Hvar er Vilmundur nútímans Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 22. mars 2005 00:01 Löglegt en siðlaust er án efa frægustu orð Vilmundar Gylfasonar. Þetta eru orð sem tekin hafa verið upp af fjölmörgum síðan þegar verið er að vísa til þess að stjórnvaldsákvarðanir séu á gráu svæði. Það getur verið að þær séu löglegar, en það er ekki þar með sagt að þær séu boðlegar, að þær séu réttar. Ekki eru allir sammála um það út á hvað stjórnmál ganga. Varsla hagsmuna er ein hugmyndin. En þá á eftir að svara því til hagsmuna hverra á að vera að gæta. Ákveðinna einstaklinga, hópa eða heildarinnar? Kenning hans byggðist á því að ef hagsmunir einstaklinga fái að þrífast innan stjórnmálanna, leiði það bara af sér spillingu og vörslu eiginhagsmuna. Ekki hagsmuna þjóðarinnar. Heimspekingurinn Hannah Arendt tók þetta upp og fjallaði nokkuð um hvernig hagsmunir, sem á ensku útleggst interest og ætti í raun að lesa inter est, það sem kemur á milli. Hagsmunir væru það sem klífur þjóðina, á meðan stjórnmál eiga að sameina okkur. Stjórnmál eigi að vera fyrir ofan hagsmuni hafin, að segja til um reglur samfélagsins og hvers konar þjóðfélag við viljum. Framkvæmdavaldið, sem löggjafarvaldið hefur svo umsjón með, getur svo atað sína fingur með því að potast í hinu einstaka. Hugmyndir Rousseau og Arendt eru um margt ólíkar. Þær eiga það þó sameiginlegt að samrýmast varla hugmyndum nútímans um tilgang stjórnmála. Þessar hugmyndir þeirra þykja oft of einfaldar til að vera raunverulega framkvæmanlegar. Samt sem áður hefur okkur tekist, með lagabreytingum, með einkavæðingu, með eftirlitsstofnunum, að reyna að færa hagsmunavörsluna ekki bara út frá alþingi heldur einnig úr klóm framkvæmdavaldsins. Það er ekki lengur í hendi stjórnmálamanna að ákveða hver fær lán, hver má flytja hvað úr landi eða hver má eiga fyrirtæki. Með þessum breytingum, og öðrum sem sjálfsagðar þykja í dag, hefur möguleikum stjórnmálamanna til að stunda hagsmunapot fyrir einstaklinga minnkað. Ef þú hefur hugmynd um fyrirtæki sem þig langar til að stofna, hefurðu fyrst samband við þingmanninn þinn? Flestir svara þessu í dag neitandi, enda óljóst hvernig þingmaðurinn getur hjálpa þér. Enn er eitthvað um að fólk hringi í þingmenn sína til að aðstoða sig í einstökum málum. Að fá þingmennina til að potast í því sem þeim kemur í raun ekki við. Stjórnmálamenn eiga að vasast í hinu almenna. Setja reglur sem allir fara eftir. Þeir eiga ekki að vera að vasast í hinu einstaka. Þrátt fyrir óskir umbjóðenda þeirra þar um. Fram hafa komið hugmyndir um að vegna þess að möguleikar stjórnmálamanna til þess að sinna sértækum hagsmunum eru að minnka, reyna þeir að heimta til baka það sem þeir hafa gefið frá sér. Því er sagt að þeir séu að reyna að stjórnmálavæða stofnanir sem áður voru utan átaka stjórnmálanna. Stofnanir eins og Hæstiréttur, Ríkisútvarpið og Háskólinn. Í stað þess að fagna því að þeir hafi minna að gera með minnkandi umsvifum, er gripið til þess að beita völdum og áhrifum þar sem enn eru möguleikar til þess. Það var útfrá þessari nýju stjórnmálavæðingu sem Ómar H. Kristmundsson, lektor í opinberri stjórnsýslu, sagði á fundi Félags stjórnmálafræðinga á laugardag að pólitískum ráðningum hafi fjölgað undanfarin ár og sagði mögulega skýringu löng valdaseta núverandi stjórnvalda. Hann sagði eftirlit komið með stofnunum og lögum, en það vantaði hugarfarsbreytingu og kallaði eftir umræðu um siðbót stjórnmálamanna. Umræðu líkri þeirri sem Vilmundur Gylfason kallaði eftir á árum áður. Svanborg Sigmarsdóttir svanborg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Löglegt en siðlaust er án efa frægustu orð Vilmundar Gylfasonar. Þetta eru orð sem tekin hafa verið upp af fjölmörgum síðan þegar verið er að vísa til þess að stjórnvaldsákvarðanir séu á gráu svæði. Það getur verið að þær séu löglegar, en það er ekki þar með sagt að þær séu boðlegar, að þær séu réttar. Ekki eru allir sammála um það út á hvað stjórnmál ganga. Varsla hagsmuna er ein hugmyndin. En þá á eftir að svara því til hagsmuna hverra á að vera að gæta. Ákveðinna einstaklinga, hópa eða heildarinnar? Kenning hans byggðist á því að ef hagsmunir einstaklinga fái að þrífast innan stjórnmálanna, leiði það bara af sér spillingu og vörslu eiginhagsmuna. Ekki hagsmuna þjóðarinnar. Heimspekingurinn Hannah Arendt tók þetta upp og fjallaði nokkuð um hvernig hagsmunir, sem á ensku útleggst interest og ætti í raun að lesa inter est, það sem kemur á milli. Hagsmunir væru það sem klífur þjóðina, á meðan stjórnmál eiga að sameina okkur. Stjórnmál eigi að vera fyrir ofan hagsmuni hafin, að segja til um reglur samfélagsins og hvers konar þjóðfélag við viljum. Framkvæmdavaldið, sem löggjafarvaldið hefur svo umsjón með, getur svo atað sína fingur með því að potast í hinu einstaka. Hugmyndir Rousseau og Arendt eru um margt ólíkar. Þær eiga það þó sameiginlegt að samrýmast varla hugmyndum nútímans um tilgang stjórnmála. Þessar hugmyndir þeirra þykja oft of einfaldar til að vera raunverulega framkvæmanlegar. Samt sem áður hefur okkur tekist, með lagabreytingum, með einkavæðingu, með eftirlitsstofnunum, að reyna að færa hagsmunavörsluna ekki bara út frá alþingi heldur einnig úr klóm framkvæmdavaldsins. Það er ekki lengur í hendi stjórnmálamanna að ákveða hver fær lán, hver má flytja hvað úr landi eða hver má eiga fyrirtæki. Með þessum breytingum, og öðrum sem sjálfsagðar þykja í dag, hefur möguleikum stjórnmálamanna til að stunda hagsmunapot fyrir einstaklinga minnkað. Ef þú hefur hugmynd um fyrirtæki sem þig langar til að stofna, hefurðu fyrst samband við þingmanninn þinn? Flestir svara þessu í dag neitandi, enda óljóst hvernig þingmaðurinn getur hjálpa þér. Enn er eitthvað um að fólk hringi í þingmenn sína til að aðstoða sig í einstökum málum. Að fá þingmennina til að potast í því sem þeim kemur í raun ekki við. Stjórnmálamenn eiga að vasast í hinu almenna. Setja reglur sem allir fara eftir. Þeir eiga ekki að vera að vasast í hinu einstaka. Þrátt fyrir óskir umbjóðenda þeirra þar um. Fram hafa komið hugmyndir um að vegna þess að möguleikar stjórnmálamanna til þess að sinna sértækum hagsmunum eru að minnka, reyna þeir að heimta til baka það sem þeir hafa gefið frá sér. Því er sagt að þeir séu að reyna að stjórnmálavæða stofnanir sem áður voru utan átaka stjórnmálanna. Stofnanir eins og Hæstiréttur, Ríkisútvarpið og Háskólinn. Í stað þess að fagna því að þeir hafi minna að gera með minnkandi umsvifum, er gripið til þess að beita völdum og áhrifum þar sem enn eru möguleikar til þess. Það var útfrá þessari nýju stjórnmálavæðingu sem Ómar H. Kristmundsson, lektor í opinberri stjórnsýslu, sagði á fundi Félags stjórnmálafræðinga á laugardag að pólitískum ráðningum hafi fjölgað undanfarin ár og sagði mögulega skýringu löng valdaseta núverandi stjórnvalda. Hann sagði eftirlit komið með stofnunum og lögum, en það vantaði hugarfarsbreytingu og kallaði eftir umræðu um siðbót stjórnmálamanna. Umræðu líkri þeirri sem Vilmundur Gylfason kallaði eftir á árum áður. Svanborg Sigmarsdóttir svanborg@frettabladid.is
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun