Er öllum orðið sama? 3. apríl 2005 00:01 Íslenska landsliðið í knattspyrnu steinlá enn eina ferðina og að þessu sinni 4-0 fyrir Króatíu í Zagreb. Líklegt er að landsliðið verði í kjölfarið ekki lengur talið eitt af þeim 100 bestu í heiminum sem er að sjálfsögðu ekkert minna en skandall. Þótt við séum fámenn þjóð hljótum við gera þá kröfu að við séum á meðal 100 efstu á FIFA-listanum. Engu að síður er þessi niðurstaða í fullu samræmi við gengi landsliðsins sem hefur ekki gert neitt af viti í rúmt ár og er svo sannarlega í frjálsu falli. Það sem kannski særir mest er að ekkert er gert til þess að stöðva þetta frjálsa fall. Almenningur pirraðist út í landsliðið fyrir nokkrum mánuðum síðan þegar það var að ljúka einu lélegasta landsliðsári í manna minnum. Menn hristu af sér gagnrýnina, sögðust hafa verið óheppnir og það væri engin ástæða til þess að breyta um leikkerfi (sem reyndar var gert) eða menn í brúnni. Þau átök virðast hafa dregið allan kraft úr fólki sem flest svekkir sig ekki einu sinni á 4-0 tapinu. Það sem er kannski verst af öllu er að fólk virðist vera búið að missa trúna á liðið og nennir ekki einu sinni að gagnrýna það lengur. Með öðrum orðum þá er fullt af fólki orðið alveg sama um liðið. Það teljast vart jákvæðar fréttir fyrir formann KSÍ sem vill stækka Laugardalsvöll sem fyrst en tókst samt ekki að fylla völlinn í leik gegn Búlgörum þegar stemningin fyrir liðinu var miklu meiri en hún er í dag. Það væri gaman að vita hversu margir væru til í að borga þúsundir króna til að sjá Ísland mæta Búlgaríu í næstu viku. Eggert má þakka fyrir að það er langt í næsta heimaleik. Stemningin í liðinu, og fyrir liðinu, er orðin mjög lítil. Hún minnir mig um margt á lokadaga Atla Eðvaldssonar með liðið en í síðustu leikjum Atla þá skynjaði maður að leikmenn hefðu enga trú á honum né því sem hann hafði fram að færa. Leikmenn höfðu einfaldlega ekki trú á verkefninu og úrslitin voru í samræmi við það. Þjóðin trylltist, öskraði eftir blóði og Atli blæddi fyrir það. Ásgeir og Logi komu með ferska vinda inn í liðið í kjölfarið. Allt annað var að sjá stemninguna, leikmenn höfðu greinilega gaman að því sem þeir voru að gera á ný og ferskleiki einkenndi liðið. Stærsta breytingin fólst samt í því að liðið hafði trú á því sem það var að gera og það er ekki nema eitt og hálft ár síðan að íslenska liðið fór til Þýskalands og eygði von á umspilssæti um að komast á EM. Það sem meira er þá hafði landinn og leikmenn landsliðsins fulla trú á því að þeir gætu sigrað í Þýskalandi. Vonirnar og væntingarnar voru miklar, 2.000 þúsund manns fóru út og vonbrigðin voru mikil í kjölfarið. Nú nokkrum mánuðum síðar eru sömu leikmenn og þjálfarar og léku þennan eftirminnilega leik í Þýskalandi að tapa 4-0 í Króatíu og öllum finnst það mjög eðlilegt. Það er sami andi yfir liðinu og þegar Atli var að ljúka keppni og ekki var hægt að sjá á þeim sem léku í Zagreb að þar léku menn sem höfðu trú á árangri. Mín tilfinning var sú að menn ætluðu sér að sleppa eins vel frá dæminu og þeir gætu. Þetta eru nánast sömu menn og ætluðu að sigra þrefalda heimsmeistara Þýskalands á útivelli. Uppskeran var fjögurra marka tap og eitt íslenskt skot að marki í hvorum hálfleik. Þrátt fyrir að liðið sé á vonarvöl neita þjálfararnir að axla ábyrgð og formaðurinn, sem hefur sannað að hann er mjög kröfuharður, situr gjörsamlega meðvitundarlaus á kantinum og ypptir öxlum yfir genginu. Hann segir að málin verði skoðuð upp á nýtt þegar samningur þeirra félaga rennur út. Það er ekki ábyrg stjórnun á meðan liðið hrynur fyrir framan augun á honum. Kannski er mönnum í Laugardalnum alveg sama á meðan KSÍ heldur áfram að græða á tá og fingri? Svo getur vel verið að það sé algjör vitleysa að gagnrýna þetta landslið. Við getum víst hvort eð er ekki neitt segja menn og kröfurnar á liðið eru óraunhæfar. Samt ætluðum við að sigra í Þýskalandi fyrir einu og hálfu ári síðan. Svo eru margir að missa áhugann gagnvart liðinu. Ef sú þróun heldur áfram þá þurfa Ásgeir, Logi og Eggert ekki lengur að svara til saka fyrir gengi liðsins og þeir verða lausir við óþolandi, óraunhæfar kröfur íþróttafréttamanna og þjóðarinnar sem hafa það eitt unnið til sakar að hafa trú á liðinu. Hafði á reyndar betur við í dag. Eggert Magnússon ætti samt að hafa í huga að ef fólki hættir að standa á sama, og hættir að gera væntingar til liðsins, er hætt við að það fækki á landsleikjum. Þá deyr líka draumur hans um glæsilegan þjóðarleikvang endanlega og í kjölfarið verður allt eins hægt að leika landsleikina á Kópavogsvelli. En er ekki öllum sama? Getum við nokkuð hvort eð er? Henry Birgir Gunnarsson -henry@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenska landsliðið í knattspyrnu steinlá enn eina ferðina og að þessu sinni 4-0 fyrir Króatíu í Zagreb. Líklegt er að landsliðið verði í kjölfarið ekki lengur talið eitt af þeim 100 bestu í heiminum sem er að sjálfsögðu ekkert minna en skandall. Þótt við séum fámenn þjóð hljótum við gera þá kröfu að við séum á meðal 100 efstu á FIFA-listanum. Engu að síður er þessi niðurstaða í fullu samræmi við gengi landsliðsins sem hefur ekki gert neitt af viti í rúmt ár og er svo sannarlega í frjálsu falli. Það sem kannski særir mest er að ekkert er gert til þess að stöðva þetta frjálsa fall. Almenningur pirraðist út í landsliðið fyrir nokkrum mánuðum síðan þegar það var að ljúka einu lélegasta landsliðsári í manna minnum. Menn hristu af sér gagnrýnina, sögðust hafa verið óheppnir og það væri engin ástæða til þess að breyta um leikkerfi (sem reyndar var gert) eða menn í brúnni. Þau átök virðast hafa dregið allan kraft úr fólki sem flest svekkir sig ekki einu sinni á 4-0 tapinu. Það sem er kannski verst af öllu er að fólk virðist vera búið að missa trúna á liðið og nennir ekki einu sinni að gagnrýna það lengur. Með öðrum orðum þá er fullt af fólki orðið alveg sama um liðið. Það teljast vart jákvæðar fréttir fyrir formann KSÍ sem vill stækka Laugardalsvöll sem fyrst en tókst samt ekki að fylla völlinn í leik gegn Búlgörum þegar stemningin fyrir liðinu var miklu meiri en hún er í dag. Það væri gaman að vita hversu margir væru til í að borga þúsundir króna til að sjá Ísland mæta Búlgaríu í næstu viku. Eggert má þakka fyrir að það er langt í næsta heimaleik. Stemningin í liðinu, og fyrir liðinu, er orðin mjög lítil. Hún minnir mig um margt á lokadaga Atla Eðvaldssonar með liðið en í síðustu leikjum Atla þá skynjaði maður að leikmenn hefðu enga trú á honum né því sem hann hafði fram að færa. Leikmenn höfðu einfaldlega ekki trú á verkefninu og úrslitin voru í samræmi við það. Þjóðin trylltist, öskraði eftir blóði og Atli blæddi fyrir það. Ásgeir og Logi komu með ferska vinda inn í liðið í kjölfarið. Allt annað var að sjá stemninguna, leikmenn höfðu greinilega gaman að því sem þeir voru að gera á ný og ferskleiki einkenndi liðið. Stærsta breytingin fólst samt í því að liðið hafði trú á því sem það var að gera og það er ekki nema eitt og hálft ár síðan að íslenska liðið fór til Þýskalands og eygði von á umspilssæti um að komast á EM. Það sem meira er þá hafði landinn og leikmenn landsliðsins fulla trú á því að þeir gætu sigrað í Þýskalandi. Vonirnar og væntingarnar voru miklar, 2.000 þúsund manns fóru út og vonbrigðin voru mikil í kjölfarið. Nú nokkrum mánuðum síðar eru sömu leikmenn og þjálfarar og léku þennan eftirminnilega leik í Þýskalandi að tapa 4-0 í Króatíu og öllum finnst það mjög eðlilegt. Það er sami andi yfir liðinu og þegar Atli var að ljúka keppni og ekki var hægt að sjá á þeim sem léku í Zagreb að þar léku menn sem höfðu trú á árangri. Mín tilfinning var sú að menn ætluðu sér að sleppa eins vel frá dæminu og þeir gætu. Þetta eru nánast sömu menn og ætluðu að sigra þrefalda heimsmeistara Þýskalands á útivelli. Uppskeran var fjögurra marka tap og eitt íslenskt skot að marki í hvorum hálfleik. Þrátt fyrir að liðið sé á vonarvöl neita þjálfararnir að axla ábyrgð og formaðurinn, sem hefur sannað að hann er mjög kröfuharður, situr gjörsamlega meðvitundarlaus á kantinum og ypptir öxlum yfir genginu. Hann segir að málin verði skoðuð upp á nýtt þegar samningur þeirra félaga rennur út. Það er ekki ábyrg stjórnun á meðan liðið hrynur fyrir framan augun á honum. Kannski er mönnum í Laugardalnum alveg sama á meðan KSÍ heldur áfram að græða á tá og fingri? Svo getur vel verið að það sé algjör vitleysa að gagnrýna þetta landslið. Við getum víst hvort eð er ekki neitt segja menn og kröfurnar á liðið eru óraunhæfar. Samt ætluðum við að sigra í Þýskalandi fyrir einu og hálfu ári síðan. Svo eru margir að missa áhugann gagnvart liðinu. Ef sú þróun heldur áfram þá þurfa Ásgeir, Logi og Eggert ekki lengur að svara til saka fyrir gengi liðsins og þeir verða lausir við óþolandi, óraunhæfar kröfur íþróttafréttamanna og þjóðarinnar sem hafa það eitt unnið til sakar að hafa trú á liðinu. Hafði á reyndar betur við í dag. Eggert Magnússon ætti samt að hafa í huga að ef fólki hættir að standa á sama, og hættir að gera væntingar til liðsins, er hætt við að það fækki á landsleikjum. Þá deyr líka draumur hans um glæsilegan þjóðarleikvang endanlega og í kjölfarið verður allt eins hægt að leika landsleikina á Kópavogsvelli. En er ekki öllum sama? Getum við nokkuð hvort eð er? Henry Birgir Gunnarsson -henry@frettabladid.is
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun