Upptaka evru til skoðunar 30. mars 2005 00:01 Forsætisráðherra segir upptöku evrunnar eitt þeirra atriða sem hljóti að koma til skoðunar þegar sveiflur á gengi íslensku krónunnar eru athugaðar. Seðlabankastjóri vill endurskoða löggjöfina um Íbúðalánasjóð, enda drógust útlán hans saman um 59 milljarða króna á síðasta ári. Þetta koma fram á ársfundi Seðlabankans í dag. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra ávarpaði fundinn og var afar bjartsýnn á þróun íslensks efnahagslífs. Hann lýsti þó áhyggjum af háu gengi íslensku krónunnar en taldi ekki að stóriðjuframkvæmdum og litlu aðhaldi í ríkisfjármálum væri um að kenna nema að litlu leyti. Hann sagði erfitt við svona sveiflur að eiga á meðan Ísland væri með eigin gjaldmiðil. Þó væri hann ekki að segja með þessu að upptaka evra leysti öll vandamál. „En þetta er eitt þeirra atriða sem hlýtur að koma til skoðunar þegar sveiflur gengisins eru brotnar til mergjar,“ segir Halldór. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri sagði útlán innlánsstofnana til innlendra aðila hafa aukist um 40% á undanförnu ári. Frá því í ágúst til febrúarloka afgreiddu innlánstofnanir 14.500 fasteignaveðlán sem nema samtals 158 milljörðum króna að Birgis. Á móti kemur að sjóðfélagalán lífeyrissjóða drógust saman um sex milljarða króna og útlán Íbúðalánasjóðs um rúmlega 59 milljarða króna. Birgir Ísleifur telur færslu fasteignalána inn í bankakerfið til bóta en hún hafi hins vegar komið til á óheppilegum tíma, miklu þensluskeiði. Hann telur mjög brýnt að endurskoða löggjöfina um Íbúðalánasjóð. Forsætisráðherra tekur undir að það þurfi að endurskoða hlutverk Íbúðalánsjóðs en það liggi ekki á því. Spurður hvort skilja mætti ræðu forsætisráðherra svo að hann vildi taka upp evruna til að draga úr gengissveiflum segir Halldór svo ekki vera. Það væri nefnilega ljóst í hans huga að ef taka ætti upp evru þyrfti að ganga í Evrópusambandið. Hins vegar verði að hafa þennan möguleika í huga því lítill gjaldmiðill verði alltaf viðkvæmari fyrir sveiflum en stærri gjaldmiðlar. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Sjá meira
Forsætisráðherra segir upptöku evrunnar eitt þeirra atriða sem hljóti að koma til skoðunar þegar sveiflur á gengi íslensku krónunnar eru athugaðar. Seðlabankastjóri vill endurskoða löggjöfina um Íbúðalánasjóð, enda drógust útlán hans saman um 59 milljarða króna á síðasta ári. Þetta koma fram á ársfundi Seðlabankans í dag. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra ávarpaði fundinn og var afar bjartsýnn á þróun íslensks efnahagslífs. Hann lýsti þó áhyggjum af háu gengi íslensku krónunnar en taldi ekki að stóriðjuframkvæmdum og litlu aðhaldi í ríkisfjármálum væri um að kenna nema að litlu leyti. Hann sagði erfitt við svona sveiflur að eiga á meðan Ísland væri með eigin gjaldmiðil. Þó væri hann ekki að segja með þessu að upptaka evra leysti öll vandamál. „En þetta er eitt þeirra atriða sem hlýtur að koma til skoðunar þegar sveiflur gengisins eru brotnar til mergjar,“ segir Halldór. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri sagði útlán innlánsstofnana til innlendra aðila hafa aukist um 40% á undanförnu ári. Frá því í ágúst til febrúarloka afgreiddu innlánstofnanir 14.500 fasteignaveðlán sem nema samtals 158 milljörðum króna að Birgis. Á móti kemur að sjóðfélagalán lífeyrissjóða drógust saman um sex milljarða króna og útlán Íbúðalánasjóðs um rúmlega 59 milljarða króna. Birgir Ísleifur telur færslu fasteignalána inn í bankakerfið til bóta en hún hafi hins vegar komið til á óheppilegum tíma, miklu þensluskeiði. Hann telur mjög brýnt að endurskoða löggjöfina um Íbúðalánasjóð. Forsætisráðherra tekur undir að það þurfi að endurskoða hlutverk Íbúðalánsjóðs en það liggi ekki á því. Spurður hvort skilja mætti ræðu forsætisráðherra svo að hann vildi taka upp evruna til að draga úr gengissveiflum segir Halldór svo ekki vera. Það væri nefnilega ljóst í hans huga að ef taka ætti upp evru þyrfti að ganga í Evrópusambandið. Hins vegar verði að hafa þennan möguleika í huga því lítill gjaldmiðill verði alltaf viðkvæmari fyrir sveiflum en stærri gjaldmiðlar.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Sjá meira