Til Íslands í óþökk Bandaríkjanna 23. mars 2005 00:01 Bobby Fischer er á leiðinni heim til Íslands. Japönsk stjórnvöld ætla að sleppa honum í nótt og þá liggur leiðin hingað til lands, í mikilli óþökk Bandaríkjastjórnar. Atburðarásin hefur verið nokkuð hröð í dag. Í kjölfar þess að lög um ríkisborgararétt til handa Bobby Fischer voru birt í Stjórnartíðindum í gær tóku japönsk stjórnvöld kipp og nú á að leysa Fischer úr haldi á miðnætti að íslenskum tíma. Fulltrúar japanska útlendingaeftirlitsins fylgja honum út á Narita-flugvöll þaðan sem Fischer og kærasta hans, Miyoko Watai, fljúga til Kaupmannahafnar. Þar stendur til að stuðningsmannahópur taki á móti þeim og fylgi hingað til lands. Það má segja að málið hafi hafist í utanríkisráðuneytinu hjá Davíð Oddssyni fyrir jól. En nú þegar Bobby Fischer er orðinn íslenskur ríkisborgari á hann ekki von á frekari fyrirgreiðslu. Hann er bara Íslendingur á leiðinni heim, segir Davíð. Davíð segist enn fremur ánægður með að vist Fischers í innflytjendabúðunum í Japan sé að ljúka því hún hafi bersýnilega ekki verið góð. Það hafi verið dapurlegt að sjá þennan heimsmeistara í þeirri íþróttagrein sem sagt sé að krefjist mestra gáfna og þekkingar lokaðan inni án þess að lausn hafi sést í hans málum. Hann sé feginn fyrir Fischers hönd að það sé að rætast úr málum hjá honum. Aðspurður hvort íslensk stjórnvöld muni greiða götu hans með einhverjum hætti segir Davíð að hann sé ríkisborgari sem hafi átt í vandræðum í öðru landi þannig að fulltrúar Íslands í sendiráðinu í Japan muni fylgjast með því að hann komist klakklaust upp í flugvél þar. Eftir það verði þjónustan minni háttar, en sendiráðið í Kaupmannahöfn muni fylgjast með því að Fischer komist áfram upp í íslenska flugvél. Að öðru leyti sé hann orðinn Íslendingur á leiðinni heim og bjargi sér með íslenskt vegabréf upp frá því. Bandarísk stjórnvöld lýstu í gær yfir vonbrigðum með ákvörðun Íslendinga og Adam Ereli, talsmaður utanríkisráðuneytisins í Washington, sagði Bandaríkjamenn enn vilja að Fischer verði framseldur þangað. Eftir að hann lendir hér á landi eru þó engar líkur á því þar sem hann verður íslenskur ríkisborgari og þá má ekki framselja til annars ríkis. Öðru máli gæti þó gegnt legðist Fischer í ferðalög. Í dag þegja talsmenn Bandaríkjanna þó þunnu hljóði, annað en Fischer sem sagði í viðtali við Ríkisútvarpið að Íslendingar ættu að loka herstöðinn í Keflavík og reka starfsmenn bandaríska sendiráðsins úr landi. Hafa íslenskir ráðamenn engar áhyggjur af skapsmunum og stóryrðum Fischers? Davíð segir að hann voni að Fischer verði ekki til meiri vandræða en aðrir sem hér búi. John Bosnitch, lögmaður Fischers, telur að Fischer verði sáttur og sallarólegur. Honum finnst skaphöfn Fischers ekkert óvenjuleg. Með tilliti til þeirra aðstæðna sem hann hafi mátt búa við undanfarin 20 ár sé hann í raun afar rólegur. Bobby Fischer sé einhver kurteisasti og skapbesti maður sem hann hafi kynnst. Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Bobby Fischer er á leiðinni heim til Íslands. Japönsk stjórnvöld ætla að sleppa honum í nótt og þá liggur leiðin hingað til lands, í mikilli óþökk Bandaríkjastjórnar. Atburðarásin hefur verið nokkuð hröð í dag. Í kjölfar þess að lög um ríkisborgararétt til handa Bobby Fischer voru birt í Stjórnartíðindum í gær tóku japönsk stjórnvöld kipp og nú á að leysa Fischer úr haldi á miðnætti að íslenskum tíma. Fulltrúar japanska útlendingaeftirlitsins fylgja honum út á Narita-flugvöll þaðan sem Fischer og kærasta hans, Miyoko Watai, fljúga til Kaupmannahafnar. Þar stendur til að stuðningsmannahópur taki á móti þeim og fylgi hingað til lands. Það má segja að málið hafi hafist í utanríkisráðuneytinu hjá Davíð Oddssyni fyrir jól. En nú þegar Bobby Fischer er orðinn íslenskur ríkisborgari á hann ekki von á frekari fyrirgreiðslu. Hann er bara Íslendingur á leiðinni heim, segir Davíð. Davíð segist enn fremur ánægður með að vist Fischers í innflytjendabúðunum í Japan sé að ljúka því hún hafi bersýnilega ekki verið góð. Það hafi verið dapurlegt að sjá þennan heimsmeistara í þeirri íþróttagrein sem sagt sé að krefjist mestra gáfna og þekkingar lokaðan inni án þess að lausn hafi sést í hans málum. Hann sé feginn fyrir Fischers hönd að það sé að rætast úr málum hjá honum. Aðspurður hvort íslensk stjórnvöld muni greiða götu hans með einhverjum hætti segir Davíð að hann sé ríkisborgari sem hafi átt í vandræðum í öðru landi þannig að fulltrúar Íslands í sendiráðinu í Japan muni fylgjast með því að hann komist klakklaust upp í flugvél þar. Eftir það verði þjónustan minni háttar, en sendiráðið í Kaupmannahöfn muni fylgjast með því að Fischer komist áfram upp í íslenska flugvél. Að öðru leyti sé hann orðinn Íslendingur á leiðinni heim og bjargi sér með íslenskt vegabréf upp frá því. Bandarísk stjórnvöld lýstu í gær yfir vonbrigðum með ákvörðun Íslendinga og Adam Ereli, talsmaður utanríkisráðuneytisins í Washington, sagði Bandaríkjamenn enn vilja að Fischer verði framseldur þangað. Eftir að hann lendir hér á landi eru þó engar líkur á því þar sem hann verður íslenskur ríkisborgari og þá má ekki framselja til annars ríkis. Öðru máli gæti þó gegnt legðist Fischer í ferðalög. Í dag þegja talsmenn Bandaríkjanna þó þunnu hljóði, annað en Fischer sem sagði í viðtali við Ríkisútvarpið að Íslendingar ættu að loka herstöðinn í Keflavík og reka starfsmenn bandaríska sendiráðsins úr landi. Hafa íslenskir ráðamenn engar áhyggjur af skapsmunum og stóryrðum Fischers? Davíð segir að hann voni að Fischer verði ekki til meiri vandræða en aðrir sem hér búi. John Bosnitch, lögmaður Fischers, telur að Fischer verði sáttur og sallarólegur. Honum finnst skaphöfn Fischers ekkert óvenjuleg. Með tilliti til þeirra aðstæðna sem hann hafi mátt búa við undanfarin 20 ár sé hann í raun afar rólegur. Bobby Fischer sé einhver kurteisasti og skapbesti maður sem hann hafi kynnst.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira