Halldór gagnrýnir Seðlabankann 22. mars 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra gagnrýnir Seðlabankann harðlega fyrir að hækka stýrivexti og segist óttast að krónan styrkist enn frekar á kostnað útflutnings- og samkeppnisgreina. Halldór vill draga úr vægi húsnæðisverðs í vísitölunni en því er seðlabankastjóri ósammála. Seðlabankinn mun hækka stýrivexti um fjórðung úr prósentu þann 29. mars og verða þeir þá níu prósent sem er hátt í fjórum prósentustigum hærra en í byrjun maí í fyrra. Fréttastofan náði tali af forsætisráðherra nú undir kvöld og sagði hann þessa vaxtahækkun valda sér miklum vonbrigðum þar sem hann óttist að hún, líkt og fyrri hækkanir, verði til að styrkja gengi krónunnar enn frekar og gera þar með rekstrarstöðu útflutnings- og samkeppnisgreina enn erfiðari. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri segir að við verðum að horfa tvö ár fram á veginn. Hækkunin núna sé fyrst og fremst til að slá á þá miklu eftirspurn sem sé í þjóðfélaginu og verði á næsta ári. Forsætisráðherra bendir á að verðbólgan er tvö prósent ef horft er fram hjá hækkun húsnæðisverðs í vísitölunni. Honum finnst ástæða til að skoða hvernig húsnæðisliðurinn er mældur í vísitölunni og fá skýringar á því hvers vegna hann er frábrugðinn því sem gerist og gengur í kringum okkur. Halldór vill skoða hvort Seðlabankanum sé sniðinn of þröngt stakkur með því að skilgreina verðbólgumarkmið sem hækkun neysluverðs án nokkurs fyrirvara og ætlar að ræða það við seðlabankastjóra. Birgir segir engan vafa á því að veruleg skýring á verðbólgunni nú sé mikil útlánaþensla, og þá ekki síst bankanna. Seðlabankinn hefur hvatt þá til að fara varlega og gerir það áfram. Aðspurður hvort honum finnist ekki að endurskoða eigi hvernig húsnæðisverð er reiknað inn í vísitöluna segist Birgir ekki vera á því. Mikilvægt sé að halda húsnæðisverðinu inni í vísitölunni því það að húsnæðisverð hækki sé oft vísbending um undanfarandi verðbólgu á ýmsum öðrum sviðum. Birgir segir ennfremur að það muni ekki ganga til lengdar að horfa upp á óhefta samkeppni milli viðskiptabankanna og hins ríkisstyrkta Íbúðalánasjóðs en það sé hins vegar á sviði stjórnmálamanna að breyta hlutverki sjóðsins. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra gagnrýnir Seðlabankann harðlega fyrir að hækka stýrivexti og segist óttast að krónan styrkist enn frekar á kostnað útflutnings- og samkeppnisgreina. Halldór vill draga úr vægi húsnæðisverðs í vísitölunni en því er seðlabankastjóri ósammála. Seðlabankinn mun hækka stýrivexti um fjórðung úr prósentu þann 29. mars og verða þeir þá níu prósent sem er hátt í fjórum prósentustigum hærra en í byrjun maí í fyrra. Fréttastofan náði tali af forsætisráðherra nú undir kvöld og sagði hann þessa vaxtahækkun valda sér miklum vonbrigðum þar sem hann óttist að hún, líkt og fyrri hækkanir, verði til að styrkja gengi krónunnar enn frekar og gera þar með rekstrarstöðu útflutnings- og samkeppnisgreina enn erfiðari. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri segir að við verðum að horfa tvö ár fram á veginn. Hækkunin núna sé fyrst og fremst til að slá á þá miklu eftirspurn sem sé í þjóðfélaginu og verði á næsta ári. Forsætisráðherra bendir á að verðbólgan er tvö prósent ef horft er fram hjá hækkun húsnæðisverðs í vísitölunni. Honum finnst ástæða til að skoða hvernig húsnæðisliðurinn er mældur í vísitölunni og fá skýringar á því hvers vegna hann er frábrugðinn því sem gerist og gengur í kringum okkur. Halldór vill skoða hvort Seðlabankanum sé sniðinn of þröngt stakkur með því að skilgreina verðbólgumarkmið sem hækkun neysluverðs án nokkurs fyrirvara og ætlar að ræða það við seðlabankastjóra. Birgir segir engan vafa á því að veruleg skýring á verðbólgunni nú sé mikil útlánaþensla, og þá ekki síst bankanna. Seðlabankinn hefur hvatt þá til að fara varlega og gerir það áfram. Aðspurður hvort honum finnist ekki að endurskoða eigi hvernig húsnæðisverð er reiknað inn í vísitöluna segist Birgir ekki vera á því. Mikilvægt sé að halda húsnæðisverðinu inni í vísitölunni því það að húsnæðisverð hækki sé oft vísbending um undanfarandi verðbólgu á ýmsum öðrum sviðum. Birgir segir ennfremur að það muni ekki ganga til lengdar að horfa upp á óhefta samkeppni milli viðskiptabankanna og hins ríkisstyrkta Íbúðalánasjóðs en það sé hins vegar á sviði stjórnmálamanna að breyta hlutverki sjóðsins.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira