Í einangrun vegna nefbrots 6. mars 2005 00:01 Bobby Fischer var að eigin sögn varpað í einangrunarklefa í fangelsinu í Japan eftir átök við fangaverði sem lauk með því að hann nefbraut einn þeirra. Ástæðan var að honum var neitað um egg með matnum eins og aðrir fangar fá. Lögmaður Fischers ætlar að freista þess að fá vegabréf hans í hendur á morgun en það hefur verið í vörslu sendiráðs Íslands í rúma viku. Stuðningshópur Fischer fór í íslenska sendiráðið í Tókýó dag og áttti óformlegan upplýsingafund með Þórði Ægi Óskarssyni sendiherra. Var sendiherranum gert ljóst að á morgun myndi Suzuki, lögmaður Fischers, koma í sendiráðið með umboð til þess að taka við vegabréfi hans. Stuðningsmennirnir eru orðnir langþreyttir á að bíða eftir því að íslensk stjórnvöld afhendi vegabréfið sem nú hefur verið í íslenska sendiráðinu í Tókýó í meira en viku. Eftir fundinn í sendiráðinu hélt stuðningshópurinn fund á hóteli sínu og skoðaði meðal annars á Netinu meðför Spaugstofunnar á ferð Sæma Rokk til Japans til að frelsa Fischer með dansskóna að leynivopni í farteskinu. Sæmundur heyrði loks í Fischer í dag eftir að hann hafði lokið fjögurra daga einangrunarvist í innflytjendafangelsinu. Fischer var settur í einangrun á miðvikudag á meðan Sæmundur beið í fordyri fangelsisins eftir að komast til fundar við vin sinn. Sæmundur segir að ástæðan fyrir refsingunni hafi verið, að sögn Fischers, beiðni hans um að fá egg með matnum eins og aðrir fangar. Þegar beiðni hans var hafnað með þjósti hafi komið til átaka milli hans og fangavarða. Þeir hafi ráðist á hann og hann barið frá sér. Sæmundur segir að Fischer hafi sent einn fangavörðinn nefbrotinn á sjúkrahús. Þar sem bandarísk stjórnvöld hyggjast ákæra Fischer fyrir skattalagabrot og krefjast framsals frá Japan á þeim grundvelli þykir stuðningsmönnum hans brýnt að íslensk stjórnvöld afhendi honum ferðavegabréfið tafarlaust, ella hafi útgáfa þess verið til einskis. Ljóst er að japönsk stjórnvöld fylgjast grannt með málinu sem þegar er orðið þeim til óþæginda. Japanskir fjölmiðlar hafa sýnt baráttu stuðningsmanna Fischers aukinn áhuga, meðal annars varð málið að forsíðufrétt í einu stærsta dagblaði Japans um helgina. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Bobby Fischer var að eigin sögn varpað í einangrunarklefa í fangelsinu í Japan eftir átök við fangaverði sem lauk með því að hann nefbraut einn þeirra. Ástæðan var að honum var neitað um egg með matnum eins og aðrir fangar fá. Lögmaður Fischers ætlar að freista þess að fá vegabréf hans í hendur á morgun en það hefur verið í vörslu sendiráðs Íslands í rúma viku. Stuðningshópur Fischer fór í íslenska sendiráðið í Tókýó dag og áttti óformlegan upplýsingafund með Þórði Ægi Óskarssyni sendiherra. Var sendiherranum gert ljóst að á morgun myndi Suzuki, lögmaður Fischers, koma í sendiráðið með umboð til þess að taka við vegabréfi hans. Stuðningsmennirnir eru orðnir langþreyttir á að bíða eftir því að íslensk stjórnvöld afhendi vegabréfið sem nú hefur verið í íslenska sendiráðinu í Tókýó í meira en viku. Eftir fundinn í sendiráðinu hélt stuðningshópurinn fund á hóteli sínu og skoðaði meðal annars á Netinu meðför Spaugstofunnar á ferð Sæma Rokk til Japans til að frelsa Fischer með dansskóna að leynivopni í farteskinu. Sæmundur heyrði loks í Fischer í dag eftir að hann hafði lokið fjögurra daga einangrunarvist í innflytjendafangelsinu. Fischer var settur í einangrun á miðvikudag á meðan Sæmundur beið í fordyri fangelsisins eftir að komast til fundar við vin sinn. Sæmundur segir að ástæðan fyrir refsingunni hafi verið, að sögn Fischers, beiðni hans um að fá egg með matnum eins og aðrir fangar. Þegar beiðni hans var hafnað með þjósti hafi komið til átaka milli hans og fangavarða. Þeir hafi ráðist á hann og hann barið frá sér. Sæmundur segir að Fischer hafi sent einn fangavörðinn nefbrotinn á sjúkrahús. Þar sem bandarísk stjórnvöld hyggjast ákæra Fischer fyrir skattalagabrot og krefjast framsals frá Japan á þeim grundvelli þykir stuðningsmönnum hans brýnt að íslensk stjórnvöld afhendi honum ferðavegabréfið tafarlaust, ella hafi útgáfa þess verið til einskis. Ljóst er að japönsk stjórnvöld fylgjast grannt með málinu sem þegar er orðið þeim til óþæginda. Japanskir fjölmiðlar hafa sýnt baráttu stuðningsmanna Fischers aukinn áhuga, meðal annars varð málið að forsíðufrétt í einu stærsta dagblaði Japans um helgina.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira