Formaður eða ráðherra hindri leka 13. október 2005 18:54 Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, segir það hlutverk stjórnarformanns Landssímans eða fjármálaráðherra að tryggja að trúnaðarupplýsingar leki ekki út við sölu Landssímans. Einkavæðingarnefnd bregðist hins vegar við, geri aðrir það ekki. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir innherjaklúður í uppsiglingu. Einkavæðingarnefnd amist ekki við því að forstjóri Landssímans sitji í stjórnum þeirra félaga sem séu talin líkleg til að kaupa. Lúðvík hefur kallað eftir utandagskrárumræðu um málið á Alþingi. Hann bendir á að þrátt fyrir verklagsreglur hafi verið settar fyrir nefndina gildi í raun engar reglur um hana og störf hennar þar sem í þeim sé að finna heimild til að víkja frá öllum reglum ef ráðherra eða nefndin óski þess. Lúðvík segir að hann og aðrir í efnahags- og viðskiptanefnd hafi reynt að fá upplýsingar um stöðu mála á sölu Símans, án árangurs. „Þess vegna er í sjálfu sér ekkert annað að gera en að ræða við forsætisráðherra um störf einkavæðinganefndar,“ segir Lúðvík. Lúðvík segir að það sé afar óheppilegt að það gildi ekki skýrar reglur um sölu ríkiseigna og himinhrópandi þegar stærsta einkavæðing sögunnar standi fyrir dyrum. Þess vegna hafi hann áhyggjur af því að ríkiseignir séu notaðar sem skiptimynt eða peð á pólitísku taflborði „helmingaskiptaflokkanna“. Einkavæðinganefnd hefur ekki séð ástæðu til þess að Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Landssímans, víki úr stjórnum Almenna lífeyrissjóðsins og Bakkavarar sem eru talin líkleg, eða félög þeim skyld, til að bjóða í Landssímann. Forvera hans, Þórarni Viðari Þórarinssyni, var hins vegar sagt að víkja úr stjórnum tveggja félaga vegna fyrirhugðarðar einkavæðingar á sínum tíma. Þegar Þórarinn vék einungis tímabundið varð það til þess að honum var gert að hætta. Lúðvík segir að ef þessi fyrirtæki bjóði í Símann sé innherjaklúður í uppsiglingu. „Það er allt annað að hafa rekstrarmann Símans innanborðs eða ekki. Nægt hefur verið klúðrið um sölu Símans, og nægilega umdeild er salan, svo ekki yrði á það bætandi að innherjaklúður bættist á allt sem á undan er gengið,“ segir þingmaðurinn. Jón Sveinsson, formaður einkavæðinganefndar, segir það hlutverk stjórnar eða stjórnarformanns Landssímans, eða fulltrúa eigenda sem væri fjármálaráðherra, að koma í veg fyrir hagsmunaárekstur milli eiganda og væntanlegra kaupenda. Einkavæðinganefnd hefði ekki gert samkomulagið við fyrrverandi forstjóra. Gangi það ekki eftir mun einkavæðinganefnd tryggja með öllum ráðum að upplýsingar um söluferlið leki ekki út til væntanlegra kaupenda frá starfsmönnum eða æðstu stjórnendum fyrirtækisins. Það gangi ekki upp. Það hljóti allir að sjá. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, segir það hlutverk stjórnarformanns Landssímans eða fjármálaráðherra að tryggja að trúnaðarupplýsingar leki ekki út við sölu Landssímans. Einkavæðingarnefnd bregðist hins vegar við, geri aðrir það ekki. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir innherjaklúður í uppsiglingu. Einkavæðingarnefnd amist ekki við því að forstjóri Landssímans sitji í stjórnum þeirra félaga sem séu talin líkleg til að kaupa. Lúðvík hefur kallað eftir utandagskrárumræðu um málið á Alþingi. Hann bendir á að þrátt fyrir verklagsreglur hafi verið settar fyrir nefndina gildi í raun engar reglur um hana og störf hennar þar sem í þeim sé að finna heimild til að víkja frá öllum reglum ef ráðherra eða nefndin óski þess. Lúðvík segir að hann og aðrir í efnahags- og viðskiptanefnd hafi reynt að fá upplýsingar um stöðu mála á sölu Símans, án árangurs. „Þess vegna er í sjálfu sér ekkert annað að gera en að ræða við forsætisráðherra um störf einkavæðinganefndar,“ segir Lúðvík. Lúðvík segir að það sé afar óheppilegt að það gildi ekki skýrar reglur um sölu ríkiseigna og himinhrópandi þegar stærsta einkavæðing sögunnar standi fyrir dyrum. Þess vegna hafi hann áhyggjur af því að ríkiseignir séu notaðar sem skiptimynt eða peð á pólitísku taflborði „helmingaskiptaflokkanna“. Einkavæðinganefnd hefur ekki séð ástæðu til þess að Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Landssímans, víki úr stjórnum Almenna lífeyrissjóðsins og Bakkavarar sem eru talin líkleg, eða félög þeim skyld, til að bjóða í Landssímann. Forvera hans, Þórarni Viðari Þórarinssyni, var hins vegar sagt að víkja úr stjórnum tveggja félaga vegna fyrirhugðarðar einkavæðingar á sínum tíma. Þegar Þórarinn vék einungis tímabundið varð það til þess að honum var gert að hætta. Lúðvík segir að ef þessi fyrirtæki bjóði í Símann sé innherjaklúður í uppsiglingu. „Það er allt annað að hafa rekstrarmann Símans innanborðs eða ekki. Nægt hefur verið klúðrið um sölu Símans, og nægilega umdeild er salan, svo ekki yrði á það bætandi að innherjaklúður bættist á allt sem á undan er gengið,“ segir þingmaðurinn. Jón Sveinsson, formaður einkavæðinganefndar, segir það hlutverk stjórnar eða stjórnarformanns Landssímans, eða fulltrúa eigenda sem væri fjármálaráðherra, að koma í veg fyrir hagsmunaárekstur milli eiganda og væntanlegra kaupenda. Einkavæðinganefnd hefði ekki gert samkomulagið við fyrrverandi forstjóra. Gangi það ekki eftir mun einkavæðinganefnd tryggja með öllum ráðum að upplýsingar um söluferlið leki ekki út til væntanlegra kaupenda frá starfsmönnum eða æðstu stjórnendum fyrirtækisins. Það gangi ekki upp. Það hljóti allir að sjá.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira