Leita aftur ríkisborgararéttar 15. mars 2005 00:01 Japönsk stjórnvöld útilokuðu í gær að Bobby Fischer, skákmeistari, fengi að fara til Íslands. Vinir Fischers reyna enn að fá allsherjarnefnd Alþingis til að mæla með að honum verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Yfirmaður japanska innflytjendaeftirlitsins, Masaharu Miura, segir að Fischer verði einungis fluttur til þess lands þar sem hann er ríkisborgari. Þetta kom fram í yfirheyrslu þingnefndar japanska þingsins sem tók málið upp að beiðni eins þingmanna stjórnarandstöðunnar. Hann sagði þetta vera samkvæmt japönskum lögum og að mál Fischers væri ekki þess eðlis að hægt væri að veita honum undanþágu. Guðmundur G. Þórarinsson, fyrrverandi formaður Skáksambandsins, er einn vina Fischers sem er nýkominn frá Japan til að reyna að hjálpa skákmeistaranum. Hann segir að samkvæmt þeim upplýsingum, sem stuðningsmenn Fischers hér á landi hafi eftir umræður á japanska þinginu og viðræður við stuðningsmenn Fischers í Japan, séu yfirlýsingar glettilega ákveðnar um að ef Fischer fái ríkisborgararétt komist hann til landsins. Japönsk lög segi að mann sem tekinn sé með ógilt vegabréf skuli senda til þess lands þar sem hann hafi ríkisborgarrétt. Aðspurður hvort þreifað hafi verið á málinu í kjölfar umræðu á japanska þinginu segir Guðmundur að reynt hafi verið að ræða málið við nefndarmenn í allsherjarnefnd Alþingis og þeir beðnir að taka málið upp aftur. Tíminn sé naumur en viðræður um þetta standi enn. Machimura, utanríkisráðherra Japans, vísar því á bug að ríkisstjórn Japans gangi erinda Bandaríkjastjórnar í málinu en þingmaðurinn sem óskaði eftir umræðunum lét í ljós þá skoðun sína í gær að meðferð japanskra stjórnvalda á Fischer gæti stefnt tilraunum Japans til að fá sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í hættu. Lögfræðingur Fischers lýsti því yfir í síðustu viku að mál yrði höfðað á hendur japönskum stjórnvöldum ef Fischer yrði ekki fljótlega leystur úr haldi. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira
Japönsk stjórnvöld útilokuðu í gær að Bobby Fischer, skákmeistari, fengi að fara til Íslands. Vinir Fischers reyna enn að fá allsherjarnefnd Alþingis til að mæla með að honum verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Yfirmaður japanska innflytjendaeftirlitsins, Masaharu Miura, segir að Fischer verði einungis fluttur til þess lands þar sem hann er ríkisborgari. Þetta kom fram í yfirheyrslu þingnefndar japanska þingsins sem tók málið upp að beiðni eins þingmanna stjórnarandstöðunnar. Hann sagði þetta vera samkvæmt japönskum lögum og að mál Fischers væri ekki þess eðlis að hægt væri að veita honum undanþágu. Guðmundur G. Þórarinsson, fyrrverandi formaður Skáksambandsins, er einn vina Fischers sem er nýkominn frá Japan til að reyna að hjálpa skákmeistaranum. Hann segir að samkvæmt þeim upplýsingum, sem stuðningsmenn Fischers hér á landi hafi eftir umræður á japanska þinginu og viðræður við stuðningsmenn Fischers í Japan, séu yfirlýsingar glettilega ákveðnar um að ef Fischer fái ríkisborgararétt komist hann til landsins. Japönsk lög segi að mann sem tekinn sé með ógilt vegabréf skuli senda til þess lands þar sem hann hafi ríkisborgarrétt. Aðspurður hvort þreifað hafi verið á málinu í kjölfar umræðu á japanska þinginu segir Guðmundur að reynt hafi verið að ræða málið við nefndarmenn í allsherjarnefnd Alþingis og þeir beðnir að taka málið upp aftur. Tíminn sé naumur en viðræður um þetta standi enn. Machimura, utanríkisráðherra Japans, vísar því á bug að ríkisstjórn Japans gangi erinda Bandaríkjastjórnar í málinu en þingmaðurinn sem óskaði eftir umræðunum lét í ljós þá skoðun sína í gær að meðferð japanskra stjórnvalda á Fischer gæti stefnt tilraunum Japans til að fá sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í hættu. Lögfræðingur Fischers lýsti því yfir í síðustu viku að mál yrði höfðað á hendur japönskum stjórnvöldum ef Fischer yrði ekki fljótlega leystur úr haldi.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira