Útrás eða flótti 13. október 2005 19:01 Vangaveltur eru innan verkalýðshreyfingarinnar um það hvort útrás íslenskra fyrirtækja, til dæmis til baltnesku landanna, sé útrás eða flótti frá íslenskum vinnumarkaði þar sem starfsmenn hafa góð laun, njóta mikilla réttinda og verkalýðshreyfingin er sterk. Verkalýðshreyfingin í baltnesku löndunum er veik. "Þar geta atvinnurekendur ráðið og rekið fólk eins og þeim sýnist. Á norðurlöndunum er verkalýðshreyfingin sterk. Hér er ákveðin hefð fyrir samskiptum á vinnumarkaði sem ekki er fyrir hendi í baltnesku löndunum. Því spyrjum við: Er verið að misnota fólk. Starfsgreinasambandið ætlar að fjalla um þetta á málþingi 10. maí," segir Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Félagsleg undirboð og straumur fólks á vinnumarkað án tilskilinna leyfa einkennir vinnumarkaðinn þessa dagana. Skúli segir að sama vandamál sé í öðrum ríkjum Evrópu en verkalýðshreyfingin styðji við bakið á verkalýðshreyfingunni í ríkjum gömlu Sovétríkjanna og Austur-Evrópu. "Samkeppnisstaða fyrirtækja á markaði ræðst af því hvaða kostnað fyrirtækin hafa af sinni starfsemi. Þar er launaþátturinn mikilvægur. Sum fyrirtæki fara úr landi og hasla sér völl þar sem þau fá ódýrara vinnuafl. Það þýðir að verkalýðshreyfingin verður líka að hefja útrás," segir hann. Jón Guðmann Pétursson, forstjóri Hampiðjunnar, er ósammála því að útrásin sé flótti. Margar ástæður séu fyrir því að hagkvæmara sé að hafa vissa þætti starfseminnar erlendis, til dæmis gengismál. Í því felist bara skynsemi og komi launum og réttindamálum ekkert við. "Samkeppni frá Asíu fer vaxandi. Hér er hátt menntunarstig og mikil þekking en ég held að það styrki fyrirtækin í heild að geta verið með hluta starfseminnar í öðru umhverfi en þessu íslenska. Hampiðjan hefur aldrei verið með öflugri starfsemi á Íslandi en núna," segir hann. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Vangaveltur eru innan verkalýðshreyfingarinnar um það hvort útrás íslenskra fyrirtækja, til dæmis til baltnesku landanna, sé útrás eða flótti frá íslenskum vinnumarkaði þar sem starfsmenn hafa góð laun, njóta mikilla réttinda og verkalýðshreyfingin er sterk. Verkalýðshreyfingin í baltnesku löndunum er veik. "Þar geta atvinnurekendur ráðið og rekið fólk eins og þeim sýnist. Á norðurlöndunum er verkalýðshreyfingin sterk. Hér er ákveðin hefð fyrir samskiptum á vinnumarkaði sem ekki er fyrir hendi í baltnesku löndunum. Því spyrjum við: Er verið að misnota fólk. Starfsgreinasambandið ætlar að fjalla um þetta á málþingi 10. maí," segir Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Félagsleg undirboð og straumur fólks á vinnumarkað án tilskilinna leyfa einkennir vinnumarkaðinn þessa dagana. Skúli segir að sama vandamál sé í öðrum ríkjum Evrópu en verkalýðshreyfingin styðji við bakið á verkalýðshreyfingunni í ríkjum gömlu Sovétríkjanna og Austur-Evrópu. "Samkeppnisstaða fyrirtækja á markaði ræðst af því hvaða kostnað fyrirtækin hafa af sinni starfsemi. Þar er launaþátturinn mikilvægur. Sum fyrirtæki fara úr landi og hasla sér völl þar sem þau fá ódýrara vinnuafl. Það þýðir að verkalýðshreyfingin verður líka að hefja útrás," segir hann. Jón Guðmann Pétursson, forstjóri Hampiðjunnar, er ósammála því að útrásin sé flótti. Margar ástæður séu fyrir því að hagkvæmara sé að hafa vissa þætti starfseminnar erlendis, til dæmis gengismál. Í því felist bara skynsemi og komi launum og réttindamálum ekkert við. "Samkeppni frá Asíu fer vaxandi. Hér er hátt menntunarstig og mikil þekking en ég held að það styrki fyrirtækin í heild að geta verið með hluta starfseminnar í öðru umhverfi en þessu íslenska. Hampiðjan hefur aldrei verið með öflugri starfsemi á Íslandi en núna," segir hann.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira