Sendinefndin með leynivopn 1. mars 2005 00:01 Sendinefnd á vegum stuðningsmanna Fischers er á leið til Japans til að þrýsta á um að hann verði leystur úr haldi. Nefndin hefur leynivopn í farteskinu sem dregið verður fram ef Fischer fæst ekki látinn laus. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, er nýlentur í Tókýó ásamt föruneyti og fær hann að heimsækja Fischer á morgun, miðvikudag, en þrjátíu og þrjú ár eru liðin frá skákeinvígi aldarinnar hér á landi þar sem þeir hittust fyrst. Munu þeir ræða saman í gegnum gler í búðunum þar sem Fischer er í haldi. Sendinefndin sem fer í dag heldur utan að ósk Fischers, en erindið er að fá fund með fulltrúum í dómsmála- og utanríkisráðuneytum Japans og þrýsta á um að hann verði látinn laus. Í nefndinni eru auk Sæmundar Pálssonar þeir Garðar Sverrisson, fyrrverandi formaður Öryrkjabandalags Íslands, og tveir fyrrverandi forsetar Skáksambands Íslands, þeir Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur og Einar S. Einarsson, fyrrverandi forstjóri VISA. Einar segir að ef málið leysist ekki og japönsk yfirvöld gefi ekki skákina verði stefnt að því að máta þau á mánudaginn. Þar á hann við að verði skákmeistarinn enn í haldi í byrjun næstu viku ætli nefndin að koma fram á alþjóðlegum fréttamannafundi í Tókýó á mánudag og gera þar meðal annars grein fyrir mikilvægum upplýsingum sem ekki hafa áður birst opinberlega, eins og það er orðað. Einar vill ekki útskýra þetta mikið nánar en segir að auðvitað sé ekki allt birt sem málinu tengist. Stuðningsmennirnir viti að þarna séu brögð í tafli og Fischer hafi verið leiddur í gildru á flugvelli í Japan við brottför úr landinu. Hingað til hafi stuðningsmennirnir farið með löndum í þessu efni án þess að vilja styggja neinn en veigamikil rök í málinu hafi ekki komið fram sem verði teflt fram á mánudag ef það þurfi. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Sendinefnd á vegum stuðningsmanna Fischers er á leið til Japans til að þrýsta á um að hann verði leystur úr haldi. Nefndin hefur leynivopn í farteskinu sem dregið verður fram ef Fischer fæst ekki látinn laus. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, er nýlentur í Tókýó ásamt föruneyti og fær hann að heimsækja Fischer á morgun, miðvikudag, en þrjátíu og þrjú ár eru liðin frá skákeinvígi aldarinnar hér á landi þar sem þeir hittust fyrst. Munu þeir ræða saman í gegnum gler í búðunum þar sem Fischer er í haldi. Sendinefndin sem fer í dag heldur utan að ósk Fischers, en erindið er að fá fund með fulltrúum í dómsmála- og utanríkisráðuneytum Japans og þrýsta á um að hann verði látinn laus. Í nefndinni eru auk Sæmundar Pálssonar þeir Garðar Sverrisson, fyrrverandi formaður Öryrkjabandalags Íslands, og tveir fyrrverandi forsetar Skáksambands Íslands, þeir Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur og Einar S. Einarsson, fyrrverandi forstjóri VISA. Einar segir að ef málið leysist ekki og japönsk yfirvöld gefi ekki skákina verði stefnt að því að máta þau á mánudaginn. Þar á hann við að verði skákmeistarinn enn í haldi í byrjun næstu viku ætli nefndin að koma fram á alþjóðlegum fréttamannafundi í Tókýó á mánudag og gera þar meðal annars grein fyrir mikilvægum upplýsingum sem ekki hafa áður birst opinberlega, eins og það er orðað. Einar vill ekki útskýra þetta mikið nánar en segir að auðvitað sé ekki allt birt sem málinu tengist. Stuðningsmennirnir viti að þarna séu brögð í tafli og Fischer hafi verið leiddur í gildru á flugvelli í Japan við brottför úr landinu. Hingað til hafi stuðningsmennirnir farið með löndum í þessu efni án þess að vilja styggja neinn en veigamikil rök í málinu hafi ekki komið fram sem verði teflt fram á mánudag ef það þurfi.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira