Margmenni við útför páfa 4. apríl 2005 00:01 Líkið af Jóhannesi Páli páfa var síðdegis flutt í Basilíku Péturskirkjunnar í Róm þar sem almenningi gefst kostur á að votta honum virðingu sína næstu daga. Útför páfa fer fram á föstudaginn og er búist við margmenni. Lík páfa hefur legið á viðhafnarbörum frá því í gær og það var síðdegis í dag borið inn í kirkjuna. Kardinálar kaþólsku kirkjunnar vottuðu páfa virðingu sína og síðan mun almenningur fá að streyma inn í kirkjuna til að kveðja hann. Tugir þúsunda manna hafa hafst við á Péturstorginu í Róm um helgina og búist er við því að um tvær milljónir manna muni á næstu dögum flykkjast til Rómar til að sjá páfa í hinsta sinn. Biðröðin við Péturskirkjuna er þegar orðin gríðarlöng, lögregla áætlar að um hundrað þúsund manns bíði þess að komast inn í kirkjuna sem verður opin nánast allan sólarhringinn. Aðeins verður lokað í þrjár klukkustundir um blánóttina svo hægt sé að þrífa húsið og laga líkið. Páll Jensson, prófessor í iðnaðarverkfræði sem staddur er í rannsóknarleyfi í Róm, segir að allt mannlífið í borginni snúist um andlát páfa þessa dagana og talað sé um að öll hótel séu að fyllast. Páll og eiginkona hans fóru að Péturstorginu á laugardag og segir hann það hafa verið mjög áhrifamikið að vera þarna með þessum gífurlega mannfjölda. Ófáir hafi líka fellt tár. Útför páfa fer fram á föstudagsmorgun og verður hann jarðsettur í grafhvelfingu undir Péturskirkjunni. Búist er við um 200 þjóðarleiðtogum, meðal annars Bush Bandaríkjaforseta, Blair, forsætisráðherra Bretlands, Schröder, kanslara Þýskalands, Juan Carlos Spánarkonungi og Freiberga, forseta Lettlands. Ekki liggur enn fyrir hvort Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra fari til Rómar fyrir Íslands hönd en þegar síðasti páfi var jarðsettur var aðeins íslenskur sendiherra viðstaddur. Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Líkið af Jóhannesi Páli páfa var síðdegis flutt í Basilíku Péturskirkjunnar í Róm þar sem almenningi gefst kostur á að votta honum virðingu sína næstu daga. Útför páfa fer fram á föstudaginn og er búist við margmenni. Lík páfa hefur legið á viðhafnarbörum frá því í gær og það var síðdegis í dag borið inn í kirkjuna. Kardinálar kaþólsku kirkjunnar vottuðu páfa virðingu sína og síðan mun almenningur fá að streyma inn í kirkjuna til að kveðja hann. Tugir þúsunda manna hafa hafst við á Péturstorginu í Róm um helgina og búist er við því að um tvær milljónir manna muni á næstu dögum flykkjast til Rómar til að sjá páfa í hinsta sinn. Biðröðin við Péturskirkjuna er þegar orðin gríðarlöng, lögregla áætlar að um hundrað þúsund manns bíði þess að komast inn í kirkjuna sem verður opin nánast allan sólarhringinn. Aðeins verður lokað í þrjár klukkustundir um blánóttina svo hægt sé að þrífa húsið og laga líkið. Páll Jensson, prófessor í iðnaðarverkfræði sem staddur er í rannsóknarleyfi í Róm, segir að allt mannlífið í borginni snúist um andlát páfa þessa dagana og talað sé um að öll hótel séu að fyllast. Páll og eiginkona hans fóru að Péturstorginu á laugardag og segir hann það hafa verið mjög áhrifamikið að vera þarna með þessum gífurlega mannfjölda. Ófáir hafi líka fellt tár. Útför páfa fer fram á föstudagsmorgun og verður hann jarðsettur í grafhvelfingu undir Péturskirkjunni. Búist er við um 200 þjóðarleiðtogum, meðal annars Bush Bandaríkjaforseta, Blair, forsætisráðherra Bretlands, Schröder, kanslara Þýskalands, Juan Carlos Spánarkonungi og Freiberga, forseta Lettlands. Ekki liggur enn fyrir hvort Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra fari til Rómar fyrir Íslands hönd en þegar síðasti páfi var jarðsettur var aðeins íslenskur sendiherra viðstaddur.
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira