Von á frekari stríðsátökum? 22. mars 2005 00:01 Mörg mikilvæg deilumál eru óútkljáð í Miðausturlöndum og vegurinn fram á við virðist þyrnum stráður. Spurningin er hvort hægt verði að leysa þessar deilur á friðsamlegan hátt eða má búast við frekari stríðsátökum? Það ríkir ákveðin bjartsýni um framtíð Miðausturlanda um þessar mundir því menn sjá vonarglætu í þeim hræringum sem þar eiga sér stað. En það getur brugðið til beggja vona og því fer víðsfjarri að friður og hamingja sé á næsta leiti, enda eru deiluefnin mörg. Magnús Þorkell Bernharðsson, sem er sérfræðingur um þennan heimshluta, skiptir þessum átakapunktum gróflega í fernt. Í fyrsta lagi eru deilur að magnast á milli þjóðernishópa; minnihlutahópa sem krefjast meiri valda. Í öðru lagi er deilt um hvaða hlutverki, ef einhverju, trúin á að gegna. Hvort ríki og kirkja eigi að vera aðskilin eða ekki. Í þriðja lagi er deilt um réttindi kvenna og í fjórða lagi vígvæðingu svæðisins; hverjir megi hafa vopn, hvers konar vopn og hvar Bandaríkjamenn megi hafa herlið sitt og hvar ekki. Magnús telur að á næstu 10-15 árum verði barist um þessar grundvallarspurningar. Óróasvæðin eru nokkur en athygli stjórnmálamanna, fræðimanna og fjölmiðla mun á næstu misserum einkum beinast að sjö löndum. Fyrst ber auðvitað að nefna Írak. Það sér ekki fyrir endann á stríðinu þar og það er óumdeilt að landið verður áfram átakasvæði. Mjög er fylgst með Sádi-Arabíu þar sem mikil ólga kraumar undir og gæti blossað upp hvenær sem er, sérstaklega í austurhluta landsins. Ekki er stöðugleikanum fyrir að fara í Íran og þar spilar einnig inn í utanaðkomandi þrýstingur vegna kjarnorkunnar. Líbanon er á suðupunkti um þessar mundir og þau átök gætu smitast inn í Sýrland. Í Egyptalandi má búast við hatrammri valdabaráttu þegar Mubarak fellur frá eða lætur af völdum. Og síðast en ekki síst verður að nefna Ísrael og Palestínu sem þrátt fyrir jákvæðar breytingar er enn á suðupunkti. Erlent Fréttir Írak Stj.mál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Mörg mikilvæg deilumál eru óútkljáð í Miðausturlöndum og vegurinn fram á við virðist þyrnum stráður. Spurningin er hvort hægt verði að leysa þessar deilur á friðsamlegan hátt eða má búast við frekari stríðsátökum? Það ríkir ákveðin bjartsýni um framtíð Miðausturlanda um þessar mundir því menn sjá vonarglætu í þeim hræringum sem þar eiga sér stað. En það getur brugðið til beggja vona og því fer víðsfjarri að friður og hamingja sé á næsta leiti, enda eru deiluefnin mörg. Magnús Þorkell Bernharðsson, sem er sérfræðingur um þennan heimshluta, skiptir þessum átakapunktum gróflega í fernt. Í fyrsta lagi eru deilur að magnast á milli þjóðernishópa; minnihlutahópa sem krefjast meiri valda. Í öðru lagi er deilt um hvaða hlutverki, ef einhverju, trúin á að gegna. Hvort ríki og kirkja eigi að vera aðskilin eða ekki. Í þriðja lagi er deilt um réttindi kvenna og í fjórða lagi vígvæðingu svæðisins; hverjir megi hafa vopn, hvers konar vopn og hvar Bandaríkjamenn megi hafa herlið sitt og hvar ekki. Magnús telur að á næstu 10-15 árum verði barist um þessar grundvallarspurningar. Óróasvæðin eru nokkur en athygli stjórnmálamanna, fræðimanna og fjölmiðla mun á næstu misserum einkum beinast að sjö löndum. Fyrst ber auðvitað að nefna Írak. Það sér ekki fyrir endann á stríðinu þar og það er óumdeilt að landið verður áfram átakasvæði. Mjög er fylgst með Sádi-Arabíu þar sem mikil ólga kraumar undir og gæti blossað upp hvenær sem er, sérstaklega í austurhluta landsins. Ekki er stöðugleikanum fyrir að fara í Íran og þar spilar einnig inn í utanaðkomandi þrýstingur vegna kjarnorkunnar. Líbanon er á suðupunkti um þessar mundir og þau átök gætu smitast inn í Sýrland. Í Egyptalandi má búast við hatrammri valdabaráttu þegar Mubarak fellur frá eða lætur af völdum. Og síðast en ekki síst verður að nefna Ísrael og Palestínu sem þrátt fyrir jákvæðar breytingar er enn á suðupunkti.
Erlent Fréttir Írak Stj.mál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira