Leitað eftir samstarfi um kaup 7. apríl 2005 00:01 Þreifingar hafa verið um nokkurra vikna skeið um samstarf VÍS, Meiðs og Björgólfs Thors Björgólfssonar um kaup á meirihluta í Símanum. Sex hafa lýst yfir áhuga á að bjóða í Símann í samstarfi við Björgólf Thor og fyrirtæki tengd honum. Í vikunni var tilkynnt að Síminn yrði seldur fyrir lok júlímánaðar, það er innan fjögurra mánaða. Það kann að virðast skammur tími en hafa ber í huga að mögulegir lysthafendur hafa verið á tánum um nokkurt skeið. Tveir hópar hafa helst verið tilgreindir, annars vegar hópur í kringum Björgólf Thor Björgólfsson og fyrirtæki hans og hins vegar hópur í kringum Meið og VÍS. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur hins vegar heimildir fyrir því að forsvarsmenn VÍS hafi skömmu eftir áramót látið Björgólf Thor vita af því að þeim léki hugur á að búa til hóp fjárfesta sem samanstæði af VÍS, Meiði og Björgólfi. Á meðal hugmynda sem rissaðar hafa verið niður á blað og fréttastofa hefur undir höndum er ein sem viðruð var fyrir nokkrum vikum og gekk út á að hver þessara aðila myndi eignast 20 prósenta hlut í Símanum; Novator, sem er í eigu Björgólfs, Meiður og VÍS. Fréttastofa hefur öruggar heimildir fyrir því að Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS, hafi imprað á hugmyndinni við Björgólf Thor og jafnframt haft á orði að málið væri pólitískt skothelt. Síðan þessi hugmynd var viðruð hefur einkavæðingarnefnd kynnt fyrirkomulagið á sölu Símans og hljóta því hugmyndir manna að laga sig að þeim veruleika á endanum. Heimildarmenn fréttastofu hafa hins vegar bent á að hópur sem samanstandi af VÍS, Meiði og Björgólfi fari létt með að uppfylla allar þær kröfur sem gerðar eru um fjárhagslegan styrk og reynslu af rekstri og að það gæti komið þessum aðilum afar vel að vinna saman að tilboði í stað þess að keppa um bitann. En það eru fleiri sem vilja eignast Símann því heimildir fréttastofu herma að sex aðilar, þrír innlendir og þrír erlendir, hafi lýst yfir áhuga á vinna með Björgólfi Thor að tilboði í Símann. Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS, hafði samband við fréttastofu Stöðvar 2 og vildi taka fram að hann hefði ekki átt neitt samtal við Björgólf Thor Björgólfsson um kaup á Símanum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Sjá meira
Þreifingar hafa verið um nokkurra vikna skeið um samstarf VÍS, Meiðs og Björgólfs Thors Björgólfssonar um kaup á meirihluta í Símanum. Sex hafa lýst yfir áhuga á að bjóða í Símann í samstarfi við Björgólf Thor og fyrirtæki tengd honum. Í vikunni var tilkynnt að Síminn yrði seldur fyrir lok júlímánaðar, það er innan fjögurra mánaða. Það kann að virðast skammur tími en hafa ber í huga að mögulegir lysthafendur hafa verið á tánum um nokkurt skeið. Tveir hópar hafa helst verið tilgreindir, annars vegar hópur í kringum Björgólf Thor Björgólfsson og fyrirtæki hans og hins vegar hópur í kringum Meið og VÍS. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur hins vegar heimildir fyrir því að forsvarsmenn VÍS hafi skömmu eftir áramót látið Björgólf Thor vita af því að þeim léki hugur á að búa til hóp fjárfesta sem samanstæði af VÍS, Meiði og Björgólfi. Á meðal hugmynda sem rissaðar hafa verið niður á blað og fréttastofa hefur undir höndum er ein sem viðruð var fyrir nokkrum vikum og gekk út á að hver þessara aðila myndi eignast 20 prósenta hlut í Símanum; Novator, sem er í eigu Björgólfs, Meiður og VÍS. Fréttastofa hefur öruggar heimildir fyrir því að Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS, hafi imprað á hugmyndinni við Björgólf Thor og jafnframt haft á orði að málið væri pólitískt skothelt. Síðan þessi hugmynd var viðruð hefur einkavæðingarnefnd kynnt fyrirkomulagið á sölu Símans og hljóta því hugmyndir manna að laga sig að þeim veruleika á endanum. Heimildarmenn fréttastofu hafa hins vegar bent á að hópur sem samanstandi af VÍS, Meiði og Björgólfi fari létt með að uppfylla allar þær kröfur sem gerðar eru um fjárhagslegan styrk og reynslu af rekstri og að það gæti komið þessum aðilum afar vel að vinna saman að tilboði í stað þess að keppa um bitann. En það eru fleiri sem vilja eignast Símann því heimildir fréttastofu herma að sex aðilar, þrír innlendir og þrír erlendir, hafi lýst yfir áhuga á vinna með Björgólfi Thor að tilboði í Símann. Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS, hafði samband við fréttastofu Stöðvar 2 og vildi taka fram að hann hefði ekki átt neitt samtal við Björgólf Thor Björgólfsson um kaup á Símanum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Sjá meira