Meistaradeildin í kvöld 13. apríl 2005 00:01 Leik Juventus og Liverpool í Meistaradeild Evrópu í kvöld er beðið með mikilli eftirvæntingu, ekki síst vegna þeirrar spennu sem byggst hefur upp meðal stuðningsmanna liðanna. Leikur liðanna verður í beinni útsendingu á Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 18:30. Liverpool tókst það sem fáir höfðu trú á að þeir gætu gert, að sigra lið Juventus í fyrri leik liðanna á Anfield í síðustu viku. Í kvöld fá þeir það erfiða verkefni að verja 2-1 forystu sína gegn ítalska stórveldinu á Delle Alpi leikvangi í Tórínó. Jerzy Dudek, markvörður enska liðsins er bjartsýnn fyrir leikinn í kvöld. "Við lögðum þá á heimavelli og við höfum sjálfstraustið í að ná hagstæðum úrslitum í síðari leiknum. Af hverju ættum við ekki að geta unnið þá aftur? Við gerðum það fyrir viku síðan.Við viljum allir bæta fyrir ófarirnar gegn Leverkusen fyrir tveimur árum og komast lengra í ár. Ég hef fulla trú á því að við getum það," sagði pólski markvörðurinn, sem hefur verið inn og út úr enska liðinu í vetur. Rafa Benitez knattspyrnustjóri Liverpool tók í sama streng og vildi ekki gera of mikið úr fjarveru fyrirliðans Steven Gerrard, en hann getur ekki leikið með liðinu í kvöld vegna meiðsla. "Auðvitað myndum við vilja hafa Gerrard í liðinu, en við höfum sýnt það í vetur að við getum leikið ágætlega án hans og við erum að fá menn aftur inn eftir meiðsli, svo við getum verið þokkalega bjartsýnir fyrir leikinn", sagði Benitez. Þegar hann var spurður hvort hann teldi Liverpool eiga möguleika á að skora á Delle Alpi, sagði hann; "Juve er augljóslega með frábæra varnarmenn, en við erum með Milan Baros, sem getur skapað mikinn usla hjá þeim í skyndisóknunum og ég held að ef við næðum að skora snemma, myndi það setja gríðarlega pressu á þá," sagði stjórinn. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira
Leik Juventus og Liverpool í Meistaradeild Evrópu í kvöld er beðið með mikilli eftirvæntingu, ekki síst vegna þeirrar spennu sem byggst hefur upp meðal stuðningsmanna liðanna. Leikur liðanna verður í beinni útsendingu á Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 18:30. Liverpool tókst það sem fáir höfðu trú á að þeir gætu gert, að sigra lið Juventus í fyrri leik liðanna á Anfield í síðustu viku. Í kvöld fá þeir það erfiða verkefni að verja 2-1 forystu sína gegn ítalska stórveldinu á Delle Alpi leikvangi í Tórínó. Jerzy Dudek, markvörður enska liðsins er bjartsýnn fyrir leikinn í kvöld. "Við lögðum þá á heimavelli og við höfum sjálfstraustið í að ná hagstæðum úrslitum í síðari leiknum. Af hverju ættum við ekki að geta unnið þá aftur? Við gerðum það fyrir viku síðan.Við viljum allir bæta fyrir ófarirnar gegn Leverkusen fyrir tveimur árum og komast lengra í ár. Ég hef fulla trú á því að við getum það," sagði pólski markvörðurinn, sem hefur verið inn og út úr enska liðinu í vetur. Rafa Benitez knattspyrnustjóri Liverpool tók í sama streng og vildi ekki gera of mikið úr fjarveru fyrirliðans Steven Gerrard, en hann getur ekki leikið með liðinu í kvöld vegna meiðsla. "Auðvitað myndum við vilja hafa Gerrard í liðinu, en við höfum sýnt það í vetur að við getum leikið ágætlega án hans og við erum að fá menn aftur inn eftir meiðsli, svo við getum verið þokkalega bjartsýnir fyrir leikinn", sagði Benitez. Þegar hann var spurður hvort hann teldi Liverpool eiga möguleika á að skora á Delle Alpi, sagði hann; "Juve er augljóslega með frábæra varnarmenn, en við erum með Milan Baros, sem getur skapað mikinn usla hjá þeim í skyndisóknunum og ég held að ef við næðum að skora snemma, myndi það setja gríðarlega pressu á þá," sagði stjórinn.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira