Gatnamál á villigötum 14. apríl 2005 00:01 Auglýsingar Umferðarstofu hafa svo sannarlega vakið athygli og núna sitja margir foreldrar í umferðinni og skammast sín fyrir hvernig þeir tala og skammast út í aðra á meðan þeir eru að keyra. Þetta er stór auglýsingaherferð og maður hlýtur að spyrja sig hvort það sé svona algengt að foreldrar og aðrir skammist í umferðinni. Sennilega er það þó markmið Umferðarstofu að fá foreldrar til að vellta því fyrir sér hvernig ökumenn þeir eru allment, en ekki bara að huga að orðbragðinu. En orðbragðið varð fyrir valinu, og það hittir í mark vegna þess að langflestir kannast við að haga sér svona.Hvað er það sem ergir okkur svona í umferðinni? Af hverju erum við sífellt að skammast út í það að Íslendingar séu hrikalegir bílstjórar og kunni ekki að fara eftir umferðarreglunum og enginn virðist hugsa um að láta umferðina ganga, heldur bara að komast sjálfur leiðar sinnar, skítt með hina! Ekki virðist gatnakerfið létta undir með fólki að keyra almennilega því ef eitthvað er þá er það stútfullt af furðulegum beygjum, krókum og hringtorgum sem eru ekkert nema óskiljanleg, rugla ökumenn í rýminu og pirra þá. Nú rísa mislæg gatnamót út um allan bæ og maður hefði ætlað að þau væru til þess fallinn að létta á umferðinni svo hún geti gengið greiðlega. En allt annað virðist vaka yfir gatnamála yfirvöldum, því ef eitthvað er þá flækir hún umferðina til muna. Fólk er að stoppa á ljósum upp á brú og taka stórar beygjur þvert yfir þar sem erfitt er að átta sig á hvert beygjan liggur. Allt er þetta til þess fallið að auka slysahættu til muna þegar markmiðið er víst það að draga úr hraða. Það sem gerist hinsvegar að aksturstefna bílanna er sífellt að mætast og ekki er alltaf hægt að treysta á það að ljósin stoppi menn. Væri ekki mun gáfulegra að setja gatnamótin þannig upp að hægt sé að keyra greiðlega án þess að þurfa sífellt að stoppa til að hleypa í gegn bílum sem eru að koma úr annari átt? Það mætti halda að gatnamálayfirvöld hafi aldrei séð eða heyrt um slík gatnamót en þau eru til víða í hinum vestræna heimi og virka bara mjög vel. Hjá Útvarpi Umferðarráði kom það eitt sinn fram að allt gatnakerfið miðaði við að hægja á umferðinni því hraðinn væri okkar helsti óvinur. Furðulegt viðhorf á tímum þegar hraði skiptir öllu, en skiljanlegt þó þegar litið er til þess að flest alvarleg umferðarslys koma til vegna hraðaksturs. En slysin verða einnig þegar bílar mætast úr ólíkri átt. Aftur á móti er það spurning hvort þetta sé rétta leiðin til þess að draga úr hræðilegum umferðaslysum. Því miður verður sennilega aldrei hægt að koma alveg í veg fyrir þau en það er skylda yfirvalda og þeirra sem skipuleggja göturnar að minnka hættuna eins og hægt er. Væri því ekki betra að láta umferðina flæða og reyna að draga úr því að bílar séu að mætast og keyra í veg fyrir hvern annan? Mislæg gatnamót ættu að virka alveg eins og þau gera annarstaðar í hinum siðmenntaða heimi þar sem fólk fer upp á brú og keyrir svo af henni og niður á hraðbrautina án þess að þurfa að stoppa. Allt stopp og öll ljós hægja vissulega á umferðinni en þau hægja ef til vill einum of á henni, og þar af leiðandi eru aftanákeyrslur daglegt brauð. Í íbúahverfum eru allir sammála um að það þurfa að draga úr hraða og gæta þess að menn keyri varlega, en þegar kemur að stofnbrautum sem liggja í gegnum borgina og flestir keyra daglega, ætti að vera að minnsta kosti ein braut ljóslaus endanna á milli með mislægum gatnamótum þannig að bílar sem koma að henni geti farið inn á hana og af án þess að þurfa að stoppa. Líklega myndi meðalhraði aukast en menn væru minna að keyra aftan á, í veg fyrir hvorn annan og kæmust hratt og örugglega leiðar sinnar. Mjög líklega myndi umferðaslysum fækka við þetta en ekki fjölga. Annað vandamál sem til kemur með öllum þessum ljósum, sem virðast spretta upp eins og sveppir um alla borg, er að bílarnir menga meira. Við það að stöðva bílinn og taka af stað í sífellu eykst eldsneytisneysla til muna sem þýðir meiri mengun. Fólk er lengur að keyra á milli staða og hver bíll er lengur í umferðinni en ef hann gæti keyrt greiðlega og því er hann lengur í gangi og mengar meira. Umhverfissjónarmið er þáttur sem mjög nauðsynlegt er að hugsa um þegar umferðin er skipulögð því bílamengun er mjög alvarlegt mál. Augljóst er að ekki er hægt að skipuleggja allt gatnakerfið í kringum það eitt að það verði að draga úr hraða því það þarf alltaf að líta á heildarmyndina. Engum líður vel að þurfa alltaf að vera stopp í umferðinni. Skynsemi verður að ráða ferðinni, en það virðist hún ekki hafa gert til þessa. Það sem er mikilvægast er að umferðin flæði vel og fólk komist leiðar sinnar án vandkvæða því þetta er samgöngukerfi þar sem skiptir máli að komast hratt á milli staða, án þess þó að aka hættulega hratt. Fólki er treyst fyrir því að aka bíl, því verður að vera treyst fyrir því að aka skynsamlega en til þess þarf a bjóða upp á skynsamlegt gatnakerfi til að keyra eftir. Víkjum aftur að fyrstu spurningunni um það af hverju við teljum okkur keyra svona illa. Svarið við því er að spyrja á móti: Keyrum við svona illa eða er kerfið sem við keyrum eftir einfaldlega slæmt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Kristín Eva Þórhallsdóttir Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Auglýsingar Umferðarstofu hafa svo sannarlega vakið athygli og núna sitja margir foreldrar í umferðinni og skammast sín fyrir hvernig þeir tala og skammast út í aðra á meðan þeir eru að keyra. Þetta er stór auglýsingaherferð og maður hlýtur að spyrja sig hvort það sé svona algengt að foreldrar og aðrir skammist í umferðinni. Sennilega er það þó markmið Umferðarstofu að fá foreldrar til að vellta því fyrir sér hvernig ökumenn þeir eru allment, en ekki bara að huga að orðbragðinu. En orðbragðið varð fyrir valinu, og það hittir í mark vegna þess að langflestir kannast við að haga sér svona.Hvað er það sem ergir okkur svona í umferðinni? Af hverju erum við sífellt að skammast út í það að Íslendingar séu hrikalegir bílstjórar og kunni ekki að fara eftir umferðarreglunum og enginn virðist hugsa um að láta umferðina ganga, heldur bara að komast sjálfur leiðar sinnar, skítt með hina! Ekki virðist gatnakerfið létta undir með fólki að keyra almennilega því ef eitthvað er þá er það stútfullt af furðulegum beygjum, krókum og hringtorgum sem eru ekkert nema óskiljanleg, rugla ökumenn í rýminu og pirra þá. Nú rísa mislæg gatnamót út um allan bæ og maður hefði ætlað að þau væru til þess fallinn að létta á umferðinni svo hún geti gengið greiðlega. En allt annað virðist vaka yfir gatnamála yfirvöldum, því ef eitthvað er þá flækir hún umferðina til muna. Fólk er að stoppa á ljósum upp á brú og taka stórar beygjur þvert yfir þar sem erfitt er að átta sig á hvert beygjan liggur. Allt er þetta til þess fallið að auka slysahættu til muna þegar markmiðið er víst það að draga úr hraða. Það sem gerist hinsvegar að aksturstefna bílanna er sífellt að mætast og ekki er alltaf hægt að treysta á það að ljósin stoppi menn. Væri ekki mun gáfulegra að setja gatnamótin þannig upp að hægt sé að keyra greiðlega án þess að þurfa sífellt að stoppa til að hleypa í gegn bílum sem eru að koma úr annari átt? Það mætti halda að gatnamálayfirvöld hafi aldrei séð eða heyrt um slík gatnamót en þau eru til víða í hinum vestræna heimi og virka bara mjög vel. Hjá Útvarpi Umferðarráði kom það eitt sinn fram að allt gatnakerfið miðaði við að hægja á umferðinni því hraðinn væri okkar helsti óvinur. Furðulegt viðhorf á tímum þegar hraði skiptir öllu, en skiljanlegt þó þegar litið er til þess að flest alvarleg umferðarslys koma til vegna hraðaksturs. En slysin verða einnig þegar bílar mætast úr ólíkri átt. Aftur á móti er það spurning hvort þetta sé rétta leiðin til þess að draga úr hræðilegum umferðaslysum. Því miður verður sennilega aldrei hægt að koma alveg í veg fyrir þau en það er skylda yfirvalda og þeirra sem skipuleggja göturnar að minnka hættuna eins og hægt er. Væri því ekki betra að láta umferðina flæða og reyna að draga úr því að bílar séu að mætast og keyra í veg fyrir hvern annan? Mislæg gatnamót ættu að virka alveg eins og þau gera annarstaðar í hinum siðmenntaða heimi þar sem fólk fer upp á brú og keyrir svo af henni og niður á hraðbrautina án þess að þurfa að stoppa. Allt stopp og öll ljós hægja vissulega á umferðinni en þau hægja ef til vill einum of á henni, og þar af leiðandi eru aftanákeyrslur daglegt brauð. Í íbúahverfum eru allir sammála um að það þurfa að draga úr hraða og gæta þess að menn keyri varlega, en þegar kemur að stofnbrautum sem liggja í gegnum borgina og flestir keyra daglega, ætti að vera að minnsta kosti ein braut ljóslaus endanna á milli með mislægum gatnamótum þannig að bílar sem koma að henni geti farið inn á hana og af án þess að þurfa að stoppa. Líklega myndi meðalhraði aukast en menn væru minna að keyra aftan á, í veg fyrir hvorn annan og kæmust hratt og örugglega leiðar sinnar. Mjög líklega myndi umferðaslysum fækka við þetta en ekki fjölga. Annað vandamál sem til kemur með öllum þessum ljósum, sem virðast spretta upp eins og sveppir um alla borg, er að bílarnir menga meira. Við það að stöðva bílinn og taka af stað í sífellu eykst eldsneytisneysla til muna sem þýðir meiri mengun. Fólk er lengur að keyra á milli staða og hver bíll er lengur í umferðinni en ef hann gæti keyrt greiðlega og því er hann lengur í gangi og mengar meira. Umhverfissjónarmið er þáttur sem mjög nauðsynlegt er að hugsa um þegar umferðin er skipulögð því bílamengun er mjög alvarlegt mál. Augljóst er að ekki er hægt að skipuleggja allt gatnakerfið í kringum það eitt að það verði að draga úr hraða því það þarf alltaf að líta á heildarmyndina. Engum líður vel að þurfa alltaf að vera stopp í umferðinni. Skynsemi verður að ráða ferðinni, en það virðist hún ekki hafa gert til þessa. Það sem er mikilvægast er að umferðin flæði vel og fólk komist leiðar sinnar án vandkvæða því þetta er samgöngukerfi þar sem skiptir máli að komast hratt á milli staða, án þess þó að aka hættulega hratt. Fólki er treyst fyrir því að aka bíl, því verður að vera treyst fyrir því að aka skynsamlega en til þess þarf a bjóða upp á skynsamlegt gatnakerfi til að keyra eftir. Víkjum aftur að fyrstu spurningunni um það af hverju við teljum okkur keyra svona illa. Svarið við því er að spyrja á móti: Keyrum við svona illa eða er kerfið sem við keyrum eftir einfaldlega slæmt?
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun