Fjölmennasta jarðarför sögunnar? 13. október 2005 19:01 Milljónir manna tóku þátt í útför páfa í Róm í morgun sem er líklega fjölmennasta jarðarför sögunnar. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að athöfnin hafi einkennst bæði af sorg og gleði; það hafi meðal annars komið sér á óvart þegar klappað var við athöfnina. Athöfnin var látlaus og fylgt var fyrirmælum sem páfi gaf sjálfur fyrir nokkrum árum. Hófst hún klukkan átta í morgun og stóð í rúmar þrjár klukkustundir. Fornum og nýjum siðum var blandað saman og var messan bæði sungin á latínu og nútímatungumálum. Athöfninni lauk með því að lík páfa, sem hvílir í einfaldri kistu úr kýprusviði, var sett á altari fyrir framan basílikuna. Kistan var svo borin inn í basílikuna og úr augsýn fjöldans og sjónvarpsmyndavélanna. Þar verður hún sett ofan í aðra kistu úr sinki sem er svo aftur sett í eikarkistu sem er síðan grafin undir marmarahellu í grafhýsi basílikunnar. Meira en fjórar milljónir pílagríma hafa komið til Rómar vegna útfararinnar og öryggisgæsla á sér vart fordæmi. Aðeins 250 þúsund manns komust þó fyrir á Péturstorginu og þurftu margir að láta sér nægja að horfa á útsendingu frá athöfninni á risaskjám. Halldór Ásgrímsson segir athöfnina hafa verið mjög fallega og tilkomumikla. „Ég hef aldrei séð jafn mikinn mannfjölda kominn saman og ég sá á Péturstorginu og í aðliggjandi götum. Þetta var mikil upplifun og snart mig eins og áreiðanlega alla sem þarna voru og fylgdust með, og líka þá sem horfðu á þessa athöfn,“ segir Halldór. Hann segir það hins vegar hafa komið sér á óvart hve mikið var klappað við athöfnina. Útförin markar upphaf níu daga sorgartímabils og þakkargjörðar fyrir starf páfa. Þegar því lýkur, 18. apríl, munu kardínálar koma saman til leynilegs fundar í Páfagarði og velja nýjan páfa.MYND/APMYND/APMYND/AP Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira
Milljónir manna tóku þátt í útför páfa í Róm í morgun sem er líklega fjölmennasta jarðarför sögunnar. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að athöfnin hafi einkennst bæði af sorg og gleði; það hafi meðal annars komið sér á óvart þegar klappað var við athöfnina. Athöfnin var látlaus og fylgt var fyrirmælum sem páfi gaf sjálfur fyrir nokkrum árum. Hófst hún klukkan átta í morgun og stóð í rúmar þrjár klukkustundir. Fornum og nýjum siðum var blandað saman og var messan bæði sungin á latínu og nútímatungumálum. Athöfninni lauk með því að lík páfa, sem hvílir í einfaldri kistu úr kýprusviði, var sett á altari fyrir framan basílikuna. Kistan var svo borin inn í basílikuna og úr augsýn fjöldans og sjónvarpsmyndavélanna. Þar verður hún sett ofan í aðra kistu úr sinki sem er svo aftur sett í eikarkistu sem er síðan grafin undir marmarahellu í grafhýsi basílikunnar. Meira en fjórar milljónir pílagríma hafa komið til Rómar vegna útfararinnar og öryggisgæsla á sér vart fordæmi. Aðeins 250 þúsund manns komust þó fyrir á Péturstorginu og þurftu margir að láta sér nægja að horfa á útsendingu frá athöfninni á risaskjám. Halldór Ásgrímsson segir athöfnina hafa verið mjög fallega og tilkomumikla. „Ég hef aldrei séð jafn mikinn mannfjölda kominn saman og ég sá á Péturstorginu og í aðliggjandi götum. Þetta var mikil upplifun og snart mig eins og áreiðanlega alla sem þarna voru og fylgdust með, og líka þá sem horfðu á þessa athöfn,“ segir Halldór. Hann segir það hins vegar hafa komið sér á óvart hve mikið var klappað við athöfnina. Útförin markar upphaf níu daga sorgartímabils og þakkargjörðar fyrir starf páfa. Þegar því lýkur, 18. apríl, munu kardínálar koma saman til leynilegs fundar í Páfagarði og velja nýjan páfa.MYND/APMYND/APMYND/AP
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira