Fischer sakaður um skattalagabrot 5. mars 2005 00:01 Bandarísk stjórnvöld saka nú Fischer um skattalagabrot og hyggjast ákæra hann 5. apríl. Stuðningsmenn skáksnillingsins telja að brögð séu í tafli og hvetja íslensk stjórnvöld til að afhenda Fischer vegabréf til Íslands áður en Japönum takist að framselja hann til Bandaríkjanna. Stuðningshópur Bobbys Fischers sem dvelur í Japan óttast mjög um hans hag í fangelsinu en hann er í einangrun í gluggalausum klefa. Á sama tíma er í undirbúningi í Bandaríkjunum ný ákæra á hann um skattsvik í viðbót við ásakanir um að brjóta viðskiptabann á fyrrverandi Júgóslavíu með því að tefla þar skák við Spasskí fyrir meira en tíu árum. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, óttast að honum séu brugguð launráð til að fá hann framseldan til Bandaríkjanna áður en takist að láta hann hafa íslenskt vegabréf. John Bosnitch, sem er í stuðningsmannahópnum, tekur í sama streng. Hann segir að vegabéf Fischers hafi verið í sendiráði Íslands í Japan í viku. Stuðningmennirnir hafi spurt sendiherrann hvað sé að gerast og hann hafi svarað því til að hann þurfi að fá fyrirmæli frá Íslandi. Bosnitch segir að stuðningsmennirnir þurfi vegabréfið núna og á morgun hyggist þeir senda lögmann Fischers að dyrum sendiráðsins. Lögmaðurinn muni biðja sendiherrann að afhenda sér vegabréfið og þegar það sé komið í hans hendur sé það líka komið í hendur Bobbys Fichers. Þá geti Fischer tilkynnt japönskum stjórnvöldum að hann hafi allt sem þurfi til að geta farið. Bosnitch segir að ekki sé hægt að bíða lengur. Komið sé að úrslitastund og allt sé nú í höndum Íslands. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld saka nú Fischer um skattalagabrot og hyggjast ákæra hann 5. apríl. Stuðningsmenn skáksnillingsins telja að brögð séu í tafli og hvetja íslensk stjórnvöld til að afhenda Fischer vegabréf til Íslands áður en Japönum takist að framselja hann til Bandaríkjanna. Stuðningshópur Bobbys Fischers sem dvelur í Japan óttast mjög um hans hag í fangelsinu en hann er í einangrun í gluggalausum klefa. Á sama tíma er í undirbúningi í Bandaríkjunum ný ákæra á hann um skattsvik í viðbót við ásakanir um að brjóta viðskiptabann á fyrrverandi Júgóslavíu með því að tefla þar skák við Spasskí fyrir meira en tíu árum. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, óttast að honum séu brugguð launráð til að fá hann framseldan til Bandaríkjanna áður en takist að láta hann hafa íslenskt vegabréf. John Bosnitch, sem er í stuðningsmannahópnum, tekur í sama streng. Hann segir að vegabéf Fischers hafi verið í sendiráði Íslands í Japan í viku. Stuðningmennirnir hafi spurt sendiherrann hvað sé að gerast og hann hafi svarað því til að hann þurfi að fá fyrirmæli frá Íslandi. Bosnitch segir að stuðningsmennirnir þurfi vegabréfið núna og á morgun hyggist þeir senda lögmann Fischers að dyrum sendiráðsins. Lögmaðurinn muni biðja sendiherrann að afhenda sér vegabréfið og þegar það sé komið í hans hendur sé það líka komið í hendur Bobbys Fichers. Þá geti Fischer tilkynnt japönskum stjórnvöldum að hann hafi allt sem þurfi til að geta farið. Bosnitch segir að ekki sé hægt að bíða lengur. Komið sé að úrslitastund og allt sé nú í höndum Íslands.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira