Hitalögn um hlað og stétt 1. apríl 2005 00:01 "Við nánast öll hús sem byggð eru í dag er sett snjóbræðsla í stéttar og þeir sem eru að gera upp gamlar innkeyrslur setja undantekningalítið svona kerfi undir þær," segir Gísli Erlendsson í Bykó. Hann segir kostnaðinn við slík kerfi ótrúlega lítinn og eingöngu felast í pípunum sem lagðar eru undir hellurnar og lítilsháttar vinnu við þær. "Langflestir nota affallið af ofnakerfinu og það er látið renna gegnum snjóbræðslukerfið á leið sinni út í skólplagnirnar. Þá er fólk að gjörnýta heita vatnið sem það kaupir hvort sem er. Í mörgum tilfellum dugar það við einbýlishús þannig að aukakostnaður við að kynda kerfið er enginn." Gísli segir tiltölulega einfalt að leggja svona kerfi. "Það er tengt við mælagrindina í húsinu. Þaðan tekur vatnið krók útá hlað og fer svo aftur til baka í rörið sem liggur útúr húsinu í skolpkerfið." Jónas Sigurðsson í Húsasmiðjunni tekur undir það að lögn snjóbræðslukerfis sé ekki flókin en segir þó æskilegast að fá í það pípulagningamann. "Fólk hefur verið að leggja svona kerfi sjálft en pípulagningamaður þarf að tengja það og verður þá að geta tekið ábyrgð á því. Ef eitt brot kemur í lögnina þá stíflast hún og píparinn lendir í vanda." Jónas segir plaströr notuð í lögnina og algengasta sverleikann 20 mm eða 25. En kerfið þurfi að vera 35-40 gráður til að bræða eitthvað að gagni. Því séu oft settir svokallaðir innspýtingarlokar sem blandi hitastigið inná það. "Lokinn skynjar hitastigið á vatninu sem kemur til baka frá planinu. Oft er hann stilltur á 10 gráður og ef hitinn fer neðar sendir lokinn boð inn í hausinn sem er á innrennslinu og opnar heitavatnskranann eftir þörfum," útskýrir hann. Sverleika röranna segir hann oftast segja til um sentimetrana sem eiga að vera á milli þeirra. 20 mm rör þýðir 20 cm á milli. "Fyrst er lögð stór slaufa og svo minni slaufur til baka inní þá stóru til að dreifa hitanum sem mest." Þá vitum við það. Hús og heimili Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
"Við nánast öll hús sem byggð eru í dag er sett snjóbræðsla í stéttar og þeir sem eru að gera upp gamlar innkeyrslur setja undantekningalítið svona kerfi undir þær," segir Gísli Erlendsson í Bykó. Hann segir kostnaðinn við slík kerfi ótrúlega lítinn og eingöngu felast í pípunum sem lagðar eru undir hellurnar og lítilsháttar vinnu við þær. "Langflestir nota affallið af ofnakerfinu og það er látið renna gegnum snjóbræðslukerfið á leið sinni út í skólplagnirnar. Þá er fólk að gjörnýta heita vatnið sem það kaupir hvort sem er. Í mörgum tilfellum dugar það við einbýlishús þannig að aukakostnaður við að kynda kerfið er enginn." Gísli segir tiltölulega einfalt að leggja svona kerfi. "Það er tengt við mælagrindina í húsinu. Þaðan tekur vatnið krók útá hlað og fer svo aftur til baka í rörið sem liggur útúr húsinu í skolpkerfið." Jónas Sigurðsson í Húsasmiðjunni tekur undir það að lögn snjóbræðslukerfis sé ekki flókin en segir þó æskilegast að fá í það pípulagningamann. "Fólk hefur verið að leggja svona kerfi sjálft en pípulagningamaður þarf að tengja það og verður þá að geta tekið ábyrgð á því. Ef eitt brot kemur í lögnina þá stíflast hún og píparinn lendir í vanda." Jónas segir plaströr notuð í lögnina og algengasta sverleikann 20 mm eða 25. En kerfið þurfi að vera 35-40 gráður til að bræða eitthvað að gagni. Því séu oft settir svokallaðir innspýtingarlokar sem blandi hitastigið inná það. "Lokinn skynjar hitastigið á vatninu sem kemur til baka frá planinu. Oft er hann stilltur á 10 gráður og ef hitinn fer neðar sendir lokinn boð inn í hausinn sem er á innrennslinu og opnar heitavatnskranann eftir þörfum," útskýrir hann. Sverleika röranna segir hann oftast segja til um sentimetrana sem eiga að vera á milli þeirra. 20 mm rör þýðir 20 cm á milli. "Fyrst er lögð stór slaufa og svo minni slaufur til baka inní þá stóru til að dreifa hitanum sem mest." Þá vitum við það.
Hús og heimili Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira