Varað við erlendri skuldasöfnun 27. apríl 2005 00:01 "Erlendar skuldir þjóðarbúsins, einkum bankanna, hafa hækkað ört á síðustu árum og nema nú um tvöfaldri landsframleiðslu eins árs. Það er einna veikasti þátturinn í efnahagslegri stöðu þjóðarbúsins," sagði Birgir Ísleifur Gunnarsson, seðlabankastjóri, í gær þegar hann kynnti úttekt bankans á fjármálastöðugleika á Íslandi. Viðskiptahallinn í ár stefnir líka í að vera sá mesti eftir seinna stríð og á sér ekki hliðstæðu meðal þróaðra ríkja. "Alþjóðlegu matsfyrirtækin, sem meta lánshæfi ríkissjóðs og bankanna, benda öll á þetta sem áhættuþátt og vara við aukinni skuldasöfnun, enda geti hún leitt til lægri lánshæfiseinkunnar. Þótt erlendar eignir hafi jafnframt vaxið hratt og séu umtalsverðar, er ójafnvægið mikið sem og áhættan. Veruleg lækkun á gengi íslensku krónunnar gæti leitt til erfiðleika í skuldastöðu fyrirtækja," sagði Birgir. Þetta er í fyrsta skipti sem Seðlabankinn gefur út sérrit um fjármálastöðugleika. Áður voru slíkar greiningar birtar í Peningamálum. Birgir segir þetta gert til að leggja meiri áherslu á umræðu um fjármálastöðugleika og blanda henni ekki mikið saman við umræðu um sjálfa peningastefnuna. Hættan sem gæti steðjað að fjármálakerfinu vegna efnahagsþróunarinnar í greiningu Seðlabankans felst einkum í þeim möguleika að fjármálaleg skilyrði þjóðarbúsins í heild versni og önnur ytri áföll dynji yfir á sama tíma og aðlögun eftir ofþenslu framkvæmdaáranna 2005 og 2006 á sér stað. Á fundinum með stjórnendum Seðlabankans kom fram að ójafnvægi í þjóðarbúskapnum birtist einnig í vaxandi viðskiptahalla. Á síðasta ári nam hann átta prósent af landsframleiðslu og horfur eru á að hann nemi tólf prósent af landsframleiðslu í ár. Gangi það eftir yrði það ekki einungis mesti viðskiptahalli frá lokum síðari heimstyrjaldarinnar heldur einnig einhver mesti halli sem sést hefur meðal þróaðra ríkja undanfarin þrjátíu ár. Birgir Ísleifur vill taka fram að þrátt fyrir að íslenska fjármálakerfið sé á mikilli siglingu og verði að glíma við ójafnvægi næstu árin sé það í meginatriðum traust. Uppbygging þess síðustu ár hjálpi þar mikið til. Viðskipti Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldi aftur hafnað í hundrað milljóna bankamáli Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Sjá meira
"Erlendar skuldir þjóðarbúsins, einkum bankanna, hafa hækkað ört á síðustu árum og nema nú um tvöfaldri landsframleiðslu eins árs. Það er einna veikasti þátturinn í efnahagslegri stöðu þjóðarbúsins," sagði Birgir Ísleifur Gunnarsson, seðlabankastjóri, í gær þegar hann kynnti úttekt bankans á fjármálastöðugleika á Íslandi. Viðskiptahallinn í ár stefnir líka í að vera sá mesti eftir seinna stríð og á sér ekki hliðstæðu meðal þróaðra ríkja. "Alþjóðlegu matsfyrirtækin, sem meta lánshæfi ríkissjóðs og bankanna, benda öll á þetta sem áhættuþátt og vara við aukinni skuldasöfnun, enda geti hún leitt til lægri lánshæfiseinkunnar. Þótt erlendar eignir hafi jafnframt vaxið hratt og séu umtalsverðar, er ójafnvægið mikið sem og áhættan. Veruleg lækkun á gengi íslensku krónunnar gæti leitt til erfiðleika í skuldastöðu fyrirtækja," sagði Birgir. Þetta er í fyrsta skipti sem Seðlabankinn gefur út sérrit um fjármálastöðugleika. Áður voru slíkar greiningar birtar í Peningamálum. Birgir segir þetta gert til að leggja meiri áherslu á umræðu um fjármálastöðugleika og blanda henni ekki mikið saman við umræðu um sjálfa peningastefnuna. Hættan sem gæti steðjað að fjármálakerfinu vegna efnahagsþróunarinnar í greiningu Seðlabankans felst einkum í þeim möguleika að fjármálaleg skilyrði þjóðarbúsins í heild versni og önnur ytri áföll dynji yfir á sama tíma og aðlögun eftir ofþenslu framkvæmdaáranna 2005 og 2006 á sér stað. Á fundinum með stjórnendum Seðlabankans kom fram að ójafnvægi í þjóðarbúskapnum birtist einnig í vaxandi viðskiptahalla. Á síðasta ári nam hann átta prósent af landsframleiðslu og horfur eru á að hann nemi tólf prósent af landsframleiðslu í ár. Gangi það eftir yrði það ekki einungis mesti viðskiptahalli frá lokum síðari heimstyrjaldarinnar heldur einnig einhver mesti halli sem sést hefur meðal þróaðra ríkja undanfarin þrjátíu ár. Birgir Ísleifur vill taka fram að þrátt fyrir að íslenska fjármálakerfið sé á mikilli siglingu og verði að glíma við ójafnvægi næstu árin sé það í meginatriðum traust. Uppbygging þess síðustu ár hjálpi þar mikið til.
Viðskipti Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldi aftur hafnað í hundrað milljóna bankamáli Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Sjá meira