Óvenjulegur kvöldverður 6. mars 2005 00:01 Ég sit hérna í sófanum mínum í Köben og ætla að reyna að skrifa fyrsta pistilinn minn hérna á baksíðuna. Ég er oft búinn að byrja en er aldrei ánægður og finnst ekkert nógu merkilegt til þess að fanga athygli lesenda. Svo ákvað ég bara að segja frá óvenjulegri hugmynd sem ég fékk. Eitt kvöldið í vinnunni fékk ég óvenjumörg sms-skilaboð og fór að velta fyrir mér að sms og tölvupóstur hafa gert það að verkum að fólk fjarlægist og venst á að hafa samskipti á mjög ópersónulegan máta í stað þess að hittast og spjalla. Ég er öfgamaður og ákvað að gera tilraun sem var fólgin í því að bjóða algjörlega ókunnugu fólki heim til mín í mat og athuga hvort fólk myndi þora, hvernig viðbrögð ég fengi og hvort fólk mundi þora. Sama kvöld bauð ég manni og konu sem horfðu undrandi á mig, sögðu svo já og fannst þetta greinilega mjög óvenjulegt heimboð, sögðu að svona lagað gerðist bara í New York og væri ákaflega ódanskt. Næsta kvöld bauð ég svo manni sem þáði boðið undrandi og frekar skeptískur. Svo bætti ég við tveimur vinum frá Íslandi og kærustunni. Kvöldið eftir eldaði ég pasta og opnaði nokkrar flöskur af rauðvíni og bjóst allt eins við því að fólkið myndi ekki mæta. Það er skemmst frá því að segja að síðustu gestir fóru um hálf fjögur um nóttina eftir alveg einstaklega skemmtilegt kvöld. Til gamans þá var konan grafískur hönnuður og strákarnir annars vegar plötuútgefandi og hins vegar kennaranemi. Það sem ég fékk út úr þessu var að brjóta aðeins upp mynstrið sem við festumst oft í, ég eignaðist þrjá nýja vini sem hafa verið í sambandi og boðið okkur í afmælisveislur og fleira, en síðast en ekki síst þá uppgötvaði ég að fólk er ekki hrætt við að tengjast á miklu nánari máta en ég hélt. Þegar þessir nýju vinir mínir fóru heim voru lokaorðin þau að þetta hefði verið frábær gjörningur og að þau skyldu að bjóða einhverjum ókunnugum í mat fljótlega, þessu konsepti var gefið nafnið "strange dinner" og ég skora á þá sem þetta lesa að prufa. Kveðja, Frikki Hús og heimili Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Sjá meira
Ég sit hérna í sófanum mínum í Köben og ætla að reyna að skrifa fyrsta pistilinn minn hérna á baksíðuna. Ég er oft búinn að byrja en er aldrei ánægður og finnst ekkert nógu merkilegt til þess að fanga athygli lesenda. Svo ákvað ég bara að segja frá óvenjulegri hugmynd sem ég fékk. Eitt kvöldið í vinnunni fékk ég óvenjumörg sms-skilaboð og fór að velta fyrir mér að sms og tölvupóstur hafa gert það að verkum að fólk fjarlægist og venst á að hafa samskipti á mjög ópersónulegan máta í stað þess að hittast og spjalla. Ég er öfgamaður og ákvað að gera tilraun sem var fólgin í því að bjóða algjörlega ókunnugu fólki heim til mín í mat og athuga hvort fólk myndi þora, hvernig viðbrögð ég fengi og hvort fólk mundi þora. Sama kvöld bauð ég manni og konu sem horfðu undrandi á mig, sögðu svo já og fannst þetta greinilega mjög óvenjulegt heimboð, sögðu að svona lagað gerðist bara í New York og væri ákaflega ódanskt. Næsta kvöld bauð ég svo manni sem þáði boðið undrandi og frekar skeptískur. Svo bætti ég við tveimur vinum frá Íslandi og kærustunni. Kvöldið eftir eldaði ég pasta og opnaði nokkrar flöskur af rauðvíni og bjóst allt eins við því að fólkið myndi ekki mæta. Það er skemmst frá því að segja að síðustu gestir fóru um hálf fjögur um nóttina eftir alveg einstaklega skemmtilegt kvöld. Til gamans þá var konan grafískur hönnuður og strákarnir annars vegar plötuútgefandi og hins vegar kennaranemi. Það sem ég fékk út úr þessu var að brjóta aðeins upp mynstrið sem við festumst oft í, ég eignaðist þrjá nýja vini sem hafa verið í sambandi og boðið okkur í afmælisveislur og fleira, en síðast en ekki síst þá uppgötvaði ég að fólk er ekki hrætt við að tengjast á miklu nánari máta en ég hélt. Þegar þessir nýju vinir mínir fóru heim voru lokaorðin þau að þetta hefði verið frábær gjörningur og að þau skyldu að bjóða einhverjum ókunnugum í mat fljótlega, þessu konsepti var gefið nafnið "strange dinner" og ég skora á þá sem þetta lesa að prufa. Kveðja, Frikki
Hús og heimili Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Sjá meira