Níunda listgreinin Þórarinn Þórarinsson skrifar 9. mars 2005 00:01 Myndasagan hefur verið í gríðarlegri sókn síðustu áratugi og lifir nú góðu lífi sem alvöru bókmenntagrein og ekki síður sem alvöru listgrein. Frjótt ímyndunarafl myndasagnahöfunda og glæsileg tilþrif teiknara hafa orðið til þess að þetta gamla frásagnarform hittir beint í mark hjá lesendum á öllum aldri, ekki síst þeim yngri, en myndræn framsetning höfðar vitaskuld sterkt til þeirra sem hafa alist upp við MTV og hraðar klippingar tónlistarmyndbanda. Þar fyrir utan liggja rætur myndasögunnar djúpt í afþreyingarmenningunni þannig að þetta listform er orðið einn allsherjar suðupottur þar sem fortíð, framtíð, samtíð, kvikmyndum, bókmenntum, sjónvarpi og öllu þar á milli er mallað saman í göróttan mjöð kryddaðan asískum og engilsaxneskum áhrifum með súputeningum úr öllum heimshornum. Myndasagan er því kjörinn tengiliður ungra lesenda við allt milli himins og jarðar um leið og lestur myndasagna þjálfar unga sem aldna í því að lesa og túlka myndmál, en sú þekking verður æ mikilvægari í margmiðlunarheimi þar sem sjónrænt áreiti verður stöðugt sterkara mótunarafl sjálfsins. Vel myndasögulesinn unglingur er til að mynda miklu líklegri til þess að sjá framhjá yfirborðslegu og klámfengu yfirbragði tónlistarmyndbanda en krakki sem lætur hreyfimyndirnar mata sig gagnrýnilaust.Vígin falla Myndasagan hefur tekið Hollywood með áhlaupi og stöðugt fleiri myndasögupersónur stökkva af pappírnum yfir á filmu. Árangurinn er sjaldnast viðunandi, ekki frekar en þegar textabókmenntir eru lagaðar að hvíta tjaldinu, en ásókn kvikmyndagerðarmanna í myndasögunar sýnir svo ekki verður um villst að það er líf í tuskunum og gríðarleg gerjun. Myndasögurnar taka líka stöðugt meira pláss í hillum bókaverslana og bókasafna og það sem var algert jaðarfyrirbæri og kennt við "nörda" fyrir nokkrum árum og fékkst nær eingöngu í sérversluninni Nexus er farið að ryðja sér til rúms í Máli og menningu. Hollywood er fallin, myndasögur eru kenndar og greindar í háskólum, þær leigjast út í bílförmum á bókasöfnum og seljast eins og heitar lummur. Nú er komið að Listasafni Reykjavíkur, sem opnar á laugardaginn sýninguna Níuna og vísar þannig til myndasögunnar sem níundu listgreinarinnar. Þeim fer stöðugt fækkandi sem líta myndasögur hornauga og tengja þær einungis við Súperman, Batman og aðrar hasarblaðahetjur enda breiddin orðin svo mikil að gömlu DC-hetjurnar eru fallnar í skuggann þó þær lifi enn góðu lífi og hafi í raun aldrei verið jafn ferskar og vel skrifaðar. Það eru helst Japanir með sínu manga sem eru að sækja í sig veðrið á Vesturlöndum og ryðja ofurhetjunum út á kantinn með samkynhneigðum ástarævintýrum og unglingarómönum sem ganga í alla aldurshópa.Brú milli kynslóða og menningarheima Þeir sem vilja ekki ganga svo langt að viðurkenna myndasöguna sem listgrein ættu að gera sér ferð niður í Listasafn Reykjavíkur, sjá og sannfærast. Þar munu blasa við heillandi heimar og þeir sem hafa ekki heillast af myndasögum enn munu áreiðanlega finna eitthvað sem fangar athyglina. Sé eitthvert kynslóðabil til á þessum trylltu og margbreytilegu tímum verður það einna helst brúað af myndasögum þannig að foreldrar og börn ættu að fjölmenna á Níuna og koma svo við á bókasafni eða í Nexus þar sem allt er smekkfullt af bókmenntum sem ná yfir lífið allt og fara út fyrir mörk lífs, dauða og drauma. Og það besta er að þessu er öllu pakkað í umbúðir sem henta fullkomlega nútímafólki með athyglisbrest. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórarinn Þórarinsson Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Sjá meira
Myndasagan hefur verið í gríðarlegri sókn síðustu áratugi og lifir nú góðu lífi sem alvöru bókmenntagrein og ekki síður sem alvöru listgrein. Frjótt ímyndunarafl myndasagnahöfunda og glæsileg tilþrif teiknara hafa orðið til þess að þetta gamla frásagnarform hittir beint í mark hjá lesendum á öllum aldri, ekki síst þeim yngri, en myndræn framsetning höfðar vitaskuld sterkt til þeirra sem hafa alist upp við MTV og hraðar klippingar tónlistarmyndbanda. Þar fyrir utan liggja rætur myndasögunnar djúpt í afþreyingarmenningunni þannig að þetta listform er orðið einn allsherjar suðupottur þar sem fortíð, framtíð, samtíð, kvikmyndum, bókmenntum, sjónvarpi og öllu þar á milli er mallað saman í göróttan mjöð kryddaðan asískum og engilsaxneskum áhrifum með súputeningum úr öllum heimshornum. Myndasagan er því kjörinn tengiliður ungra lesenda við allt milli himins og jarðar um leið og lestur myndasagna þjálfar unga sem aldna í því að lesa og túlka myndmál, en sú þekking verður æ mikilvægari í margmiðlunarheimi þar sem sjónrænt áreiti verður stöðugt sterkara mótunarafl sjálfsins. Vel myndasögulesinn unglingur er til að mynda miklu líklegri til þess að sjá framhjá yfirborðslegu og klámfengu yfirbragði tónlistarmyndbanda en krakki sem lætur hreyfimyndirnar mata sig gagnrýnilaust.Vígin falla Myndasagan hefur tekið Hollywood með áhlaupi og stöðugt fleiri myndasögupersónur stökkva af pappírnum yfir á filmu. Árangurinn er sjaldnast viðunandi, ekki frekar en þegar textabókmenntir eru lagaðar að hvíta tjaldinu, en ásókn kvikmyndagerðarmanna í myndasögunar sýnir svo ekki verður um villst að það er líf í tuskunum og gríðarleg gerjun. Myndasögurnar taka líka stöðugt meira pláss í hillum bókaverslana og bókasafna og það sem var algert jaðarfyrirbæri og kennt við "nörda" fyrir nokkrum árum og fékkst nær eingöngu í sérversluninni Nexus er farið að ryðja sér til rúms í Máli og menningu. Hollywood er fallin, myndasögur eru kenndar og greindar í háskólum, þær leigjast út í bílförmum á bókasöfnum og seljast eins og heitar lummur. Nú er komið að Listasafni Reykjavíkur, sem opnar á laugardaginn sýninguna Níuna og vísar þannig til myndasögunnar sem níundu listgreinarinnar. Þeim fer stöðugt fækkandi sem líta myndasögur hornauga og tengja þær einungis við Súperman, Batman og aðrar hasarblaðahetjur enda breiddin orðin svo mikil að gömlu DC-hetjurnar eru fallnar í skuggann þó þær lifi enn góðu lífi og hafi í raun aldrei verið jafn ferskar og vel skrifaðar. Það eru helst Japanir með sínu manga sem eru að sækja í sig veðrið á Vesturlöndum og ryðja ofurhetjunum út á kantinn með samkynhneigðum ástarævintýrum og unglingarómönum sem ganga í alla aldurshópa.Brú milli kynslóða og menningarheima Þeir sem vilja ekki ganga svo langt að viðurkenna myndasöguna sem listgrein ættu að gera sér ferð niður í Listasafn Reykjavíkur, sjá og sannfærast. Þar munu blasa við heillandi heimar og þeir sem hafa ekki heillast af myndasögum enn munu áreiðanlega finna eitthvað sem fangar athyglina. Sé eitthvert kynslóðabil til á þessum trylltu og margbreytilegu tímum verður það einna helst brúað af myndasögum þannig að foreldrar og börn ættu að fjölmenna á Níuna og koma svo við á bókasafni eða í Nexus þar sem allt er smekkfullt af bókmenntum sem ná yfir lífið allt og fara út fyrir mörk lífs, dauða og drauma. Og það besta er að þessu er öllu pakkað í umbúðir sem henta fullkomlega nútímafólki með athyglisbrest.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun