Þrengjum að stjórnmálaflokkunum 29. mars 2005 00:01 Sæll Egill, Ég er eins og margir íslendingar óánægður með hvernig unnið hefur verið úr niðurstöðum kosninga hér á landi. Aftur og aftur hefur það gerst að kjósendum hefur fundist úrslit kosninga lítið hafa að segja varðandi hverskonar ríkisstjórnarsamstarf hefur tekið við. Tilfinningin sem margir hafa er að atkvæðin í raun skipti litlu sem engu máli því margoft hefur það gerst að samsetning nýrrar ríkisstjórnar endurspeglar alls ekki úrslit kosninga eða virðist taka neitt mið af þeim skilaboðum sem flestir telja að kjósendur hafi verið að senda. Þetta er staða sem allir Íslendingar þekkja og búið er að ræða um í áratugi hér á landi. Svo virðist sem heildarþingstyrkur sé það eina sem skipti máli við myndun nýrra ríkisstjórna og stjórnmálamenn hafi fullt vald til að semja sín á milli um ríkisstjórnarsamstarf á hvern þann hátt sem þeim sjálfum hentar hverju sinni. Nú á að endurskoða stjórnarskránna og mér hefur virst sem lítil sem engin umræða hafi farið fram um breytingar sem snúa að stjórnmálamönnunum sjálfum eða hvort/hvernig eigi að takmarka það vald sem stjórnmálamenn eða flokkar hafa til að spila úr niðurstöðum kosninga. MIg langar því að velta upp einni spurningu og kannski ýta því að þér að þú takir það upp hjá þér að ræða þetta mál í þætti þínum. Væri ekki athugandi að þrengja frelsi stjórnmálaflokka varðandi myndun ríkisstjórna með því að binda nýjar reglur í stjórnarskránna. Reglurnar yrðu einfaldlega þannig að ef tveir flokkar eða fleiri mynda ríkisstjórn yrði ráðherrafjöldi hvers flokks að endurspegla þingstyrk viðkomandi flokks á Alþingi og sá flokkur sem flesta þingmenn hefði ávallt í forystu - þ.e. ekki yrði hægt að semja um forsætisráðherraembættið. Með þessu væri búið að taka burt þennan kaleik frá stjórnmálamönnum sem eilífar samningaviðræður eftir kosningar hljóta að vera - reglurnar væru skýrar og kæmu jafnt niðrá öllum og augljóst væri að ráðherrafjöldi stjórnarflokkanna endurspeglaði mjög skýrt stærð þeirra í samfélaginu. Að mínu mati ætti þetta að auðvelda verulega stjórnarmyndunarviðræður bæði milli flokka en ekki síður innan flokkanna. Það sem er þó mikilvægast er að íbúar landsins fengju skýr skilaboð um mikilvægi atkvæða þeirra, lýðræðið væri sett í öndvegi og hætta á spillingu og þröngum einka- og sérhagsmunum væri minnkuð verulega. Með kveðju, Hannes Richardsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Sjá meira
Sæll Egill, Ég er eins og margir íslendingar óánægður með hvernig unnið hefur verið úr niðurstöðum kosninga hér á landi. Aftur og aftur hefur það gerst að kjósendum hefur fundist úrslit kosninga lítið hafa að segja varðandi hverskonar ríkisstjórnarsamstarf hefur tekið við. Tilfinningin sem margir hafa er að atkvæðin í raun skipti litlu sem engu máli því margoft hefur það gerst að samsetning nýrrar ríkisstjórnar endurspeglar alls ekki úrslit kosninga eða virðist taka neitt mið af þeim skilaboðum sem flestir telja að kjósendur hafi verið að senda. Þetta er staða sem allir Íslendingar þekkja og búið er að ræða um í áratugi hér á landi. Svo virðist sem heildarþingstyrkur sé það eina sem skipti máli við myndun nýrra ríkisstjórna og stjórnmálamenn hafi fullt vald til að semja sín á milli um ríkisstjórnarsamstarf á hvern þann hátt sem þeim sjálfum hentar hverju sinni. Nú á að endurskoða stjórnarskránna og mér hefur virst sem lítil sem engin umræða hafi farið fram um breytingar sem snúa að stjórnmálamönnunum sjálfum eða hvort/hvernig eigi að takmarka það vald sem stjórnmálamenn eða flokkar hafa til að spila úr niðurstöðum kosninga. MIg langar því að velta upp einni spurningu og kannski ýta því að þér að þú takir það upp hjá þér að ræða þetta mál í þætti þínum. Væri ekki athugandi að þrengja frelsi stjórnmálaflokka varðandi myndun ríkisstjórna með því að binda nýjar reglur í stjórnarskránna. Reglurnar yrðu einfaldlega þannig að ef tveir flokkar eða fleiri mynda ríkisstjórn yrði ráðherrafjöldi hvers flokks að endurspegla þingstyrk viðkomandi flokks á Alþingi og sá flokkur sem flesta þingmenn hefði ávallt í forystu - þ.e. ekki yrði hægt að semja um forsætisráðherraembættið. Með þessu væri búið að taka burt þennan kaleik frá stjórnmálamönnum sem eilífar samningaviðræður eftir kosningar hljóta að vera - reglurnar væru skýrar og kæmu jafnt niðrá öllum og augljóst væri að ráðherrafjöldi stjórnarflokkanna endurspeglaði mjög skýrt stærð þeirra í samfélaginu. Að mínu mati ætti þetta að auðvelda verulega stjórnarmyndunarviðræður bæði milli flokka en ekki síður innan flokkanna. Það sem er þó mikilvægast er að íbúar landsins fengju skýr skilaboð um mikilvægi atkvæða þeirra, lýðræðið væri sett í öndvegi og hætta á spillingu og þröngum einka- og sérhagsmunum væri minnkuð verulega. Með kveðju, Hannes Richardsson
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar