Lyfjaverksmiðja reist á Húsavík 17. mars 2005 00:01 Navamedic ehf., dótturfélag Navamedic ASA í Noregi, hyggst í sumar hefja framkvæmdir við fyrri áfanga verksmiðjuhúss á Húsavík þar sem unnið verður hráefni til lyfjagerðar. Undirbúningur hefur staðið í rúm þrjú ár en kostnaður við fyrri áfanga verksmiðjunnar er nálægt 200 milljónum kóna. Fjármögnun er á lokastigi og segir Öyvind S. Brekke, framkvæmdastjóri Navamedic í Noregi, að innan við 10 prósent vanti til að ljúka fjármögnun fyrri áfangans. Í verksmiðjunni, sem rísa mun sunnan við rækjuvinnslu Íshafs, verður í fyrstu unnið kítín úr rækjuskel. Kítínið verður flutt til Noregs þar sem því verður umbreytt í glúkósamín, komið í töfluform og markaðssett sem lyf. Í síðari áfanganum er ætlunin að koma á fót glúkósamínverksmiðju og á hún að verða tilbúin 2008. Á sama tíma verður hætt að flytja kítínið til Noregs en glúkósamínið verður virkt lyfjaefni í duftformi. Duftið verður flutt til Noregs þar sem því verður komið í töfluform en ekki þykir hagkvæmt að fjárfesta í búnaði til töfluvinnslu á Húsavík fyrir aðeins eina afurð. Glúkósamín virkar á bandvefi líkamans og er til dæmis talið geta unnið gegn slitgigt. Navamedic í Noregi hefur selt glúkósamín sem heilsubótarefni og hefur efnið m.a. verið selt sem slíkt í verslunum á Íslandi. Undanfarin tvö ár hefur fyrirtækið unnið að lyfjaþróun með það að markmiði að verða fyrsta fyrirtækið í Evrópu til að koma efninu í lyfjaverslanir. Gangi það eftir mun verðmæti framleiðslunnar stóraukast en Navamedic hefur sótt um lyfjaleyfi í Svíþjóð og er svara að vænta fljótlega. Á Húsavík eru kjöraðstæður frá náttúrunnar hendi til framleiðslu glúkósamíns en framleiðsluferlið kallar á mikið af hreinu köldu vatni og 130 gráðu heita gufu. Hvort tveggja er að finna á Húsavík á samkeppnishæfu verði. Á bilinu 18 til 20 manns munu starfa í lyfjaverksmiðjunni eftir að þar hefst framleiðsla á glúkósamíni. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Fleiri fréttir Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Sjá meira
Navamedic ehf., dótturfélag Navamedic ASA í Noregi, hyggst í sumar hefja framkvæmdir við fyrri áfanga verksmiðjuhúss á Húsavík þar sem unnið verður hráefni til lyfjagerðar. Undirbúningur hefur staðið í rúm þrjú ár en kostnaður við fyrri áfanga verksmiðjunnar er nálægt 200 milljónum kóna. Fjármögnun er á lokastigi og segir Öyvind S. Brekke, framkvæmdastjóri Navamedic í Noregi, að innan við 10 prósent vanti til að ljúka fjármögnun fyrri áfangans. Í verksmiðjunni, sem rísa mun sunnan við rækjuvinnslu Íshafs, verður í fyrstu unnið kítín úr rækjuskel. Kítínið verður flutt til Noregs þar sem því verður umbreytt í glúkósamín, komið í töfluform og markaðssett sem lyf. Í síðari áfanganum er ætlunin að koma á fót glúkósamínverksmiðju og á hún að verða tilbúin 2008. Á sama tíma verður hætt að flytja kítínið til Noregs en glúkósamínið verður virkt lyfjaefni í duftformi. Duftið verður flutt til Noregs þar sem því verður komið í töfluform en ekki þykir hagkvæmt að fjárfesta í búnaði til töfluvinnslu á Húsavík fyrir aðeins eina afurð. Glúkósamín virkar á bandvefi líkamans og er til dæmis talið geta unnið gegn slitgigt. Navamedic í Noregi hefur selt glúkósamín sem heilsubótarefni og hefur efnið m.a. verið selt sem slíkt í verslunum á Íslandi. Undanfarin tvö ár hefur fyrirtækið unnið að lyfjaþróun með það að markmiði að verða fyrsta fyrirtækið í Evrópu til að koma efninu í lyfjaverslanir. Gangi það eftir mun verðmæti framleiðslunnar stóraukast en Navamedic hefur sótt um lyfjaleyfi í Svíþjóð og er svara að vænta fljótlega. Á Húsavík eru kjöraðstæður frá náttúrunnar hendi til framleiðslu glúkósamíns en framleiðsluferlið kallar á mikið af hreinu köldu vatni og 130 gráðu heita gufu. Hvort tveggja er að finna á Húsavík á samkeppnishæfu verði. Á bilinu 18 til 20 manns munu starfa í lyfjaverksmiðjunni eftir að þar hefst framleiðsla á glúkósamíni.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Fleiri fréttir Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Sjá meira