Fischer enn haldið í einangrun 4. mars 2005 00:01 Enn er Bobby Fischer haldið í einangrun og enginn fær að heimsækja hann í fangelsið í Japan. Opinn flugmiði til Íslands bíður hans og vonast stuðningsmenn hans til að hann verði leystur úr haldi fyrir 62 ára afmælisdag hans í næstu viku. Það er kalt í Japan um þessar mundir og óvenju mikill snjór í Tókýó. Annan daginn í röð var stuðningsmönnum Fischers meinað að hitta hann en honum hefur verið haldið í einangrun síðan stuðningsmennirnir komu til Japans. Þeir héldu fjölsóttan blaðamannafund í morgun. Miyoko Watai, lögmaður Bobbys Fischers, sagði á fundinum að stuðningsmönnunum hefði verið neitað um að hitta hann og þá gæti hún ekki lengur hringt í hann, en áður hefði hún talað fjórum til sex sinnum á dag við hann. Stuðningsmennirnir hafa beðið um fund með japönskum stjórnvöldum en ekki fengið svar og fá væntanlega ekki fyrr en eftir helgi. Á meðan bíður vegabréfið, Fischer getur ekki sótt það og íslensk stjórnvöld hafa ekki farið fram á það verði fært til hans. Guðmundur Þórarinsson, stuðningsmaður Fischers, sagði á blaðamannafundinum að stuðningsmennirnir fengju ekki einu sinni að tala við japanska embættismenn. Það virtist, þegar litið væri á þennan undarlega heim missættis sem við byggjum í, að stuðningsmennirnir berðust við einhvers konar kerfi, einhverjar manneskjur sem enginn vissi hverjar væru. Opinn flugmiði hefur verið keyptur handa Fischer og vonast Sæmundur Pálsson, vinur hans, til að hann verði látin laus fyrir afmælisdaginn 9. mars, en þá verður Fischer 62 ára. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Enn er Bobby Fischer haldið í einangrun og enginn fær að heimsækja hann í fangelsið í Japan. Opinn flugmiði til Íslands bíður hans og vonast stuðningsmenn hans til að hann verði leystur úr haldi fyrir 62 ára afmælisdag hans í næstu viku. Það er kalt í Japan um þessar mundir og óvenju mikill snjór í Tókýó. Annan daginn í röð var stuðningsmönnum Fischers meinað að hitta hann en honum hefur verið haldið í einangrun síðan stuðningsmennirnir komu til Japans. Þeir héldu fjölsóttan blaðamannafund í morgun. Miyoko Watai, lögmaður Bobbys Fischers, sagði á fundinum að stuðningsmönnunum hefði verið neitað um að hitta hann og þá gæti hún ekki lengur hringt í hann, en áður hefði hún talað fjórum til sex sinnum á dag við hann. Stuðningsmennirnir hafa beðið um fund með japönskum stjórnvöldum en ekki fengið svar og fá væntanlega ekki fyrr en eftir helgi. Á meðan bíður vegabréfið, Fischer getur ekki sótt það og íslensk stjórnvöld hafa ekki farið fram á það verði fært til hans. Guðmundur Þórarinsson, stuðningsmaður Fischers, sagði á blaðamannafundinum að stuðningsmennirnir fengju ekki einu sinni að tala við japanska embættismenn. Það virtist, þegar litið væri á þennan undarlega heim missættis sem við byggjum í, að stuðningsmennirnir berðust við einhvers konar kerfi, einhverjar manneskjur sem enginn vissi hverjar væru. Opinn flugmiði hefur verið keyptur handa Fischer og vonast Sæmundur Pálsson, vinur hans, til að hann verði látin laus fyrir afmælisdaginn 9. mars, en þá verður Fischer 62 ára.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira