Heimsvaldakók og kaffi 2. maí 2005 00:01 "Það liggur nú ekki beint við þegar maður horfir á þetta virðulega og fallega hús í dag, en þegar ég steig þar fyrst inn fyrir dyr þótti þetta dálítið ískyggilegt hús. Það helgaðist af því að þarna voru til húsa samtök sósíalista, þar á meðal Æskulýðsfylkingin, sem var á þeim tíma alræmd og illræmd í hópi þeirra sem ekki vildu mikinn gusugang í samfélaginu," segir Tómas R. Einarsson, sem var nýkominn beina leið úr sveitinni árið 1969, þá sextán ára gamall. "Það var pólitískt tog á milli hæða í húsinu. Andstætt því sem gerist í reyfarabókmenntum var kjallarinn tiltölulega saklaus, en rishæð Æskulýðsfylkingarinnar var hættulegust og þar voru ræddar sendiráðstökur og eggjakast." Tómasi er breiddin í mannlífsflórunni líka minnisstæð. "Allt frá rithöfundinum Gunnari M. Magnúss, prúðmannlega klæddum með vel snyrt skeggið, til myndlistarkonunnar Rósku, sem var á hnjánum á efstu hæðinni að teikna plaköt gegn Víetnamstríðinu. Og svo fékk maður margt til að hugsa um, eins og á kappræðufundi milli sósíalista og Heimdallar, þegar einn aðalhugmyndafræðingur róttæklinganna sat lengst af við hliðina á manni sem ég vissi að skrifaði oft greinar í Morgunblaðið, og þáði frá honum ófáa sopa úr koníaksfleyg. Þarna var þó aðallega drukkið heimsveldiskók og kaffi." Þegar Tómas töltir háborgaralega um fína Tjarnargötuna í dag finnst honum að þessar minningar hljóti að vera tálsýn og að ekkert af því fólki sem hann kynntist og sá í þessu húsi passi við húsið og umhverfið. "Nema þá helst gestkomandi Heimdellingur með pela." Tómas er þessa dagana að undirbúa safndisk með nokkrum sönglögum sínum og kveðst vera nýbúinn að ljúka við upptöku á tveimur lögum sem eigi að fylgja eldri upptökum. Meðal þeirra eru lögin sem hann gerði við Íslandskvæði enska skáldsins W.H. Auden og titillinn á disknum er sóttur í kvæðið "Let jazz be bestowed on the huts". Auk þessa segist hann vera að undirbúa nokkra tónleika í sumar. Hús og heimili Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Sjá meira
"Það liggur nú ekki beint við þegar maður horfir á þetta virðulega og fallega hús í dag, en þegar ég steig þar fyrst inn fyrir dyr þótti þetta dálítið ískyggilegt hús. Það helgaðist af því að þarna voru til húsa samtök sósíalista, þar á meðal Æskulýðsfylkingin, sem var á þeim tíma alræmd og illræmd í hópi þeirra sem ekki vildu mikinn gusugang í samfélaginu," segir Tómas R. Einarsson, sem var nýkominn beina leið úr sveitinni árið 1969, þá sextán ára gamall. "Það var pólitískt tog á milli hæða í húsinu. Andstætt því sem gerist í reyfarabókmenntum var kjallarinn tiltölulega saklaus, en rishæð Æskulýðsfylkingarinnar var hættulegust og þar voru ræddar sendiráðstökur og eggjakast." Tómasi er breiddin í mannlífsflórunni líka minnisstæð. "Allt frá rithöfundinum Gunnari M. Magnúss, prúðmannlega klæddum með vel snyrt skeggið, til myndlistarkonunnar Rósku, sem var á hnjánum á efstu hæðinni að teikna plaköt gegn Víetnamstríðinu. Og svo fékk maður margt til að hugsa um, eins og á kappræðufundi milli sósíalista og Heimdallar, þegar einn aðalhugmyndafræðingur róttæklinganna sat lengst af við hliðina á manni sem ég vissi að skrifaði oft greinar í Morgunblaðið, og þáði frá honum ófáa sopa úr koníaksfleyg. Þarna var þó aðallega drukkið heimsveldiskók og kaffi." Þegar Tómas töltir háborgaralega um fína Tjarnargötuna í dag finnst honum að þessar minningar hljóti að vera tálsýn og að ekkert af því fólki sem hann kynntist og sá í þessu húsi passi við húsið og umhverfið. "Nema þá helst gestkomandi Heimdellingur með pela." Tómas er þessa dagana að undirbúa safndisk með nokkrum sönglögum sínum og kveðst vera nýbúinn að ljúka við upptöku á tveimur lögum sem eigi að fylgja eldri upptökum. Meðal þeirra eru lögin sem hann gerði við Íslandskvæði enska skáldsins W.H. Auden og titillinn á disknum er sóttur í kvæðið "Let jazz be bestowed on the huts". Auk þessa segist hann vera að undirbúa nokkra tónleika í sumar.
Hús og heimili Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Sjá meira