SÍF selur 55% í Iceland Seafood 30. mars 2005 00:01 SÍF hefur selt 55% hlut í dótturfélagi sínu, Iceland Seafood International, sem stofnað var um hefðbundið sölu- og markaðsstarf félagsins með sjávarafurðir. Kaupandi hlutarins er fjárfestingafélagið Feldir ehf. Salan á Iceland Seafood og Tros er liður í stefnumörkun SÍF þess efnis að skilja að fullvinnslu félagsins annars vegar, og hefðbundið markaðs- og sölustarf með sjávarafurðir hins vegar, og skerpa þar með áherslur í starfseminni, að því fram kemur á vef Kauphallarinnar. SÍF hefur jafnframt selt allan eignarhlut sinn í Tros í Sandgerði sem er sérhæft í útflutningi á ferskum sjávarafurðum. Tros ehf. verður dótturfélag Iceland Seafood International. Salan hefur óveruleg áhrif á rekstrarniðurstöðu SÍF hf. Fyrirvari er gerður um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. Við söluna á hlutnum í Iceland Seafood verður félagið hlutdeildarfélag SÍF hf. og hverfur úr samstæðureikningsskilum félagsins. Samhliða lækka vaxtaberandi skuldir samstæðunnar um 63 milljónir evra sé miðað við síðustu áramót en heildareignir Iceland Seafood International voru þá ríflega 105 milljónir evra. Áætluð áhrif á EBITDA SÍF vegna sölu Iceland Seafood og Tros er tæplega 5 milljónir evra á ári. Forstjóri Iceland Seafood International verður Kristján Þ. Davíðsson, áður forstjóri Granda hf. og aðstoðarforstjóri HB Granda ehf. Benedikt Sveinsson, áður forstjóri Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum, verður stjórnarformaður félagsins. Samhliða kaupunum á Iceland Seafoood International hafa tekist samningar milli nýrra eigenda og eigenda fiskútflutningsfyrirtækisins B. Benediktsson ehf. um sameiningu félaganna undir nafni Iceland Seafood International ehf. Mun Bjarni Benediktsson, framkvæmdastjóri B. Benediktsson ehf. og annar aðaleigandi, leiða saltfisksölu hins sameinaða fyrirtækis. Að loknum fyrirhuguðum eignarhaldsbreytingum er gert ráð fyrir að eignarhald Iceland Seafood International verði í stórum dráttum með þeim hætti að Feldir eigi 55%, SÍF hf. 25% og starfsmenn 20%. Eftir þessar breytingar verður Iceland Seafood International með veltu upp á tæpar 400 milljónir evra og um 250 starfsmenn. Innlent Viðskipti Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
SÍF hefur selt 55% hlut í dótturfélagi sínu, Iceland Seafood International, sem stofnað var um hefðbundið sölu- og markaðsstarf félagsins með sjávarafurðir. Kaupandi hlutarins er fjárfestingafélagið Feldir ehf. Salan á Iceland Seafood og Tros er liður í stefnumörkun SÍF þess efnis að skilja að fullvinnslu félagsins annars vegar, og hefðbundið markaðs- og sölustarf með sjávarafurðir hins vegar, og skerpa þar með áherslur í starfseminni, að því fram kemur á vef Kauphallarinnar. SÍF hefur jafnframt selt allan eignarhlut sinn í Tros í Sandgerði sem er sérhæft í útflutningi á ferskum sjávarafurðum. Tros ehf. verður dótturfélag Iceland Seafood International. Salan hefur óveruleg áhrif á rekstrarniðurstöðu SÍF hf. Fyrirvari er gerður um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. Við söluna á hlutnum í Iceland Seafood verður félagið hlutdeildarfélag SÍF hf. og hverfur úr samstæðureikningsskilum félagsins. Samhliða lækka vaxtaberandi skuldir samstæðunnar um 63 milljónir evra sé miðað við síðustu áramót en heildareignir Iceland Seafood International voru þá ríflega 105 milljónir evra. Áætluð áhrif á EBITDA SÍF vegna sölu Iceland Seafood og Tros er tæplega 5 milljónir evra á ári. Forstjóri Iceland Seafood International verður Kristján Þ. Davíðsson, áður forstjóri Granda hf. og aðstoðarforstjóri HB Granda ehf. Benedikt Sveinsson, áður forstjóri Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum, verður stjórnarformaður félagsins. Samhliða kaupunum á Iceland Seafoood International hafa tekist samningar milli nýrra eigenda og eigenda fiskútflutningsfyrirtækisins B. Benediktsson ehf. um sameiningu félaganna undir nafni Iceland Seafood International ehf. Mun Bjarni Benediktsson, framkvæmdastjóri B. Benediktsson ehf. og annar aðaleigandi, leiða saltfisksölu hins sameinaða fyrirtækis. Að loknum fyrirhuguðum eignarhaldsbreytingum er gert ráð fyrir að eignarhald Iceland Seafood International verði í stórum dráttum með þeim hætti að Feldir eigi 55%, SÍF hf. 25% og starfsmenn 20%. Eftir þessar breytingar verður Iceland Seafood International með veltu upp á tæpar 400 milljónir evra og um 250 starfsmenn.
Innlent Viðskipti Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira