Búið að ákveða kaupendur? 5. apríl 2005 00:01 Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir þrálátan orðróm í viðskiptalífinu um að búið sé að ákveða fyrirfram hverjir kaupi Landssímann og að fráleit skilyrði til kaupenda virðist heimatilbúin til að koma verðmætum til vildarvina. Hann rifjaði upp sölu Búnaðarbankans á Alþingi í gær og spurði hvort menn myndu nú aftur sjá sambærilega fréttamynd að aflokinni sölu Símans: af fyrrverandi varaformanni Framsóknarflokksins keyra burt með Landssímann í skottinu. Lúðvík tæpti á einkavæðingasögu Búnaðarbankans og sagði ekki að undra þótt það væru grunsemdir og tortryggni í garð ríkisstjórnarinnar í málinu. Hesteyri, fyrirtæki í eigu Skinneyjar-Þinganess og Kaupfélags Skagfirðinga, keypti rúmlega 22 prósenta hlut í Keri 16. ágúst 2002 af Straumi. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra á rúmlega 2,3 prósenta hlut í Skinney-Þinganes. Ker keypti síðan tæpan 35 prósenta hlut í VÍS af Landsbankanum þann 28. ágúst. Hesteyri er þá leiðandi aðili í Keri. S-hópurinn sýndi síðan áhuga á að kaupa Búnaðarbankannn 10. september. Einkavæðinganefnd hóf viðræður við S-hópinn 4. nóvember. 6. nóvember kemur VÍS inn í S-hópinn en Samskip fara út. 15. nóvember selur Ker Norvik hlut sinn í VÍS og hafði þá hagnast um rúman einn milljarð frá því hluturinn var keyptur af ríkinu. Heysteyri selur svo rúman 22 prósenta hlut sinn í Keri og fær greitt með fjórðungshlut í VÍS. Ætla má að hluturinn hafi verið seldur á 700 milljóna króna yfirverði, miðað við upplýsingar sem Lúðvík Bergvinsson vitnaði til úr Frjálsri verslun í desember árið 2002. Þar kemur fram að félag í eigu Fiskiðjunnar Skagfirðings og Skinneyjar-Þinganess hafi haft frumkvæði og völd í S-hópnum á þessum tíma vegna stöðu sinnar í Keri á meðan viðræður voru í gangi um kaup hópsins á 45,8 prósenta hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. 16. nóvember náðist samkomulag við S-hópinn. Hann samanstendur þá af VÍS, Samvinnulífeyrissjóðnum, Eglu, Keri, Samvinnutryggingum - eignarhaldsfélagi og erlendri fjármálastofnun. Lúðvík sagði engar lagareglur gilda um störf einkavæðingarnefndar og samkvæmt opinberum upplýsingum virtist að undarlegir hlutir hafi átt sér stað í tengslum við einkavæðingu Búnaðarbankans. Hann sagði þrálátan orðróm í viðskiptalífinu um að búið sé að ákveða fyrirfram hverjir kaupi Landssímann og að fráleit skilyrði til kaupenda virðist heimatilbúin til að koma verðmætum til vildarvina. Lúðvík spurði því hvort menn myndu nú aftur sjá sambærilega fréttamynd og áður er getið. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir þrálátan orðróm í viðskiptalífinu um að búið sé að ákveða fyrirfram hverjir kaupi Landssímann og að fráleit skilyrði til kaupenda virðist heimatilbúin til að koma verðmætum til vildarvina. Hann rifjaði upp sölu Búnaðarbankans á Alþingi í gær og spurði hvort menn myndu nú aftur sjá sambærilega fréttamynd að aflokinni sölu Símans: af fyrrverandi varaformanni Framsóknarflokksins keyra burt með Landssímann í skottinu. Lúðvík tæpti á einkavæðingasögu Búnaðarbankans og sagði ekki að undra þótt það væru grunsemdir og tortryggni í garð ríkisstjórnarinnar í málinu. Hesteyri, fyrirtæki í eigu Skinneyjar-Þinganess og Kaupfélags Skagfirðinga, keypti rúmlega 22 prósenta hlut í Keri 16. ágúst 2002 af Straumi. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra á rúmlega 2,3 prósenta hlut í Skinney-Þinganes. Ker keypti síðan tæpan 35 prósenta hlut í VÍS af Landsbankanum þann 28. ágúst. Hesteyri er þá leiðandi aðili í Keri. S-hópurinn sýndi síðan áhuga á að kaupa Búnaðarbankannn 10. september. Einkavæðinganefnd hóf viðræður við S-hópinn 4. nóvember. 6. nóvember kemur VÍS inn í S-hópinn en Samskip fara út. 15. nóvember selur Ker Norvik hlut sinn í VÍS og hafði þá hagnast um rúman einn milljarð frá því hluturinn var keyptur af ríkinu. Heysteyri selur svo rúman 22 prósenta hlut sinn í Keri og fær greitt með fjórðungshlut í VÍS. Ætla má að hluturinn hafi verið seldur á 700 milljóna króna yfirverði, miðað við upplýsingar sem Lúðvík Bergvinsson vitnaði til úr Frjálsri verslun í desember árið 2002. Þar kemur fram að félag í eigu Fiskiðjunnar Skagfirðings og Skinneyjar-Þinganess hafi haft frumkvæði og völd í S-hópnum á þessum tíma vegna stöðu sinnar í Keri á meðan viðræður voru í gangi um kaup hópsins á 45,8 prósenta hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. 16. nóvember náðist samkomulag við S-hópinn. Hann samanstendur þá af VÍS, Samvinnulífeyrissjóðnum, Eglu, Keri, Samvinnutryggingum - eignarhaldsfélagi og erlendri fjármálastofnun. Lúðvík sagði engar lagareglur gilda um störf einkavæðingarnefndar og samkvæmt opinberum upplýsingum virtist að undarlegir hlutir hafi átt sér stað í tengslum við einkavæðingu Búnaðarbankans. Hann sagði þrálátan orðróm í viðskiptalífinu um að búið sé að ákveða fyrirfram hverjir kaupi Landssímann og að fráleit skilyrði til kaupenda virðist heimatilbúin til að koma verðmætum til vildarvina. Lúðvík spurði því hvort menn myndu nú aftur sjá sambærilega fréttamynd og áður er getið.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira