Fischer sakaður um skattalagabrot 5. mars 2005 00:01 Bandarísk stjórnvöld saka nú Fischer um skattalagabrot og hyggjast ákæra hann 5. apríl. Stuðningsmenn skáksnillingsins telja að brögð séu í tafli og hvetja íslensk stjórnvöld til að afhenda Fischer vegabréf til Íslands áður en Japönum takist að framselja hann til Bandaríkjanna. Stuðningshópur Bobbys Fischers sem dvelur í Japan óttast mjög um hans hag í fangelsinu en hann er í einangrun í gluggalausum klefa. Á sama tíma er í undirbúningi í Bandaríkjunum ný ákæra á hann um skattsvik í viðbót við ásakanir um að brjóta viðskiptabann á fyrrverandi Júgóslavíu með því að tefla þar skák við Spasskí fyrir meira en tíu árum. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, óttast að honum séu brugguð launráð til að fá hann framseldan til Bandaríkjanna áður en takist að láta hann hafa íslenskt vegabréf. John Bosnitch, sem er í stuðningsmannahópnum, tekur í sama streng. Hann segir að vegabéf Fischers hafi verið í sendiráði Íslands í Japan í viku. Stuðningmennirnir hafi spurt sendiherrann hvað sé að gerast og hann hafi svarað því til að hann þurfi að fá fyrirmæli frá Íslandi. Bosnitch segir að stuðningsmennirnir þurfi vegabréfið núna og á morgun hyggist þeir senda lögmann Fischers að dyrum sendiráðsins. Lögmaðurinn muni biðja sendiherrann að afhenda sér vegabréfið og þegar það sé komið í hans hendur sé það líka komið í hendur Bobbys Fichers. Þá geti Fischer tilkynnt japönskum stjórnvöldum að hann hafi allt sem þurfi til að geta farið. Bosnitch segir að ekki sé hægt að bíða lengur. Komið sé að úrslitastund og allt sé nú í höndum Íslands. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld saka nú Fischer um skattalagabrot og hyggjast ákæra hann 5. apríl. Stuðningsmenn skáksnillingsins telja að brögð séu í tafli og hvetja íslensk stjórnvöld til að afhenda Fischer vegabréf til Íslands áður en Japönum takist að framselja hann til Bandaríkjanna. Stuðningshópur Bobbys Fischers sem dvelur í Japan óttast mjög um hans hag í fangelsinu en hann er í einangrun í gluggalausum klefa. Á sama tíma er í undirbúningi í Bandaríkjunum ný ákæra á hann um skattsvik í viðbót við ásakanir um að brjóta viðskiptabann á fyrrverandi Júgóslavíu með því að tefla þar skák við Spasskí fyrir meira en tíu árum. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, óttast að honum séu brugguð launráð til að fá hann framseldan til Bandaríkjanna áður en takist að láta hann hafa íslenskt vegabréf. John Bosnitch, sem er í stuðningsmannahópnum, tekur í sama streng. Hann segir að vegabéf Fischers hafi verið í sendiráði Íslands í Japan í viku. Stuðningmennirnir hafi spurt sendiherrann hvað sé að gerast og hann hafi svarað því til að hann þurfi að fá fyrirmæli frá Íslandi. Bosnitch segir að stuðningsmennirnir þurfi vegabréfið núna og á morgun hyggist þeir senda lögmann Fischers að dyrum sendiráðsins. Lögmaðurinn muni biðja sendiherrann að afhenda sér vegabréfið og þegar það sé komið í hans hendur sé það líka komið í hendur Bobbys Fichers. Þá geti Fischer tilkynnt japönskum stjórnvöldum að hann hafi allt sem þurfi til að geta farið. Bosnitch segir að ekki sé hægt að bíða lengur. Komið sé að úrslitastund og allt sé nú í höndum Íslands.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira