Ekki hræddir við Chelsea 25. apríl 2005 00:01 Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri AC Milan, vill að Mílanóborg hljóti uppreisn æru þegar hans menn mæta PSV Eindhoven í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld, eftir ólætin sem settu blett á leik liðsins í síðustu umferð. Rafael Benitez hjá Liverpool segir sína menn klára í slaginn annað kvöld og segir þá ekki hrædda við Chelsea. Milan eygir úrslitaleikinn "Við höfum þegar náð því takmarki að vera á meðal fjögurra bestu liða Evrópu og höfum slegið út frábær lið eins og Manchester United og Inter á leið okkar þangað, svo við erum nokkuð sáttir við leiktíðina," sagði Ancelotti í samtali við heimasíðu AC Milan, en liðið er einnig í harðri toppbaráttu í deildakeppninni heima fyrir. Margir leikmanna Milan virðast vera farnir að hugsa til úrslitaleiksins, en brasilíski varnarmaðurinn Cafú hefur varað sína menn harðlega við að vanmeta hollenska liðið, sem hefur náð frábærum árangri í vetur. "Við erum enn minnugir leikjanna við Deportivo í fyrra, þar sem við féllum úr keppni eftir að vinna fyrri leikinn 4-1, svo að menn vita að það þýðir ekkert að vanmeta andstæðinga sína í þessari keppni," sagði bakvörðurinn sterki. Ekki hræddir við Chelsea Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, er hóflega bjartsýnn fyrir undanúrslitaleikinn við Chelsea annað kvöld og segist gera sér grein fyrir að það verði gríðarlega erfiður leikur. "Við höfum náð lengra en flestir spáðu í þessari keppni, en ég held að sjálfstraust leikmanna minna sé í fínu lagi eftir að við lögðum Juventus. Við gerum okkur ljóst að leikurinn við Chelsea verður mjög erfiður af þeirri einföldu staðreynd að þar er á ferð eitt besta lið í heiminum. Við erum hins vegar ekkert hræddir," sagði Benitez, en hin getspaka eiginkona hans er sögð vera búin að spá því að Liverpool vinni Meistaradeildina í ár. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Sjá meira
Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri AC Milan, vill að Mílanóborg hljóti uppreisn æru þegar hans menn mæta PSV Eindhoven í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld, eftir ólætin sem settu blett á leik liðsins í síðustu umferð. Rafael Benitez hjá Liverpool segir sína menn klára í slaginn annað kvöld og segir þá ekki hrædda við Chelsea. Milan eygir úrslitaleikinn "Við höfum þegar náð því takmarki að vera á meðal fjögurra bestu liða Evrópu og höfum slegið út frábær lið eins og Manchester United og Inter á leið okkar þangað, svo við erum nokkuð sáttir við leiktíðina," sagði Ancelotti í samtali við heimasíðu AC Milan, en liðið er einnig í harðri toppbaráttu í deildakeppninni heima fyrir. Margir leikmanna Milan virðast vera farnir að hugsa til úrslitaleiksins, en brasilíski varnarmaðurinn Cafú hefur varað sína menn harðlega við að vanmeta hollenska liðið, sem hefur náð frábærum árangri í vetur. "Við erum enn minnugir leikjanna við Deportivo í fyrra, þar sem við féllum úr keppni eftir að vinna fyrri leikinn 4-1, svo að menn vita að það þýðir ekkert að vanmeta andstæðinga sína í þessari keppni," sagði bakvörðurinn sterki. Ekki hræddir við Chelsea Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, er hóflega bjartsýnn fyrir undanúrslitaleikinn við Chelsea annað kvöld og segist gera sér grein fyrir að það verði gríðarlega erfiður leikur. "Við höfum náð lengra en flestir spáðu í þessari keppni, en ég held að sjálfstraust leikmanna minna sé í fínu lagi eftir að við lögðum Juventus. Við gerum okkur ljóst að leikurinn við Chelsea verður mjög erfiður af þeirri einföldu staðreynd að þar er á ferð eitt besta lið í heiminum. Við erum hins vegar ekkert hræddir," sagði Benitez, en hin getspaka eiginkona hans er sögð vera búin að spá því að Liverpool vinni Meistaradeildina í ár.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Sjá meira