Bretlandi og á Írlandi. Félagið hefur þó að undanförnu verið að sækja á fleiri markaði, þar á meðal til Norðurlanda og til Kína.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira