Allt til alls í garðinum 25. apríl 2005 00:01 Samúel Örn Erlingsson íþróttafréttamaður hleður batteríin með því að heilsa upp á hestana að vetrinum og rækta garðinn sinn á sumrin. "Frá því í janúar og fram á vorið er hesthúsið mitt helsta athvarf. Þótt bílskúrinn hafi mikið aðdráttarafl þá hefur hesthúsið vinninginn. Reyndar veldur tímaskortur því að ég kemst ekki þangað eins oft og ég vildi en ég hef reynt að bæta það upp með því að fara í enn drýgri útreiðartúra þegar ég kemst á bak. Hestarnir kunna að meta það líka," segir Samúel Örn brosandi þegar hann er spurður hvar hann eigi sér athvarf. Að sumrinu er það þó garðurinn heima sem er eftirlætisstaður íþróttafréttamannsins og á pallinum finnst honum frábært að hreiðra um sig þegar vel viðrar. "Við leggjum okkur fram um að hafa garðinn hlýlegan en eins léttan í umhirðu og kostur er," segir Samúel og bendir á sígrænar plöntur framan við stofugluggann og vatn í fossi og tjörn sem er líka fallegt allt árið. Í einu horninu er matjurtagarður sem fjölskyldan sækir grænmeti í þegar kemur fram á sumarið. "Þótt mér finnist fínt að dunda mér í garðinum þá hvílir umhirða hans að langmestu leyti á herðum konunnar," viðurkennir Samúel Örn. "Það er helst að ég sjái um að þrífa tjörnina og svo tek ég til hendinni við sláttinn," segir hann hlæjandi og gefur garðeigendum það ráð að koma sér upp góðri sláttuvél - þá sé þetta ekkert mál. Á grasflötinni eru fótboltamörk þar sem dæturnar skora og sjá um að halda mosanum í skefjum í leiðinni. Það er semsagt allt til alls í garðinum. Samúel Örn kveðst eiga athvarf víðar sem gott er að sækja frið og orku til og nefnir æskuslóðirnar í Rangárþingi. "Á Hellu komst ég fyrst í kynni við garðyrkju því að móðir mín er mikil ræktunarkona. Ég skrepp þangað oft yfir sumarið meðal annars til að heilsa upp á hestana sem eru þar í sumarhögum." Hús og heimili Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira
Samúel Örn Erlingsson íþróttafréttamaður hleður batteríin með því að heilsa upp á hestana að vetrinum og rækta garðinn sinn á sumrin. "Frá því í janúar og fram á vorið er hesthúsið mitt helsta athvarf. Þótt bílskúrinn hafi mikið aðdráttarafl þá hefur hesthúsið vinninginn. Reyndar veldur tímaskortur því að ég kemst ekki þangað eins oft og ég vildi en ég hef reynt að bæta það upp með því að fara í enn drýgri útreiðartúra þegar ég kemst á bak. Hestarnir kunna að meta það líka," segir Samúel Örn brosandi þegar hann er spurður hvar hann eigi sér athvarf. Að sumrinu er það þó garðurinn heima sem er eftirlætisstaður íþróttafréttamannsins og á pallinum finnst honum frábært að hreiðra um sig þegar vel viðrar. "Við leggjum okkur fram um að hafa garðinn hlýlegan en eins léttan í umhirðu og kostur er," segir Samúel og bendir á sígrænar plöntur framan við stofugluggann og vatn í fossi og tjörn sem er líka fallegt allt árið. Í einu horninu er matjurtagarður sem fjölskyldan sækir grænmeti í þegar kemur fram á sumarið. "Þótt mér finnist fínt að dunda mér í garðinum þá hvílir umhirða hans að langmestu leyti á herðum konunnar," viðurkennir Samúel Örn. "Það er helst að ég sjái um að þrífa tjörnina og svo tek ég til hendinni við sláttinn," segir hann hlæjandi og gefur garðeigendum það ráð að koma sér upp góðri sláttuvél - þá sé þetta ekkert mál. Á grasflötinni eru fótboltamörk þar sem dæturnar skora og sjá um að halda mosanum í skefjum í leiðinni. Það er semsagt allt til alls í garðinum. Samúel Örn kveðst eiga athvarf víðar sem gott er að sækja frið og orku til og nefnir æskuslóðirnar í Rangárþingi. "Á Hellu komst ég fyrst í kynni við garðyrkju því að móðir mín er mikil ræktunarkona. Ég skrepp þangað oft yfir sumarið meðal annars til að heilsa upp á hestana sem eru þar í sumarhögum."
Hús og heimili Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira