Hip-Hop kynslóðin í NBA 1. mars 2005 00:01 Það bar ekki mikið á því, en þegar Karl Malone lagði skóna á hilluna um daginn, markaði það tímamót í sögu NBA deildarinnar. Ekki bara af því að einn besti framherji sem leikið hefur í deildinni var að hætta - heldur af því að hann var síðasta stórstjarnan úr Ólympíuliði Bandaríkjanna frá Barcelona árið 1992, sem fór á eftirlaun. Þegar "Pósturinn" Malone hengdi upp húfu sína, er ekki laust við að hafi farið um mann undarleg tilfinning. Síðasta stjarnan úr Draumaliðinu er hætt. Besta kynslóð körfuboltamanna sem komið hefur fram í sögu leiksins, spásserar nú um golfvelli víða um heim og segir brandara - jafnvel með vindil eða kokteilglas í hendinni. Hvað tekur við? Tímarnir hafa breyst, í körfuboltanum sem og annarsstaðar, en ég verð að segja að ég hef dálítlar áhyggjur af þessari skemmtilegustu íþrótt sem iðkuð er í heiminum. Þegar Magic Johnson, Larry Bird og Michael Jordan voru sendiherrar íþróttarinnar á heimsvísu á níunda og tíunda áratug síðustu aldar, fékk maður gott uppeldi í körfuboltafræðunum þegar maður fylgdist með þessum snillingum leika listir sínar á vellinum. Þessir leikmenn voru lykilmenn í sigursælustu liðum síðustu 20 ára og sannir íþróttamenn. Þegar ég horfi á arftaka þessara leikmanna, get ég ekki annað en haft áhyggjur af framtíðinni. Mér virðist sem margir af þeim ungu leikmönnum sem eru í þann mund að erfa NBA deildina, hafi einfaldlega ekki nóg til brunns að bera til að taka við kyndlinum af kynslóðinni sem nú hefur sest í helgan stein. Þegar ég horfi á marga þessa stráka, hef ég stundum á tilfinningunni að ég sé staddur á heimili fyrir vandræðaunglinga. Þeir koma inn í deildina haldandi að Guð hafi skapað þá á fyrsta degi, þeir eru í klíkum, þeir eru með húðflúr, þeir gefa út rapp-plötur, þeir fá alltof stóra samninga, þeir nota eiturlyf, þeir hoppa hátt og hlaupa hratt, leika í auglýsingum og tala mikið. Þeir eru hópur af korn-ungum, hrokafullum vandræðagemlingum sem hafa fengið lélegt uppeldi og slæman aga. Þeir eru miklir íþróttamenn, en vantar mikið upp á að verða fullvaxta körfuboltamenn. Þar eð það virðist æ sjaldgæfara að betri leikmenn fari og leiki í Háskóla, vantar marga af þessum strákum mikið upp á undirstöðuatriði leiksins, eins og knattrak, sendinga- og skottækni - svo ekki sé minnst á varnarleikinn og sannan liðsanda. Leikmaður sem kemur inn í deildina löngu fyrir tvítugsaldur, kann að vera þroskaður líkamlega, en menn gleyma andlegu hliðinni og rótlaus unglingur með hundruði milljóna í vasanum er í kjör-aðstæðum til að koma sér í mikil vandræði. Þessir strákar þekkja ekkert annað en að vera miðpunktur alls í liðum sínum og skora mikið, svo að það gefur augaleið að þeir lenda í ákveðnum vandræðum þegar þeir koma í jafn sterka deild og NBA. Þessi vandamál hafa bersýnilega komið í ljós á síðustu tveimur stórmótum sem lið Bandaríkjanna hefur tekið þátt, því þar hefur liðið hlotið háðuga útreið hjá liðum sem hafa ekki á að skipa eins miklum íþróttamönnum, en hafa skákað Kananum á öllum öðrum sviðum leiksins. Talandi dæmi um þessi vandræði Bandaríkjamanna sáust á síðustu Ólympíuleikum, þegar liðinu mistókst oftar en einu sinni í sama leiknum að klára hraðaupphlaup þrír á einn og enduðu á að missa boltann eða hreinlega kasta honum upp í stúku. Bandaríkjamenn skortir hreina leikstjórnendur og skyttur. Bestu leikmenn NBA deildarinnar eru í auknum mæli Evrópubúar, sem er auðvitað fínt mál - en það undirstrikar að Bandarískur körfubolti á undir högg að sækja. Gullöldinni er lokið og Bandaríkjamenn þurfa að skoða sín mál vandlega. Baldur Beck -baldur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Skoðanir Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það bar ekki mikið á því, en þegar Karl Malone lagði skóna á hilluna um daginn, markaði það tímamót í sögu NBA deildarinnar. Ekki bara af því að einn besti framherji sem leikið hefur í deildinni var að hætta - heldur af því að hann var síðasta stórstjarnan úr Ólympíuliði Bandaríkjanna frá Barcelona árið 1992, sem fór á eftirlaun. Þegar "Pósturinn" Malone hengdi upp húfu sína, er ekki laust við að hafi farið um mann undarleg tilfinning. Síðasta stjarnan úr Draumaliðinu er hætt. Besta kynslóð körfuboltamanna sem komið hefur fram í sögu leiksins, spásserar nú um golfvelli víða um heim og segir brandara - jafnvel með vindil eða kokteilglas í hendinni. Hvað tekur við? Tímarnir hafa breyst, í körfuboltanum sem og annarsstaðar, en ég verð að segja að ég hef dálítlar áhyggjur af þessari skemmtilegustu íþrótt sem iðkuð er í heiminum. Þegar Magic Johnson, Larry Bird og Michael Jordan voru sendiherrar íþróttarinnar á heimsvísu á níunda og tíunda áratug síðustu aldar, fékk maður gott uppeldi í körfuboltafræðunum þegar maður fylgdist með þessum snillingum leika listir sínar á vellinum. Þessir leikmenn voru lykilmenn í sigursælustu liðum síðustu 20 ára og sannir íþróttamenn. Þegar ég horfi á arftaka þessara leikmanna, get ég ekki annað en haft áhyggjur af framtíðinni. Mér virðist sem margir af þeim ungu leikmönnum sem eru í þann mund að erfa NBA deildina, hafi einfaldlega ekki nóg til brunns að bera til að taka við kyndlinum af kynslóðinni sem nú hefur sest í helgan stein. Þegar ég horfi á marga þessa stráka, hef ég stundum á tilfinningunni að ég sé staddur á heimili fyrir vandræðaunglinga. Þeir koma inn í deildina haldandi að Guð hafi skapað þá á fyrsta degi, þeir eru í klíkum, þeir eru með húðflúr, þeir gefa út rapp-plötur, þeir fá alltof stóra samninga, þeir nota eiturlyf, þeir hoppa hátt og hlaupa hratt, leika í auglýsingum og tala mikið. Þeir eru hópur af korn-ungum, hrokafullum vandræðagemlingum sem hafa fengið lélegt uppeldi og slæman aga. Þeir eru miklir íþróttamenn, en vantar mikið upp á að verða fullvaxta körfuboltamenn. Þar eð það virðist æ sjaldgæfara að betri leikmenn fari og leiki í Háskóla, vantar marga af þessum strákum mikið upp á undirstöðuatriði leiksins, eins og knattrak, sendinga- og skottækni - svo ekki sé minnst á varnarleikinn og sannan liðsanda. Leikmaður sem kemur inn í deildina löngu fyrir tvítugsaldur, kann að vera þroskaður líkamlega, en menn gleyma andlegu hliðinni og rótlaus unglingur með hundruði milljóna í vasanum er í kjör-aðstæðum til að koma sér í mikil vandræði. Þessir strákar þekkja ekkert annað en að vera miðpunktur alls í liðum sínum og skora mikið, svo að það gefur augaleið að þeir lenda í ákveðnum vandræðum þegar þeir koma í jafn sterka deild og NBA. Þessi vandamál hafa bersýnilega komið í ljós á síðustu tveimur stórmótum sem lið Bandaríkjanna hefur tekið þátt, því þar hefur liðið hlotið háðuga útreið hjá liðum sem hafa ekki á að skipa eins miklum íþróttamönnum, en hafa skákað Kananum á öllum öðrum sviðum leiksins. Talandi dæmi um þessi vandræði Bandaríkjamanna sáust á síðustu Ólympíuleikum, þegar liðinu mistókst oftar en einu sinni í sama leiknum að klára hraðaupphlaup þrír á einn og enduðu á að missa boltann eða hreinlega kasta honum upp í stúku. Bandaríkjamenn skortir hreina leikstjórnendur og skyttur. Bestu leikmenn NBA deildarinnar eru í auknum mæli Evrópubúar, sem er auðvitað fínt mál - en það undirstrikar að Bandarískur körfubolti á undir högg að sækja. Gullöldinni er lokið og Bandaríkjamenn þurfa að skoða sín mál vandlega. Baldur Beck -baldur@frettabladid.is
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar