Almenningur í klemmu 27. apríl 2005 00:01 Almenningur ehf. sem hyggst bjóða í hlut í Símanum er í klemmu milli þess að undirrita trúnaðareið vegna útboðsgagna við sölu Símans og þess að upplýsa væntanlega hluthafa félagsins. Söluferli Símans gerir kröfur til þess að þeir sem fá útboðsgögn Morgan Stanley skrifi undir trúnaðareið. Forsvarsmenn Almennings ehf., þau Agnes Bragadóttir, Ingvar Guðmundsson og Orri Vigfússon, hafa neitað að skrifa undir slíkt, enda myndi það binda hendur þeirra við að upplýsa væntanlega hluthafa um rekstur Símans, áform og aðstæður. Slíkt stangast á við lög um verðbréfaviðskipti sem kveða á um að upplýsingar sem nauðsynlegar eru fjárfestum svo þeir geti metið fjárfestingu sína verði að koma fram í útboðslýsingu. "Útboðið er greinilega ekki almenningsvænt," segir Orri Vigfússon, einn forsvarsmanna Almennings. "Ég vil vekja upp spurningu um hvort útboðið almennt standist lög og reglur. Þetta vekur upp spurningar um hvort einkavæðingarnefnd sé starfi sínu vaxinn eða þá ríkisstjórnin." Orri segir lögfræðinga hafa farið yfir málið með þeim og reglur útboðsins bindi hendur þeirra. Hann segir að ef sú leið yrði farin að stofna hlutafélag með útboðslýsingu, þá þyrfti að koma fram hvaða verð þau myndu bjóða. "Þá myndu allir samkeppnisaðilar okkar vita hvaða verð við værum að bjóða." Ein leið er fær að mati forsvarsmanna Almennings og í yfirlýsingu segir Agnes Bragadóttir fyrir hönd stjórnarinnar: "Því sjáum við okkur engan annan leik færan, í þeirri stöðu sem nú er upp komin, en að biðja hvert og eitt ykkar að rita okkur tölvubréf, þar sem þið með nafni, heimilisfangi og kennitölu, veitið okkur umboð til þess að óska eftir því við Morgan Stanley og einkavæðingarnefnd, að í ykkar nafni, verði ofangreind trúnaðargögn afhent." Orri segir ekki á dagskránni að leggja árar í bát. "Þetta er catch 22, en við ætlum að gera okkar besta til þess að almenningur fái að kaupa Símann í fyrsta áfanga; ekki bíða í tvö til þrjú ár," segir Orri. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Almenningur ehf. sem hyggst bjóða í hlut í Símanum er í klemmu milli þess að undirrita trúnaðareið vegna útboðsgagna við sölu Símans og þess að upplýsa væntanlega hluthafa félagsins. Söluferli Símans gerir kröfur til þess að þeir sem fá útboðsgögn Morgan Stanley skrifi undir trúnaðareið. Forsvarsmenn Almennings ehf., þau Agnes Bragadóttir, Ingvar Guðmundsson og Orri Vigfússon, hafa neitað að skrifa undir slíkt, enda myndi það binda hendur þeirra við að upplýsa væntanlega hluthafa um rekstur Símans, áform og aðstæður. Slíkt stangast á við lög um verðbréfaviðskipti sem kveða á um að upplýsingar sem nauðsynlegar eru fjárfestum svo þeir geti metið fjárfestingu sína verði að koma fram í útboðslýsingu. "Útboðið er greinilega ekki almenningsvænt," segir Orri Vigfússon, einn forsvarsmanna Almennings. "Ég vil vekja upp spurningu um hvort útboðið almennt standist lög og reglur. Þetta vekur upp spurningar um hvort einkavæðingarnefnd sé starfi sínu vaxinn eða þá ríkisstjórnin." Orri segir lögfræðinga hafa farið yfir málið með þeim og reglur útboðsins bindi hendur þeirra. Hann segir að ef sú leið yrði farin að stofna hlutafélag með útboðslýsingu, þá þyrfti að koma fram hvaða verð þau myndu bjóða. "Þá myndu allir samkeppnisaðilar okkar vita hvaða verð við værum að bjóða." Ein leið er fær að mati forsvarsmanna Almennings og í yfirlýsingu segir Agnes Bragadóttir fyrir hönd stjórnarinnar: "Því sjáum við okkur engan annan leik færan, í þeirri stöðu sem nú er upp komin, en að biðja hvert og eitt ykkar að rita okkur tölvubréf, þar sem þið með nafni, heimilisfangi og kennitölu, veitið okkur umboð til þess að óska eftir því við Morgan Stanley og einkavæðingarnefnd, að í ykkar nafni, verði ofangreind trúnaðargögn afhent." Orri segir ekki á dagskránni að leggja árar í bát. "Þetta er catch 22, en við ætlum að gera okkar besta til þess að almenningur fái að kaupa Símann í fyrsta áfanga; ekki bíða í tvö til þrjú ár," segir Orri.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira