Von á frekari stríðsátökum? 22. mars 2005 00:01 Mörg mikilvæg deilumál eru óútkljáð í Miðausturlöndum og vegurinn fram á við virðist þyrnum stráður. Spurningin er hvort hægt verði að leysa þessar deilur á friðsamlegan hátt eða má búast við frekari stríðsátökum? Það ríkir ákveðin bjartsýni um framtíð Miðausturlanda um þessar mundir því menn sjá vonarglætu í þeim hræringum sem þar eiga sér stað. En það getur brugðið til beggja vona og því fer víðsfjarri að friður og hamingja sé á næsta leiti, enda eru deiluefnin mörg. Magnús Þorkell Bernharðsson, sem er sérfræðingur um þennan heimshluta, skiptir þessum átakapunktum gróflega í fernt. Í fyrsta lagi eru deilur að magnast á milli þjóðernishópa; minnihlutahópa sem krefjast meiri valda. Í öðru lagi er deilt um hvaða hlutverki, ef einhverju, trúin á að gegna. Hvort ríki og kirkja eigi að vera aðskilin eða ekki. Í þriðja lagi er deilt um réttindi kvenna og í fjórða lagi vígvæðingu svæðisins; hverjir megi hafa vopn, hvers konar vopn og hvar Bandaríkjamenn megi hafa herlið sitt og hvar ekki. Magnús telur að á næstu 10-15 árum verði barist um þessar grundvallarspurningar. Óróasvæðin eru nokkur en athygli stjórnmálamanna, fræðimanna og fjölmiðla mun á næstu misserum einkum beinast að sjö löndum. Fyrst ber auðvitað að nefna Írak. Það sér ekki fyrir endann á stríðinu þar og það er óumdeilt að landið verður áfram átakasvæði. Mjög er fylgst með Sádi-Arabíu þar sem mikil ólga kraumar undir og gæti blossað upp hvenær sem er, sérstaklega í austurhluta landsins. Ekki er stöðugleikanum fyrir að fara í Íran og þar spilar einnig inn í utanaðkomandi þrýstingur vegna kjarnorkunnar. Líbanon er á suðupunkti um þessar mundir og þau átök gætu smitast inn í Sýrland. Í Egyptalandi má búast við hatrammri valdabaráttu þegar Mubarak fellur frá eða lætur af völdum. Og síðast en ekki síst verður að nefna Ísrael og Palestínu sem þrátt fyrir jákvæðar breytingar er enn á suðupunkti. Erlent Fréttir Írak Stj.mál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Mörg mikilvæg deilumál eru óútkljáð í Miðausturlöndum og vegurinn fram á við virðist þyrnum stráður. Spurningin er hvort hægt verði að leysa þessar deilur á friðsamlegan hátt eða má búast við frekari stríðsátökum? Það ríkir ákveðin bjartsýni um framtíð Miðausturlanda um þessar mundir því menn sjá vonarglætu í þeim hræringum sem þar eiga sér stað. En það getur brugðið til beggja vona og því fer víðsfjarri að friður og hamingja sé á næsta leiti, enda eru deiluefnin mörg. Magnús Þorkell Bernharðsson, sem er sérfræðingur um þennan heimshluta, skiptir þessum átakapunktum gróflega í fernt. Í fyrsta lagi eru deilur að magnast á milli þjóðernishópa; minnihlutahópa sem krefjast meiri valda. Í öðru lagi er deilt um hvaða hlutverki, ef einhverju, trúin á að gegna. Hvort ríki og kirkja eigi að vera aðskilin eða ekki. Í þriðja lagi er deilt um réttindi kvenna og í fjórða lagi vígvæðingu svæðisins; hverjir megi hafa vopn, hvers konar vopn og hvar Bandaríkjamenn megi hafa herlið sitt og hvar ekki. Magnús telur að á næstu 10-15 árum verði barist um þessar grundvallarspurningar. Óróasvæðin eru nokkur en athygli stjórnmálamanna, fræðimanna og fjölmiðla mun á næstu misserum einkum beinast að sjö löndum. Fyrst ber auðvitað að nefna Írak. Það sér ekki fyrir endann á stríðinu þar og það er óumdeilt að landið verður áfram átakasvæði. Mjög er fylgst með Sádi-Arabíu þar sem mikil ólga kraumar undir og gæti blossað upp hvenær sem er, sérstaklega í austurhluta landsins. Ekki er stöðugleikanum fyrir að fara í Íran og þar spilar einnig inn í utanaðkomandi þrýstingur vegna kjarnorkunnar. Líbanon er á suðupunkti um þessar mundir og þau átök gætu smitast inn í Sýrland. Í Egyptalandi má búast við hatrammri valdabaráttu þegar Mubarak fellur frá eða lætur af völdum. Og síðast en ekki síst verður að nefna Ísrael og Palestínu sem þrátt fyrir jákvæðar breytingar er enn á suðupunkti.
Erlent Fréttir Írak Stj.mál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira