Eiður Smári mætir Bæjurum 18. mars 2005 00:01 Í gær var dregið í átta liða og undanúrslit meistaradeildarinnar í fótbolta. Eiður Smári Guðjohnsen og félagar hans í Chelsea mæta þýska liðinu Bayern München en Bæjarar slógu Arsenal út í sextán liða úrslitum. Það verður borgarslagur í Mílanó þar sem AC Milan og Internazionale mætast og Lyon, spútniklið keppninnar, mætir PSV og liðin sem mættust í úrslitaleiknum árið 1985, Liverpool og Juventus, mætast. Sigurvegarar leiks Liverpool og Juventus mæta síðan sigurvegaranum úr leik Chelsea og Bayern München og sigurvegarinn úr leik Milan-liðanna og síðan sigurvegarans úr leik Lyon og PSV. Úrslitaleikurinn fer síðan fram í Istanbúl í Tyrklandi 25. maí næstkomandi. Forráðamenn og leikmenn Bayern München voru hæstánægðir eftir dráttinn í gær og vonast til að taka "enska tvennu" en liðið sló Arsenal út í sextán liða úrslitum. "Þetta er frábær dráttur. Chelsea er eitt stærsta lið Evrópu í augnablikinu og ég hlakka mjög til þessara leikja. Við viljum komast í í úrslitaleikinn og það þýðir að við verðum að vinna Chelsea. Við þurfum að eiga tvo toppleiki en ég veit að við getum unnið Chelsea," sagði Oliver Kahn, markvörður Bæjara. AC Milan og Internazionale mættust einnig í undanúrslitunum 2003 en þá komst AC Milan áfram á mörkum skoruðum á útivelli og vann að lokum titilinn. Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, var ekki sáttur og sagði Internazionale síðasta liðið sem hann hefði viljað mæta. "Við vildum allir sleppa við annan grannaslag. Ég man að það var mikil pressa þegar liðin mættust fyrir tveimur árum, mun meiri heldur en venjulega en ég vona að við séum orðnir þroskaðri og getum unnið betur úr álaginu sem fylgir þessum leikjum. Barátta Liverpool og Juventus vekur upp tuttugu ára gamlar minningar um úrslitaleik liðanna á Heysel-leikvanginum í Brüssel þar sem 39 áhorfendur létu lífið í óeirðum og ensk félög fengu í kjölfarið fimm ára bann. "Ég veit ekki af hverju en ég hafði það á tilfinningunni að við myndum mæta Liverpool. Þegar ég var þjálfari hjá Roma þá töpuðum við fyrir þeim og nú fæ ég möguleika á því að koma fram hefndum. Leikmenn Liverpool eru hættulegir í skyndisóknum, sérstaklega á Anfield og við þurfum að ná okkar besta til að komast áfram," sagði Fabio Capello, þjálfari Juventus. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sjá meira
Í gær var dregið í átta liða og undanúrslit meistaradeildarinnar í fótbolta. Eiður Smári Guðjohnsen og félagar hans í Chelsea mæta þýska liðinu Bayern München en Bæjarar slógu Arsenal út í sextán liða úrslitum. Það verður borgarslagur í Mílanó þar sem AC Milan og Internazionale mætast og Lyon, spútniklið keppninnar, mætir PSV og liðin sem mættust í úrslitaleiknum árið 1985, Liverpool og Juventus, mætast. Sigurvegarar leiks Liverpool og Juventus mæta síðan sigurvegaranum úr leik Chelsea og Bayern München og sigurvegarinn úr leik Milan-liðanna og síðan sigurvegarans úr leik Lyon og PSV. Úrslitaleikurinn fer síðan fram í Istanbúl í Tyrklandi 25. maí næstkomandi. Forráðamenn og leikmenn Bayern München voru hæstánægðir eftir dráttinn í gær og vonast til að taka "enska tvennu" en liðið sló Arsenal út í sextán liða úrslitum. "Þetta er frábær dráttur. Chelsea er eitt stærsta lið Evrópu í augnablikinu og ég hlakka mjög til þessara leikja. Við viljum komast í í úrslitaleikinn og það þýðir að við verðum að vinna Chelsea. Við þurfum að eiga tvo toppleiki en ég veit að við getum unnið Chelsea," sagði Oliver Kahn, markvörður Bæjara. AC Milan og Internazionale mættust einnig í undanúrslitunum 2003 en þá komst AC Milan áfram á mörkum skoruðum á útivelli og vann að lokum titilinn. Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, var ekki sáttur og sagði Internazionale síðasta liðið sem hann hefði viljað mæta. "Við vildum allir sleppa við annan grannaslag. Ég man að það var mikil pressa þegar liðin mættust fyrir tveimur árum, mun meiri heldur en venjulega en ég vona að við séum orðnir þroskaðri og getum unnið betur úr álaginu sem fylgir þessum leikjum. Barátta Liverpool og Juventus vekur upp tuttugu ára gamlar minningar um úrslitaleik liðanna á Heysel-leikvanginum í Brüssel þar sem 39 áhorfendur létu lífið í óeirðum og ensk félög fengu í kjölfarið fimm ára bann. "Ég veit ekki af hverju en ég hafði það á tilfinningunni að við myndum mæta Liverpool. Þegar ég var þjálfari hjá Roma þá töpuðum við fyrir þeim og nú fæ ég möguleika á því að koma fram hefndum. Leikmenn Liverpool eru hættulegir í skyndisóknum, sérstaklega á Anfield og við þurfum að ná okkar besta til að komast áfram," sagði Fabio Capello, þjálfari Juventus.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sjá meira