Hvar er Vilmundur nútímans Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 22. mars 2005 00:01 Löglegt en siðlaust er án efa frægustu orð Vilmundar Gylfasonar. Þetta eru orð sem tekin hafa verið upp af fjölmörgum síðan þegar verið er að vísa til þess að stjórnvaldsákvarðanir séu á gráu svæði. Það getur verið að þær séu löglegar, en það er ekki þar með sagt að þær séu boðlegar, að þær séu réttar. Ekki eru allir sammála um það út á hvað stjórnmál ganga. Varsla hagsmuna er ein hugmyndin. En þá á eftir að svara því til hagsmuna hverra á að vera að gæta. Ákveðinna einstaklinga, hópa eða heildarinnar? Kenning hans byggðist á því að ef hagsmunir einstaklinga fái að þrífast innan stjórnmálanna, leiði það bara af sér spillingu og vörslu eiginhagsmuna. Ekki hagsmuna þjóðarinnar. Heimspekingurinn Hannah Arendt tók þetta upp og fjallaði nokkuð um hvernig hagsmunir, sem á ensku útleggst interest og ætti í raun að lesa inter est, það sem kemur á milli. Hagsmunir væru það sem klífur þjóðina, á meðan stjórnmál eiga að sameina okkur. Stjórnmál eigi að vera fyrir ofan hagsmuni hafin, að segja til um reglur samfélagsins og hvers konar þjóðfélag við viljum. Framkvæmdavaldið, sem löggjafarvaldið hefur svo umsjón með, getur svo atað sína fingur með því að potast í hinu einstaka. Hugmyndir Rousseau og Arendt eru um margt ólíkar. Þær eiga það þó sameiginlegt að samrýmast varla hugmyndum nútímans um tilgang stjórnmála. Þessar hugmyndir þeirra þykja oft of einfaldar til að vera raunverulega framkvæmanlegar. Samt sem áður hefur okkur tekist, með lagabreytingum, með einkavæðingu, með eftirlitsstofnunum, að reyna að færa hagsmunavörsluna ekki bara út frá alþingi heldur einnig úr klóm framkvæmdavaldsins. Það er ekki lengur í hendi stjórnmálamanna að ákveða hver fær lán, hver má flytja hvað úr landi eða hver má eiga fyrirtæki. Með þessum breytingum, og öðrum sem sjálfsagðar þykja í dag, hefur möguleikum stjórnmálamanna til að stunda hagsmunapot fyrir einstaklinga minnkað. Ef þú hefur hugmynd um fyrirtæki sem þig langar til að stofna, hefurðu fyrst samband við þingmanninn þinn? Flestir svara þessu í dag neitandi, enda óljóst hvernig þingmaðurinn getur hjálpa þér. Enn er eitthvað um að fólk hringi í þingmenn sína til að aðstoða sig í einstökum málum. Að fá þingmennina til að potast í því sem þeim kemur í raun ekki við. Stjórnmálamenn eiga að vasast í hinu almenna. Setja reglur sem allir fara eftir. Þeir eiga ekki að vera að vasast í hinu einstaka. Þrátt fyrir óskir umbjóðenda þeirra þar um. Fram hafa komið hugmyndir um að vegna þess að möguleikar stjórnmálamanna til þess að sinna sértækum hagsmunum eru að minnka, reyna þeir að heimta til baka það sem þeir hafa gefið frá sér. Því er sagt að þeir séu að reyna að stjórnmálavæða stofnanir sem áður voru utan átaka stjórnmálanna. Stofnanir eins og Hæstiréttur, Ríkisútvarpið og Háskólinn. Í stað þess að fagna því að þeir hafi minna að gera með minnkandi umsvifum, er gripið til þess að beita völdum og áhrifum þar sem enn eru möguleikar til þess. Það var útfrá þessari nýju stjórnmálavæðingu sem Ómar H. Kristmundsson, lektor í opinberri stjórnsýslu, sagði á fundi Félags stjórnmálafræðinga á laugardag að pólitískum ráðningum hafi fjölgað undanfarin ár og sagði mögulega skýringu löng valdaseta núverandi stjórnvalda. Hann sagði eftirlit komið með stofnunum og lögum, en það vantaði hugarfarsbreytingu og kallaði eftir umræðu um siðbót stjórnmálamanna. Umræðu líkri þeirri sem Vilmundur Gylfason kallaði eftir á árum áður. Svanborg Sigmarsdóttir svanborg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Löglegt en siðlaust er án efa frægustu orð Vilmundar Gylfasonar. Þetta eru orð sem tekin hafa verið upp af fjölmörgum síðan þegar verið er að vísa til þess að stjórnvaldsákvarðanir séu á gráu svæði. Það getur verið að þær séu löglegar, en það er ekki þar með sagt að þær séu boðlegar, að þær séu réttar. Ekki eru allir sammála um það út á hvað stjórnmál ganga. Varsla hagsmuna er ein hugmyndin. En þá á eftir að svara því til hagsmuna hverra á að vera að gæta. Ákveðinna einstaklinga, hópa eða heildarinnar? Kenning hans byggðist á því að ef hagsmunir einstaklinga fái að þrífast innan stjórnmálanna, leiði það bara af sér spillingu og vörslu eiginhagsmuna. Ekki hagsmuna þjóðarinnar. Heimspekingurinn Hannah Arendt tók þetta upp og fjallaði nokkuð um hvernig hagsmunir, sem á ensku útleggst interest og ætti í raun að lesa inter est, það sem kemur á milli. Hagsmunir væru það sem klífur þjóðina, á meðan stjórnmál eiga að sameina okkur. Stjórnmál eigi að vera fyrir ofan hagsmuni hafin, að segja til um reglur samfélagsins og hvers konar þjóðfélag við viljum. Framkvæmdavaldið, sem löggjafarvaldið hefur svo umsjón með, getur svo atað sína fingur með því að potast í hinu einstaka. Hugmyndir Rousseau og Arendt eru um margt ólíkar. Þær eiga það þó sameiginlegt að samrýmast varla hugmyndum nútímans um tilgang stjórnmála. Þessar hugmyndir þeirra þykja oft of einfaldar til að vera raunverulega framkvæmanlegar. Samt sem áður hefur okkur tekist, með lagabreytingum, með einkavæðingu, með eftirlitsstofnunum, að reyna að færa hagsmunavörsluna ekki bara út frá alþingi heldur einnig úr klóm framkvæmdavaldsins. Það er ekki lengur í hendi stjórnmálamanna að ákveða hver fær lán, hver má flytja hvað úr landi eða hver má eiga fyrirtæki. Með þessum breytingum, og öðrum sem sjálfsagðar þykja í dag, hefur möguleikum stjórnmálamanna til að stunda hagsmunapot fyrir einstaklinga minnkað. Ef þú hefur hugmynd um fyrirtæki sem þig langar til að stofna, hefurðu fyrst samband við þingmanninn þinn? Flestir svara þessu í dag neitandi, enda óljóst hvernig þingmaðurinn getur hjálpa þér. Enn er eitthvað um að fólk hringi í þingmenn sína til að aðstoða sig í einstökum málum. Að fá þingmennina til að potast í því sem þeim kemur í raun ekki við. Stjórnmálamenn eiga að vasast í hinu almenna. Setja reglur sem allir fara eftir. Þeir eiga ekki að vera að vasast í hinu einstaka. Þrátt fyrir óskir umbjóðenda þeirra þar um. Fram hafa komið hugmyndir um að vegna þess að möguleikar stjórnmálamanna til þess að sinna sértækum hagsmunum eru að minnka, reyna þeir að heimta til baka það sem þeir hafa gefið frá sér. Því er sagt að þeir séu að reyna að stjórnmálavæða stofnanir sem áður voru utan átaka stjórnmálanna. Stofnanir eins og Hæstiréttur, Ríkisútvarpið og Háskólinn. Í stað þess að fagna því að þeir hafi minna að gera með minnkandi umsvifum, er gripið til þess að beita völdum og áhrifum þar sem enn eru möguleikar til þess. Það var útfrá þessari nýju stjórnmálavæðingu sem Ómar H. Kristmundsson, lektor í opinberri stjórnsýslu, sagði á fundi Félags stjórnmálafræðinga á laugardag að pólitískum ráðningum hafi fjölgað undanfarin ár og sagði mögulega skýringu löng valdaseta núverandi stjórnvalda. Hann sagði eftirlit komið með stofnunum og lögum, en það vantaði hugarfarsbreytingu og kallaði eftir umræðu um siðbót stjórnmálamanna. Umræðu líkri þeirri sem Vilmundur Gylfason kallaði eftir á árum áður. Svanborg Sigmarsdóttir svanborg@frettabladid.is
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun